Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016

Málsnúmer 1605001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á fund bæjarráðs mættu leikskólastjóri Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.
    Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.

    Umsögn leikskólastjóra lögð fram.

    Þau börn sem eru á biðlista munu fá pláss á leikskólanum frá og með 1. júní.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir apríl 2016.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 346,5 m.kr. sem er 100,9% af áætlun tímabilsins sem var 343,3 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 14,6 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 11,4 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 3,2 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.
    Aðal skýring á stöðu deilda umfram áætlun tengist síðustu kjarasamningum og þarf að uppfæra launaáætlun miðað við þá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 98. fundi félagsmálanefndar, 29. apríl 2016, var lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsþjónustu um leiguíbúðir Fjallabyggðar. Eftir umræður um málið vísar félagsmálanefnd málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála, dagsett 27. apríl 2016.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að:

    a) Stefnt skuli að fækkun 10 leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar á næstu árum, úr 54 íbúðum í 44.

    b) Íbúðir í Hvanneyrarbraut 42 og Ólafsvegi 32 verði ekki eyrnamerktar eldri borgurum eins og verið hefur.

    c) Þrjár íbúðir verði settar í söluferli á árinu 2016, auk þeirrar sem þegar hefur verið auglýst til sölu (Aðalgata 52).

    d) Að ákvörðun verði tekin um sölu íbúða á árinu 2017 samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að:

    a) Stefnt skuli að fækkun 10 leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar á næstu árum, úr 54 íbúðum í 44.

    b) Íbúðir í Hvanneyrarbraut 42 og Ólafsvegi 32 verði ekki eyrnamerktar eldri borgurum eins og verið hefur.

    c) Þrjár íbúðir verði settar í söluferli á árinu 2016, auk þeirrar sem þegar hefur verið auglýst til sölu (Aðalgata 52).

    d) Að ákvörðun verði tekin um sölu íbúða á árinu 2017 samhliða gerð fjárhagsáætlunar í haust.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var lagður fram samningur við Golfklúbb Siglufjarðar vegna reksturs á golfvellinum við Hól. Nefndin lagði til við bæjarráð að hann yrði samþykktur.

    Bæjarráð telur að breyta þurfi 7. grein. Samningur gildi til 1. september 2016 þar sem fyrir liggur að leggja þurfi reiðstíga um svæðið í haust og völlurinn því ekki nothæfur eftir það.

    Bæjarráð samþykkir rekstrarsamning svo breyttan og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum rekstrarsamning við Golfklúbb Siglufjarðar um golfvöllinn að Hóli, Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var lagður fram samningur við Golfklúbb Fjallabyggðar vegna reksturs á golfvellinum í Skeggjabrekku.
    Nefndin lagði til við bæjarráð að hann yrði samþykktur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum rekstrarsamning við Golfklúbb Fjallabyggðar um golfvöllinn í Skeggjabrekku, Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, voru til umfjöllunar samningar vegna skólamáltíða, en þeir eru að renna út eftir þetta skólaár.
    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að farið yrði í gerð nýrrar verðkönnunar.

    Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðkönnun og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2015.

    Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2015 var kr. 299,4 milljónir og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 29,9 milljónir kr.

    Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
    Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa til viðauka, breytingu á lántöku vegna snjóflóðavarna að upphæð 3,9 millj. umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2015.

    Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2015 var kr. 299,4 milljónir og er lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 29,9 milljónir kr.

    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun, vegna breytingar á lántöku vegna snjóflóðavarna að upphæð 3,9 millj. umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Bæjarstjóri fór yfir drög að bréfi til aðildarsveitarfélaga vegna starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga, annarsvegar vegna leigusamnings til 5 ára og hinsvegar vegna viðbyggingar við MTR á matar- félags- og fundaraðstöðu fyrir nemendur. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Á 28. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016, var til umfjöllunar samningur um skólaakstur. Í samningnum er ákvæði um að heimilt sé að framlengja honum um eitt ár.
    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að það ákvæði yrði nýtt.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn um eitt ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. maí 2016, hvort þörf sé á leiðbeiningum og/eða samræmdri skráningu á hagsmunatengslum kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi.
    Til að fá yfirsýn yfir stöðuna í sveitarfélögum er þess þess óskað að nokkrum spurningum sé svarað.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu í samræmi við umræður bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Samband íslenskra sveitarfélaga er að hefja nýtt samstarfsverkefni með Stjórnstöð ferðamála í samvinnu við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, um uppbyggingu innviða á ferðamannaleiðum, ferðamannastöðum og ferðamannasvæðum, til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

    Verkefnið lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra tæknideildar sem tengilið bæjarfélagsins við verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar boðun til allra aðildarhafna að Hafnasambandi Íslands, á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði 13.-14. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 29. apríl 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10. maí 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    28. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. maí 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 444. fundar bæjarráðs staðfest á 132. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.