Ungmennaráð Fjallabyggðar

13. fundur 20. apríl 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Haukur Orri Kristjánsson aðalmaður ungmennaráðs
  • Óskar Helgi Ingvason aðalmaður ungmennaráðs
  • Vaka Rán Þórisdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Tinna Kristjánsdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Anna Día Baldvinsdóttir aðalmaður ungmennaráðs
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Frístundastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407058Vakta málsnúmer

Samþykkt
Óskað er eftir að ungmennaráð tilnefni aðila í vinnuhóp um endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Ungmennaráð samþykkir að Óskar Helgi Ingvason verði fulltrúi ráðsins.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Málsnúmer 1604062Vakta málsnúmer

Samþykkt
Í 9. grein samþykktar um ungmennaráð er kveðið á um að einu sinni á ári skuli haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar með ungmennaráði. Stefnt er á að slíkur fundur verði í byrjun maí. Rætt var um hvaða málefni ætti að taka upp á fundinum. Fundarmenn sammála um að taka til umfjöllunar eftirtalin málefni; aukin fræðsla um eflingu geðheilsu ungra barna, skólamáltíðir, málefni félagsmiðstöðvar, umhverfismál og samgöngur.

3.Málefni ungmennaráða. Hvatningarfundur á Akureyri 2. maí

Málsnúmer 1604041Vakta málsnúmer

Samþykkt
Norræna upplýsingaskrifstofan hefur boðað til hvatningarfundar fyrir ungt fólk á Akureyri 2. maí. Á fundinn kemur Mikkel Vinther ráðgjafi hjá NAU (Netværket af Ungdområd)sem staðsett er í Danmörku. Fundurinn er hugsaður til eflingar ungmennaráðum og annarri stafsemi ungs fólks á sviði menningar og lista á Norður og Norðausturlandi.
Ungmennaráð samþykkir að Haukur Orri, Anna Día og Vaka fari sem fulltrúar ungmennaráðs Fjallabyggðar.

4.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 1602015Vakta málsnúmer

Lagt fram
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin á Selfossi dagana 16. - 18. mars. Yfirskrift ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag. Anna Día Baldvinsdóttir og Tinna Kristjánsdóttir frá ungmennaráði og Birgitta Þorsteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Neon sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Fjallabyggðar. Anna Día og Tinna sögðu frá ráðstefnunni sem var mjög fræðandi og skemmtileg. Þakka þær fyrir það tækifæri að fá að sækja ráðstefnuna.

5.Samantekt ráðstefnunnar "Frítíminn er okkar fag", 16. október 2015

Málsnúmer 1602062Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar skýrsla frá ráðstefnunni ,,Frítíminn er okkar fag" sem var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október 2015.

Fundi slitið.