Bæjarstjórn Fjallabyggðar

195. fundur 15. desember 2020 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020

Málsnúmer 2012002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til nóvember 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.093.451.064.- eða 101,26% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til nóvember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Farið yfir lykiltölur í fjárhagsáætlun 2021, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árið 2021.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram skýrsla HLH ráðgjafa um sameiningu slökkviliða Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að hefja formlegar viðræður við Dalvíkurbyggð um sameiningu slökkviliða undir þeim formerkjum að efla brunavarnir á svæðinu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 (markmið, áhættumat, sektir, eignarhald, ofl.).

    Bæjarráð Fjallabyggðar þakkar framlagða umsögn og telur ekki koma til álita að samþykkja frumvarpið og gera það að lögum eins og það liggur fyrir á Alþingi. Í fyrsta lagi er það mat bæjarráðs að með samþykkt þess væri hætta á því að hagsmunum dreifbýlis, þ.m.t. skipulagðra skíðasvæða, verði ekki gætt sem skildi þegar kemur að almannavörnum sökum hættu á ofanflóðum. Í annan stað má leiða líkum að því að tug- ef ekki hundruð milljóna króna skuldbindingar verði færðar yfir á sveitarfélögin af ríkinu, með samþykkt þess. Í þriðja lagi er óljóst með öllu að þeir fjármunir sem ríkið innheimtir á hverju ári í formi skattgreiðslna vegna ofanflóðavarna gangi til verkefnisins eða að sveitarfélögum verði tryggður aðgangur að þeim í tengslum við yfirfærslu á eignarréttindum varnarvirkja frá ríki til sveitarfélaga. Þær skatttekjur eru áætlaðar u.þ.b. kr. 2,7 milljarðar á árinu 2021. Í fjórða lagi er með frumvarpinu ætlunin að gera breytingar á lögum og reglum um skipulagsvald sveitarfélaga, sem yrði að hluta til í sérstökum tilvikum fært yfir til Veðurstofunnar, án þess að þessi breyting á skipulagi sveitarfélaga hafi verið rædd við sveitarfélögin eða þeim kynnt hvernig þessi breyting yrði framkvæmd. Að öðru leyti vísast til framlagðrar umsagnar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögnina á nefndasvið Alþingis sem og að koma henni á framfæri við aðra þá er málið snertir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags 07.12.2020 vegna úrbóta á netumhverfi stofnana og skóla Fjallabyggðar. Einnig lögð fram verkáætlun frá Advania, dags. 14.10.2020.

    Bæjarstjóri og deildarstjóri leggja til við bæjarráð að farið verði í úrbætur á netumhverfi grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðva og að kostnaður kr. 4.184.203 vegna búnaðarkaupa verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 og að gert verði ráð fyrir kostnaði kr. 1.924.930, vegna vinnu við lagfæringu á netumhverfinu, á fjárhagsáætlun 2021.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna búnaðarkaupa kr. 4.184.203 í viðauka nr. 32/2020 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 04210 og lykil 8551 kr. 2.167.566, deild 04110, lykil 8551 kr. 410.000, deild 06510 og lykil 8551 kr. 410.000, deild 04510 og lykil 8551 kr. 410.000, deild 06610 og lykil 8551 kr. 83.091, deild 21400, lykil 8551 kr. 288.091, deild 75210 og lykil 8551 kr. 83.091, deild 33110 og lykil 8551 kr. 166.182, deild 41110 og lykil 8551 kr. 166.182 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð vísar kostnaði vegna vinnu við lagfæringu á netumhverfi kr. 1.924.930 til fjárhagsáætlunar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30.11.2020 er varðar úthlutun byggðakvóta 2020/2021.

    Til úthlutunar koma 46 tonn til Ólafsfjarðar og 140 tonn til Siglufjarðar.

