Bæjarstjórn Fjallabyggðar

185. fundur 20. maí 2020 kl. 17:00 - 19:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
 • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi fór af fundi 17:45

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020

Málsnúmer 2004005FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi Halldóru Konráðsdóttur fh. hluta sumarbústaðaeigenda í Hólkoti Ólafsfirði, dags. 06.04.2020 þar sem óskað er eftir því að þeir sumarhúsaeigendur sem fengu heitt vatn á sínum tíma fái tengt kalt vatn sem fyrst.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.04.2020 þar sem fram kemur að heitt vatn var lagt að öllum sumarhúsum í Hólkoti árið 2018 ásamt lögnum fyrir kalt vatn sem sumarhúsaeigendur geta tengst inn á.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagður fram verksamningur um endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. ásamt uppfærðri verk- og kostnaðaráætlun.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að sækja um endurgreiðslu í skipulagssjóð vegna vinnu við aðalskipulag Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram tilboð og verklýsing Consello tryggingaráðgjafar vegna útboðs í vátryggingar hjá sveitarfélaginu dags. 24.03.2020. Áætlaður kostnaður Consello er kr. 1.100.000.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar dags. 07.04.2020 þar sem fram kemur að vátryggingar sveitarfélagsins þarf að bjóða út á EES svæðinu. Lagt er til að gengið verði til samninga við Consello ehf. sem hefur mikla reynslu af að bjóða út tryggingar fyrir sveitarfélög samkvæmt upptalningu í verklýsingu.

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samning við Consello ehf. vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagsins og að kostnaður kr. 1.100.000 verði settur í viðauka nr. 8/2020 og bókist á málaflokk 21810, lykil 4391 og verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til mars 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið .

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.04.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið „Endurgerð leikskólalóðar“ í Ólafsfirði þriðjudaginn 14. apríl sl.. Eftirfarandi tilboð bárust:
  Sölvi Sölvason 43.984.200
  Smári ehf. 47.744.467
  Kostnaðaráætlun var 38.965.803

  Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar.
  Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

  Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Á 184. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn tillögu meirihluta þess efnis að vísa afgreiðslu 647. fundar bæjarráðs á málinu Líkamsræktarstöð - Leigja tæki og tól til endurskoðunar í bæjarráði í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða líklega ekki opnaðar í bráð.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi Vals Þórs Hilmarssonar, dags. 31.03.2020 er varðar framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2020, einkum og sér í lagi áætlun um uppbyggingu keppnisvallar með gervigrasi.

  Í lok erindis varpar bréfritari fram eftirfarandi spurningum:

  -
  Liggur fyrir greining á þörf fyrir keppnisvöll með gervigrasi?
  -
  Var ákvörðunin um uppbyggingu gervigrasvallar tekin út frá kynjaðri fjárhagsáætlun?
  -
  Liggur fyrir fullnægjandi kostnaðaráætlun vegna heildar framkvæmdarinnar?
  -
  Hver er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður eftir framkvæmdina?
  -
  Hefur verið skoðað hvaða aðrir kostir eru í stöðunni og hver sá kostnaður mögulega væri þ.m.t. rekstrarkostnaður?

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna drög að svari og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar, dags. 26.03.2020 þar sem fram kemur að stofnunin hefur staðfest áætlun Fjallabyggðar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014. Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi frá Ríkisskattstjóra, dags. 02.04.2020 vegna útsvarshlutfalls við álagningu 2020, vegna tekna á árinu 2019. Óskað er eftir upplýsingum um endanlegt útsvarshlutfall en sveitarfélögum er heimilt að breyta áður ákvörðuðu útsvarshlutfalli.

  Bæjarráð staðfestir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,48% líkt og samþykkt var í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 07.04.2020 þar sem fram kemur að Aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem boðað var til fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík, var frestað um óákveðinn tíma með tölvupósti þann 16. mars 2020. Samkvæmt samþykktum Lánasjóðsins ber að halda aðalfund fyrir lok apríl ár hvert. Í ljósi aðstæðna á landinu öllu og ákvörðun Almannavarna um að framlengja samkomubanni til 4. maí, þá muni ekki nást að halda fund á þeim tíma sem segir í samþykktum. Samkvæmt 84. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög skal halda aðalfund eigi síðar en innan átta mánaða frá lokun hvers reikningsár eða fyrir lok ágúst. Nýr fundardagur verður tilkynntur til allra sveitarstjórna þegar samkomubanni hefur verið aflétt.

