Bæjarráð Fjallabyggðar

442. fundur 26. apríl 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fræðslustefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407059Vakta málsnúmer

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016, var tekið fyrir erindi deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 14. apríl 2016, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að halda skólaþing og íbúafundi um fræðslu og frístundamál v/endurskoðunar á stefnum bæjarfélagsins.

Bæjarráð samþykkti þá að óska eftir tillögu frá deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að lækkun á áætlunarliðum viðkomandi málaflokka á móti kostnaði vegna íbúafundar og skólaþings.

Lögð fram tillaga deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 22. apríl 2016, sem unnin var í samráði við skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, um að kostnaður við skólaþingið færist á fundarkostnað skólans, (04210-4230)en í áætlun er gert ráð fyrir kr. 290.000 í fundarkostnað.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Rekstur tjaldsvæða 2016

Málsnúmer 1603048Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur tjaldsvæða í Ólafsfirði við Bolla og bedda ehf.

Bæjarráð staðfestir samning.

3.Samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016

Málsnúmer 1603096Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning.

4.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Rætur bs.

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar samþykktir fyrir byggðasamlagið Rætur bs og þjónustusamningur sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks, sem ritað var undir 19. febrúar 2016.

5.Beiðni um launalaust leyfi

Málsnúmer 1604003Vakta málsnúmer

Á 441. fundi bæjarráðs, frá 19. apríl 2016,
frestaði bæjarráð að taka afstöðu til beiðni starfsmanns leikskóla Fjallabyggðar um launalaust ársleyfi, þar til tillaga að launuðum sem og launalausum leyfum starfsmanna lægi fyrir.

Tekið fyrir erindi frá leyfisbeiðanda, dagsett 25. apríl 2016, þar sem þess er óskað að bæjarráð taki afstöðu til beiðninnar um launalaust leyfi sem fyrst, óháð reglum sem eftir er að setja.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

6.Deildarstjórastaða við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 31. mars 2016, þar sem rökstudd er tillaga um 80% stöðu deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2016-2017.

Bæjarráð hafnar beiðninni.

7.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2016

Málsnúmer 1604061Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2016, 10. maí í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar

8.Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2016

Málsnúmer 1604065Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar SÍMEY, 28. apríl 2015 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

9.Argreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015

Málsnúmer 1604054Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett 14. apríl 2016, um arðgreiðslu til Fjallabyggðar, sem samþykkt var á aðalfundi sjóðsins 8. apríl 2016.

Hlutur Fjallabyggðar sem kemur til útborgunar þegar fjármagnstekjuskattur hefur verið dreginn frá er kr. 10.016.496.

10.Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi - Íþróttamiðstöðin á Hóli

Málsnúmer 1604042Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. apríl 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar kt. 670169-1899, til sölu gistingar í Íþróttamiðstöðinni á Hóli, Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

11.Hreyfivika UMFI - 2016

Málsnúmer 1604057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar hvatningarbréf frá Ungmennafélagi Íslands, um þátttöku í hreyfiviku UMFÍ 23. - 29. maí nk.

12.Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 1604059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dagsett 15. apríl 2016, þar sem boðið er upp á að halda skáknámskeið.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

13.Upplýsingar um rekstur vegna dvalar- og eða hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1604027Vakta málsnúmer

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, fól bæjarráð bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn vegna fyrirspurnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framlög til dvalar- og eða hjúkrunarheimila.

Samningaviðræður milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum hafa staðið yfir frá því snemma árs 2015.

Þar sem niðurstaða samningaviðræðna liggur ekki fyrir, er afgreiðslu frestað.

14.Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2016

Málsnúmer 1604064Vakta málsnúmer

18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.

Aðilar voru ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra.

Sveitarfélögin bera sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.

Bæjarráð telur eðlilegt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði með sama hætti og verið hefur, þ.e. hjá sýslumanni.

15.Fundur um úrgangsmál 2. maí 2016

Málsnúmer 1604067Vakta málsnúmer

Eyþing og SSNV boða til fundar um næstu skref í samstarfi sveitarfélaga um úrgangsmál.

Fundurinn verður haldinn á Akureyri, 2. maí 2016

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að sækja fundinn.

16.Upplýsingar um kjördeildarkerfi Þjóðskrár Íslands

Málsnúmer 1604068Vakta málsnúmer

Gengið verður til forsetakosninga 25. júní n.k. og hefur Þjóðskrá Íslands þegar hafið ýmsan undirbúning vegna kosninganna.

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kjördeildarkerfi.

17.Málefni eldri borgara á Siglufirði

Málsnúmer 1604069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði, dagsett 19. apríl 2016, í framhaldi af fundi stjórnar félagsins 29. febrúar s.l.

Bæjarráð samþykkir að viðræðuhópur á vegum félagsmálanefndar taki aftur upp viðræður við félög eldri borgara í Fjallabyggð.
Jafnframt er deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka málið áfram.

Varðandi aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í tengslum við dagdvöl aldraðra.

Varðandi aðstöðu undir púttvöll, þá óskar bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

18.Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 728. mál

Málsnúmer 1604071Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.

Lagt fram til kynningar.

19.Til umsagnar - frá nefndasviði Alþingis, 638. mál

Málsnúmer 1604070Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

20.Flokkun Eyjafjörður ehf. - aðalfundur 2016

Málsnúmer 1604072Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður ehf. fyrir árið 2016 er áætlaður 17. maí nk.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúi bæjarfélagsins verði Ríkharður Hólm Sigurðsson.

21.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2016

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar.

1. fundur stjórnar Hornbrekku 20. janúar 2016.
3. fundur stjórnar Hornbrekku 13. apríl 2016.

22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

13. fundur Ungmennaráðs, 20. apríl 2016.

Fundi slitið.