    Bæjarstjóri fór yfir ástæður minni úthlutunar byggðakvóta í Ólafsfjörð. Úthlutun þangað byggir á þeim reglum sem fram koma í reglugerð nr. 731/2020 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021. Þar segir í A-lið 4. gr. að reikna skuli punkta og aflaheimildir taki mið af þeim. Það sem nú gerir mál flóknari er samdráttur í heildaraflaheimildum sem til ráðstöfunar eru í almennum byggðakvóta. En umræddar heimildir fara úr 5.374 þorskígildistonnum í 4.810 þorskígildistonn. Þar sem reglur í E-lið 4. gr. setja hins vegar mörk til viðbótar við skilyrði A-liðar þannig að takmarkanir eru settar á annars vegar skerðingu til byggðarlaga með færri en 400 íbúa þannig að skerðing kemur fram að fullu hjá byggðarlögum yfir 400 íbúa. Reglur í B og C-liðum 4. gr. reglugerðarinnar snúa að samdrætti í vinnslu á rækju og skel og þá er ákveðnum heimildum ráðstafað á grundvelli þessa í 70, 140 eða 210 þorskígildistonna úthlutun ef réttur er til staðar. Þessi úthlutun hefur líka áhrif á það sem kemur til skiptanna skv. A-lið 4. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt reglum F-lið 4. gr. reglugerðarinnar þá er þau byggðarlög sem fá sértækan byggðakvóta ekki skert þannig að þau fá ekki skerðingu á úthlutun sem líka hefur áhrif á það sem kemur til úthlutunar á grundvelli A-liðar 4. gr. reglugerðarinnar.
    Fyrrgreint ber með sér að skerðing er ekki hlutfallsleg milli byggðarlaga og niðurstaðan sú að sum byggðarlög fá töluverða skerðingu á grundvelli punkta útreiknings skv. A-lið 4. gr. öll með yfir 400 íbúa og Ólafsfjörður því ekki einsdæmi í þessu sambandi.
    Breyting á milli ára (hlutfallsleg af heildarráðstöfun) hjá nokkrum byggðarlögum sem eru í svipaðri stöðu og Ólafsfjörður er:
    Stokkseyri -64,2%
    Þorlákshöfn -39,6%
    Garður -46,2%
    Vogar -61,8%
    Ólafsvík -71,0%
    Blönduós -49,0%
    Ólafsfjörður -59,7%

    Vert er að ítreka að samdráttur í tonnum er mismunandi hjá framangreindum byggðarlögum sem og þeir punktar sem hverju byggðarlagi eru reiknaðir sbr. A-lið 4. gr. reglugerðarinnar og úthlutun byggir á.

    Bæjarráð samþykkir að fara þess á leit við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að eftirfarandi sérreglur verði settar í reglugerð 728/2020:

    a)
    Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    b)
    Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020, þó að hámarki 80.000 þorskígildiskíló á bát.

    c)
    Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.


    Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 02.12.2020 þar sem fram kemur að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði 9. júní sl. eftir umsögnum þriggja stofnana og viðkomandi sveitarfélaga um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði.

    Nú óskar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir fjarfundi með fulltrúum stofnana og sveitarfélaga á svæðinu til að fylgja þeim eftir og ræða næstu skref. Fyrirhugað er að fundurinn fari fram í fjarfundi fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 9:00 (Eyjafjörður).
    Óskað er eftir staðfestingu á þátttöku í fundinum, hlekkur á fundinn verður sendur síðar.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Á fund bæjarráðs mætti Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands vegna beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings.

    Anita fór yfir framlagt minnisblað dags. 04.12.2020.

    Bæjarráð þakkar Anítu fyrir minnisblaðið og góða yfirferð. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir endurnýjun á rekstarsamningi við Síldarminjasafnið til eins árs að upphæð kr. 5.500.000. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera drög að samningi við Síldarminjasafnið og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Hauks Sigurðssonar, dags. 03.12.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við holræsakerfi í Ólafsfirði.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 07.12.2020 þar sem fram kemur að hreinsibrunnur við Námuveg hefur verið í notkun í tvö ár. Dælubrunna við Ósinn og framan við Ísfell er stefnt á að taka í notkun fyrir jól. Útrás á að klára á næsta ári og framkvæmdum við fráveitu í Ólafsfirði verður þá lokið.

    Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að dælubrunnar verði teknir í notkun á þessu ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, dags. 04.12.2020 þar sem boðað er til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í fjarfundi kl.13:00 þann 18. desember nk.

