Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

262. fundur 30. nóvember 2020 kl. 16:30 - 17:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2007005Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2021.
Nefndin samþykkir framlagða áætlun.

2.Bleyta í lóðum við Hafnartún 8 og 10 Siglufirði

Málsnúmer 2005056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá eigendum Hafnartúns 8 og 10 á Siglufirði vegna bleytu í lóðum.
Nefndin vísar til fyrri bókana frá 4. júní, 26. ágúst og 1. október 2020.

3.Eyrargata 16 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2011038Vakta málsnúmer

Eigendur Eyrargötu 16 á Siglufirði óska eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Erindi samþykkt.

4.Ósk um leyfi fyrir skýli að Eyrargötu 8

Málsnúmer 2011042Vakta málsnúmer

Byggingafélagið Berg óskar leyfis fyrir hönd eigenda Eyrargötu 8 til þess að reisa skýli yfir inngang að norðanverðu.
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.