Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016

Málsnúmer 1604001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016 Á fundinn mætti Guðrún Ingimundardóttir frá ÞjóðList ehf. og kynnti verkefnið.
  Á þessu ári fer í gang samstarfsverkefni Íslands og Noregs um skráningu menningarerfða í héraði, styrkt af Norsk-íslenska menningarsjóðnum. Á Íslandi verður verkefnið unnið í Fjallabyggð af ÞjóðList ehf. og Síldarminjasafninu.
  Markmiðið með verkefninu er að:
  -Leita heppilegra leiða til að vinna með samfélögum við að skrá menningarerfðir sínar og skilgreina verkferla sem önnur samfélög geta síðan stuðst við.
  - Skrá menningarerfðir með því að nota eyðublað sem norsku samstarfsaðilarnir hafa þróað, til að rannsaka hvernig og hvort formið hentar.
  - Rannsaka með hvaða hætti er heppilegast að hafa skráninguna aðgengilega.
  - Afla upplýsinga sem hjálpa til við að þróa landslista yfir menningarerfðir.

  Nefndin þakkar Guðrúnu fyrir greinargóða kynningu og óskar henni velfarnaðar í þessari vinnu. Nefndin óskar jafnframt eftir að markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar fái að fylgjast með framvindu verkefnisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .2 1603047 17. júní 2016
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 14. apríl 2016 Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 14. mars var samþykkt að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum í Fjallabyggð til að taka að sér framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna í bænum. Ein umsókn barst frá Starfsmannafélagi slökkviliðsins í Ólafsfirði.
  Nefndin samþykkir að fela starfsmannafélaginu umsjón með hátíðarhöldunum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að leggja fram samning við starfsmannafélagið á næsta fundi nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.