    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 04.12.2020 þar sem fram kemur að tilkynna skal ákvörðun sveitarstjórnar um útsvar til ráðuneytisins eigi síðar en 15. desember nk. sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

    Í forsendum fjárhagsáætlunar 2021, var gert ráð fyrir útsvarsprósentu 14,48%.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að senda umbeðnar upplýsingar til ráðuneytisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, dags. 01.12.2020 er varðar bókun sveitarstjórnar vegna Þjóðgarðs á miðhálendinu, dags. 05.11.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 1.15 2003068 Ársþing SSNE 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 01.12.2020 þar sem fram kemur að aukaþing SSNE verður haldið í fjarfundi þann 11. desember nk. frá kl. 8:30-11:30. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir 5 og 6 vegna verksins Bakkabyggð Ólafsfirði - gatnagerð og lagnir frá 9. og 23 nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 25.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27.11.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.
    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 01.12.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 25. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 23. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lögð fram til kynningar 8. stöðuskýrsla Teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 frá 24. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 677. fundur - 8. desember 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    261. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. nóvember sl.
    93. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 30. nóvember sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 677. fundar bæjarráðs staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30. nóvember 2020

Málsnúmer 2011017FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30. nóvember 2020 Nefndin samþykkir framlagða áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30. nóvember 2020 Nefndin vísar til fyrri bókana frá 4. júní, 26. ágúst og 1. október 2020. Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 262. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30. nóvember 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 262. fundur - 30. nóvember 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 262. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020

Málsnúmer 2011016FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020 Undir þessum dagskrárlið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

    Gerð hefur verið könnun á vistunarþörf leikskólanemenda á milli jóla og nýjárs en það eru þrír virkir dagar.

    Svörun foreldra á Leikskálum Siglufirði var 82% og segjast 31% foreldra muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 21 barn). 51% foreldra segjast ekki munu nýta vistun á milli jóla og nýjars. Ekki barst svörun fyrir 18% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara, segja 63.6% nei og 36.4% já við vistunarþörf.

    Svörun foreldra á Leikhólum Ólafsfirði var 58% og segja 23% foreldra að þeir muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 9 börn). 35% sögðust ekki ætla að nýta leikskólaplássið þessa daga. Ekki var svarað fyrir 42% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara segja 61% nei og 39% já.

    Skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er falið að skipuleggja starf leikskólans þessa daga miðað við vistunarþörf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Ekki er á þessum tímapunkti ljóst hvort eða hvernig opið verði í sundlaugar um jól og áramót. Forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra opnunartíma út frá gildandi sóttvarnartakmörkunum þegar nær dregur jólum. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020 Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2020 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.4 2011044 Fundadagatöl 2021
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30. nóvember 2020 Dagsetningar funda í fræðslu- og frístundanefnd á árinu 2021 lagðar fram til kynningar. Að jafnaði mun nefndin funda fyrsta mánudag í hverjum mánuði utan júlí en þá er ekki ráðgerður fundur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 71

Málsnúmer 2011018FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 2. desember 2020 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2021 en frestur til að skila tilnefningum rann út 28. október sl.. Alls bárust tólf tilnefningar og þakkar nefndin íbúum fyrir þær. Útnefning fer fram á nýju ári. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Jón Þorsteinsson söngvara bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn óskar Jóni Þorsteinssyni innilega til hamingju með útnefninguna sem bæjarlistarmaður Fjallabyggðar 2021.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 2. desember 2020 Umsóknir um menningarstyrki fyrir árið 2021 lagðar fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd tekur afstöðu til og úthlutar menningarstyrkjum á fundi sínum í janúar. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 4.3 2011044 Fundadagatöl 2021
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 2. desember 2020 Skipulag funda markaðs- og menningarnefndar á árinu 2021 lagt fram til kynningar. Nefndin samþykkir það með áorðnum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Stjórn Hornbrekku - 23. fundur - 4. desember 2020

Málsnúmer 2011014FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 23. fundur - 4. desember 2020 Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Skipun hópsins er í samræmi við samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu frá í desember 2019. Í hópnum sitja fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins.
    Deildarstjóri og hjúkrunarforstjóri lögðu fram umbeðin gögn um starfsemi og fjárhagsupplýsingar Hornbrekku fyrir árin 2017-2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Stjórn Hornbrekku - 23. fundur - 4. desember 2020 Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram vegna undirbúnings að styttingu vinnuvikunnar. Búið er að ganga frá skipulagi hjá dagvinnufólki og tekur það gildi 1. janúar 2021. Stytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí 2021.
    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.
    Dagskrá Hornbrekku, fyrir aðventuna liggur fyrir í stórum dráttum, en getur tekið breytingum þegar nær dregur jólum.
    Heimsóknartakmarkanir eru enn í gildi, einn aðstandandi hefur kost á á koma annan hvern dag. Ættingjar sem búa í nærsveitarfélögum hafa kost á að koma í heimsókn.
    Hornbrekka hefur skilað lista til Landlæknis um fjölda starfsmanna vegna bólusetningar fyrir COVID.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127

