Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016

Málsnúmer 1604015F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi Vinnuskólans á komandi sumri.
    Vinnuskólinn hefst 7. júní og verður þeim sem skrá sig fyrir 20. maí tryggð vinna sem hér segir;
    8. bekkur: 4 vikur 1/2 daginn
    9. bekkur: 5 vikur allan daginn (byrja 1. júlí)
    10. bekkur og fyrsti bekkur framhaldsskóla: 8 vikur allan daginn.
    Laun verða sem hér segir:
    8. bekkur: 639 kr. m/orlofi
    9. bekkur: 730 kr. m/ orlofi
    10. bekkur: 1.095 kr. m/orlofi
    Fyrsti bekkur framhaldsskóla: 1.497 kr. m/orlofi.
    Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Hauki fyrir upplýsingarnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirkomulag og taxta vegna vinnuskóla Fjallabyggðar sumarið 2016.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samkvæmt samningi um leigu á húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON á Siglufirði geta aðilar tekið upp viðræður um framlengingu samnings um eitt ár og þarf niðurstaða að liggja fyrir um mánaðarmótin apríl/ maí 2016. Í ljósi þess og þar sem ekki liggur fyrir að lausn sé í sjónmáli um framtíðarhúsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við leigusala Lækjagötu 8 um framlengingu á samningnum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka upp viðræður við leigusala Lækjargötu 8 Siglufirði um framlengingu á samningum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagður fram samstarfssamningur við Golfklúbb Fjallabyggðar um rekstur vallarins Skeggjabrekku Ólafsfirði. Nefndin leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagður fram samingur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

    Guðný Kristinsdóttir mætti á fundinn 17:20

    Haukur Sigurðsson vék af fundi kl. 17:30
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Á fundinn mættu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri grunnskólans, Mundína Kristinsdóttir, fulltrúi starfsmanna, í forföllum Sigurlaugar Guðjónsdóttur og Hugborg Inga Harðardóttir fullltrúi foreldra.

    Vegna dagsetningar á haustfundi KSNV 7. október verður að færa skipulagsdag grunnskólans sem áður hafði verið skipulagður 16. september. Leikskólinn verður að halda þessum degi, 16. september, þar sem búið er að skipuleggja fræðslu á vegum MMS um læsistefnu og í samvinnu við Dalvíkurbyggð.
    Nefndin samþykkir breytingu á skóladagatali.
    Nefndin leggur til að komið verði á föstum forvarnardegi þar sem m.a. verði farið yfir viðbragðsáætlun í samgöngumálum á milli byggðarkjarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur staðfest umbótaáætlun grunnskólans. Í júní 2017 mun ráðuneytið óska eftir greinargerð um framkvæmd umbótaáætlunar fram að þeim tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Jónína Magnúsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum úr starfsmannakönnun sem lögð var fyrir í mars sl. Í könnuninni eru starfsmenn spurðir um; stefnumótun, stjórnun, starfsþróun, jafnrétti/jafnræði, starfsanda, vinnuaðstöðu, álag og áreitni og einelti. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samningar v/ skólamáltíða renna út eftir þetta skólaár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í það að gera nýja verðkönnun. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Samningur um skólaakstur er að renna út. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að það ákvæði verði nýtt.

    Jónína, Mundína og Hugborg Inga véku af fundi kl. 18:00
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Hreyfivika UMFÍ verður að þesu sinni 23. - 29. maí nk. Hreyfivika UMFÍ snýst öðru fremur um það að kynna kostina sem felast í virkri hreyfingu og íþróttum. Einn liður í vikunni er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 2. maí 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - mars 2016. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 181.139.448 kr. Áætlun, 184.586.372 kr. Mismunur; 3.446.924 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 61.175.951 kr. Áætlun 61.240.560 kr. Mismunur; 64.609 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.