Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

93. fundur 30. nóvember 2020 kl. 16:30 - 17:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Tómas A. Einarsson varamaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Elías Péturson bæjarstjóri sat fundinn.

1.Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýárs 2020

Málsnúmer 2011043Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Gerð hefur verið könnun á vistunarþörf leikskólanemenda á milli jóla og nýjárs en það eru þrír virkir dagar.

Svörun foreldra á Leikskálum Siglufirði var 82% og segjast 31% foreldra muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 21 barn). 51% foreldra segjast ekki munu nýta vistun á milli jóla og nýjars. Ekki barst svörun fyrir 18% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara, segja 63.6% nei og 36.4% já við vistunarþörf.

Svörun foreldra á Leikhólum Ólafsfirði var 58% og segja 23% foreldra að þeir muni nýta vistun einn dag eða fleiri (samtals 9 börn). 35% sögðust ekki ætla að nýta leikskólaplássið þessa daga. Ekki var svarað fyrir 42% barna. Ef eingöngu eru taldir þeir sem svara segja 61% nei og 39% já.

Skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar er falið að skipuleggja starf leikskólans þessa daga miðað við vistunarþörf.

2.Opnunartími sundlauga um jól og áramót 2020

Málsnúmer 2011051Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Ekki er á þessum tímapunkti ljóst hvort eða hvernig opið verði í sundlaugar um jól og áramót. Forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra opnunartíma út frá gildandi sóttvarnartakmörkunum þegar nær dregur jólum.

3.Niðurstöður samræmdra prófa haust 2020

Málsnúmer 2011050Vakta málsnúmer

Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2020 lagðar fram til kynningar.

4.Fundadagatöl 2021

Málsnúmer 2011044Vakta málsnúmer

Dagsetningar funda í fræðslu- og frístundanefnd á árinu 2021 lagðar fram til kynningar. Að jafnaði mun nefndin funda fyrsta mánudag í hverjum mánuði utan júlí en þá er ekki ráðgerður fundur.

Fundi slitið - kl. 17:25.