Málsnúmer 2012001FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11. desember 2020 Lagt fram til kynningar erindi frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um stofnun geðheilsuteymis fyrir fólk með þroskahömlun. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið heilsugæslu höfuðborgasvæðisins að leiða stofnun slíks teymis í samvinnu við Landspítala, Reykjavíkurborg, önnur sveitarfélög, Þroskahjálp og aðra þá sem að málinu koma. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11. desember 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11. desember 2020 Farið yfir drög að reglum Fjallabyggðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Styrkupphæð verður 45.000 fyrir hvert barn. Gert er ráð fyrir að félagsmálanefnd mun fjalla um þau ágreiningsmál sem lögð eru fyrir nefndina í samræmi við 4. gr. reglnanna um málsmeðferð. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11. desember 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 6.5 2012029 Jólaaðstoð 2020
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 127. fundur - 11. desember 2020 Trúnaðarmál, erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 195. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna

Málsnúmer 2009047Vakta málsnúmer

Til máls tóku Elías Pétursson bæjarstjóri, S. Guðrún Hauksdóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.

Fyrir fundinn er lögð skýrsla HLH ráðgjafar dags. 4. desember 2020 og bókun bæjarráðs frá 677. fundi ráðsins dags 8. desember sl.. Bæjarstjóri fór yfir málið og skýrði.
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna bæjarstjóra og Tómas Atla Einarsson í formlegan viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögu um niðurstöðu fyrir bæjarstjórn. Lögð er á það rík áhersla að formlegar viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir að stofna viðræðuhóp.

Samþykkt með 6 atkvæðum og Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá.

8.Innsent erindi, tillaga til Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2012033Vakta málsnúmer

Til máls tók Elías Pétursson bæjarstjóri.

Fyrir fundinn er lögð tillaga til landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga ásamt tölvupóstum. Í tillögunni, sem 31 forsvarsaðili 20 sveitarfélaga rita undir, er lagt til að landsþing hafni lögfestingu lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar tekur undir þau meginsjónarmið sem fram koma í framlagðri tillögu. Bæjarstjórn telur affarsælla að sameining sveitarfélaga eigi sér stað með lýðræðislegum hætti og að þar ráði vilji íbúa sem og geta sveitarfélags til að standa undir lögbundnum hlutverkum sínum. Hvort sem sveitarfélagið rækir lögbundin hlutverk sín eitt og sjálft eða í samstarfi með öðrum sveitarfélögum. Einnig telur bæjarstjórn nauðsynlegt að tekjustofnar sveitarfélaga verði styrktir og hlutverk sveitarfélaga sem og kröfur sem til þeirra eru gerðar af hálfu ríkisins verði skýrð þar sem það á við.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða bókun.

9.Fjárhagslegt uppgjör AFE

Málsnúmer 2012030Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Katrínar Sigurjónsdóttur stjórnarformanns Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. dags. 8. desember 2020 vegna slita á AFE og kostnaðar vegna lokauppgjörs.

Hlutur Fjallabyggðar kr. 154.188 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020 sveitarfélagsis.

Bæjarstjórn samþykkir að greiða ofangreinda fjárhæð með 7 atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun 2021 - Seinni umræða

Málsnúmer 2007006Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2021.

Til máls tóku: Helga Helgadóttir, Elías Pétursson, Jón Valgeir Baldursson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir, Elías Pétursson, Tómas Atli Einarsson, Helga Helgadóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:

