Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 5. fundur - 15. apríl 2016

Málsnúmer 1604005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

  • .1 1601094 Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 5. fundur - 15. apríl 2016 Lagðar fram útlitsteikningar og tillaga 3 að grunnmynd fyrir viðbyggingu við MTR ásamt frumdrögum að kostnaðaráætlun viðbyggingarinnar.
    Lagt fram til kynningar.
    Einnig lagðar fram athugasemdir skólameistara við stærð glugga og lögð áhersla á að hugað verði að hljóðvist í viðbyggingunni.
    Ekki liggur fyrir áætlaður kostnaður vegna stofnbúnaðar í viðbyggingu en skipting hans milli ríkis og sveitarfélaga er 60/40. Skólameistari ætlar að leggja fram áætlun um kostnað stofnbúnaðar fyrir næsta fund.

    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.