Áætlaður rekstrarhalli bæjarsjóðs fyrir árið 2021 er 40 mkr.
Útsvarsprósenta er 14.48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára nema álagning íbúðarhúsnæðis lækkar í 0,48 úr 0,49.
Skatttekjur ársins 2021 eru áætlaðar 1.390 mkr., en útkomuspá ársins 2020 er 1.329 mkr.
Heildartekjur 2021 verða 3.071 mkr., en eru áætlaðar 2.918 mkr. í útgönguspá 2020.
Gjöld ársins 2021 eru áætluð 3.097 mkr., en eru 2.805 mkr. fyrir árið 2020.
Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 5.927 mkr. og eigið fé er 3.874 mkr. eða 65% eiginfjárhlutfall.
Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 27% fyrir 2021.
Vaxtaberandi skuldir eru 319 mkr., en voru 345 mkr. árið 2020.
Veltufé frá rekstri er áætlað 261 mkr., sem eru 8,5% af rekstrartekjum.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 154 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a) Endurnýjun gangstétta (40mkr.)
b) Gangstígar (10mkr.)
c) Íþróttamiðstöð Siglufirði, bætt búningsaðstaða fatlaðra (15mkr.)
d) Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurnýjun búningsaðstöðu (19mkr.)

Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er hugað að barnafjölskyldum og starfsemi sem snýr að börnum og unglingum. Verð á máltíðum og hressingum í leik- og grunnskóla verða óbreytt frá líðandi ári. Frístundastyrkir til barna fædd 2003 - 2017 verða hækkaðir, sveitarfélagið bætir í styrk til UÍF vegna barna- og unglingastarfs og í leik- og grunnskóla verður fjármagn sett í þróunarstarf. Almennt munu gjaldskrár hækka um áætlaðar verðlagsbreytingar eða 2,8%.
Áfram verður unnið að Heilsueflandi samfélagi og í anda þess verður áfram gjaldfrjálst í sund og rækt fyrir eldri borgara og öryrkja.

Breytingar á gjaldaliðum fasteignagjalda verða með eftirfarandi hætti:
Fasteignaskattur fyrir íbúðarhúsnæði A-flokkur verður lækkaður í 0,48 úr 0,49.

Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram tíu, febrúar til nóvember.

Afsláttur á fasteignaskatti fyrir eldri borgara og öryrkja verður óbreyttur 70.000 kr.

Einnig verða tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignaskatti fyrir eldri borgara og öryrkja hækkuð verulega og verða sem hér segir:

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.300.000 - 100%
2. 3.300.001 - 3.900.000 - 75%
3. 3.900.001 - 4.525.000 - 50%
4. 4.525.001 - 5.150.000 - 25%
5. 5.150.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 5.000.000 - 100%
2. 5.000.001 - 5.800.000 - 75%
3. 5.800.001 - 6.400.000 - 50%
4. 6.400.001 - 7.000.000 - 25%
5. 7.000.001 - - 0%

Fjallabyggð hefur ekki farið varhluta af áföllum tengdum heimsfaraldri Covid-19 líkt og önnur sveitarfélög í landinu en þrátt fyrir það nýtur sveitarfélagið þess að vera með lágar skuldir og er ekki gert ráð fyrir lántöku á árinu 2021.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegt samstarf í krefjandi árferði.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2021 var samstarf milli allra flokka í Fjallabyggð og er vert að þakka fyrir það.

Bæjarstjóri tók til máls og fór yfir helstu stærðir í framlagðri fjárhagsáætlun. Að aflokinni yfirferð lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi bókun:

Um leið og öllum má vera ljóst að faraldur sá er nú herjar á landið og efnahagsleg áhrif hans hafa áhrif á rekstur Fjallabyggðar rétt eins og annarra sveitarfélaga þá er einnig greinilegt hve miklu skiptir að staða sveitarfélagsins er sterk, skuldir litlar og innviðir góðir. Fjárhagsáætlun sú sem hér hefur verið samþykkt ber merki varkárni og yfirvegunar þeirra er að hafa komið, hið sama á við um þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Þó staða sveitarfélagsins sé sterk þá er ljóst að rekstur komandi árs og ára verður ögrandi verkefni og klárt að neikvæð rekstrarafkoma er ekki valkostur til lengri tíma. Við það verkefni að snúa neikvæðri rekstrarafkomu í jákvæða munum við byggja á sterkum innviðum, góðri stöðu sveitarfélagsins og öflugum mannauð.
En þó undanfarið ár hafi einkennst af ýmissi óáran og verið mörgum erfitt, þá er engin ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðar, ég er þess fullviss að nýtt ár verði sveitarfélaginu bæði farsælt og gott.

Að lokum þakka ég öllu starfsfólki Fjallabyggðar fyrir óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og bæjarstjórn allri fyrir góða viðkynningu og samstarf á árinu sem nú fer að ljúka.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.

Fundi slitið - kl. 19:00.