  Þá hefur Stjórn Lánasjóðsins ákvað á fundi sínum 9. mars 2020 að leggja til við aðalfund að ekki verði greiddur út arður til hluthafa vegna afkomu 2019. Þessi ákvörðun var tekin til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjárs. Stjórnin sér fram á að lækkun á eigin fjárstöðu sjóðsins geti orðið takmarkandi þáttur við að þjónusta stærstu hluthafa sína á næstu árum.
  Lánasjóður sveitarfélaga er nú sem áður, til staðar fyrir sveitarfélög landsins og stofnanir þeirra við að tryggja þeim lánsfé á hagstæðum kjörum til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Fjárhagsstaða sjóðsins er sterk og geta hans til að afla lánsfjár á markaði er góð. Sjóðurinn hefur þegar hækkað áætlun sína um skuldabréfaútgáfu fyrir árið 2020 vegna væntinga um aukna eftirspurn eftir lánum. Fyrir utan hefðbundið lánsframboð þá getur Lánasjóðurinn veitt lán til að fjármagna afborganir ársins af skuldabréfaflokkum sínum ásamt því að veita skammtímalán eða lán af eigin fé sem bjóða uppá aukinn sveigjanleika.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands dags. 15.04.2020 þar sem Markaðsstofa Norðurlands vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Átakið hefur tvíþættan tilgang - annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi. Markaðsstofan hefur nú þegar frétt af áformum nokkurra sveitarfélaga um að gera eitthvað í þessa veru. Með því að sameina kraftana undir einum hatti er hægt að auka slagkraft verkefnisins út á við og nýta í markaðssetningu. Hugmynd að útfærslu verkefnisins er að sveitarfélög noti næstu vikur til þess að undirbúa átakið, þannig að í byrjun maí væri hægt að tilkynna um þetta sameiginlega átak í fréttum og á samfélagsmiðlum. Framkvæmdin færi svo að mestu fram í júní og meðan á henni stæði, væri hægt að birta myndir af starfinu frá mismunandi stöðum þar sem verið væri að vinna - halda þannig kynningunni lifandi á meðan á verkefninu stendur. Í lok júní yrði svo ákveðinn dagur sem markar enda átaksins, með n.k. uppgjöri á afrakstrinum - hversu margar nýjar gönguleiðir voru merktar o.s.frv. Jafnframt yrði vísað á gagnagrunninn þar sem hægt verður að finna upplýsingar um allar þessar leiðir á aðgengilegan hátt. Auðvitað er hægt að vinna áfram að uppbyggingu og merkingu leiða eftir þessa lokadagsetningu, en átakinu sem slíku væri formlega lokið. Sveitarfélög eru hvött til þess að staðfesta þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl nk.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar vinnuhóps um viðspyrnu sveitarfélagins vegna Covid - 19.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 07.04.2020, þar sem fram kemur að vegna mikillar óvissa um áætlaðar tekjur í Jöfnunarsjóð á árinu 2020 verður að framkvæma nýja greiðsluáætlun vegna framlaga ársins 2020. Ljóst er að tekjur sjóðsins muni lækka nokkuð í ár miðað við fyrri spár. Þar sem erfitt er að spá fyrir um þróun skatttekna ríkissjóðs og útsvarstekna sveitarfélaga verður ekki unnt að gefa út nýja greiðsluáætlun fyrir sjóðinn vegna ársins 2020 fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Í kjölfarið verða framlög ársins 2020 enduráætluð. Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram erindi Íslenska gámafélagsins (ÍGF), dags 17.04.2020, þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur gert áætlun vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í heimsfaraldri eins og nú geisar og gert verklagsreglur vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs í heimsfaraldri. Þar kemur fram að flokkaður úrgangur sem berst á móttökustöðvar skuli geymdur í tvær vikur áður en hann er flokkaður.
  Til að viðhalda góðri flokkun á meðan neyðarstig almannavarna varir og tryggja að endurvinnsluhráefnin komist til endurvinnslu leggur ÍGF til að kostnaði við geymslu hráefnisins verði skipt jafnt á milli sveitarfélagsins og ÍGF. Kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa yrði því 8,46 kr/kg.

  Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Íslenska gámafélagsins. Aukin kostnaður, ef til kemur, rúmast að svo stöddu innan fjárhagsáætlunar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21. apríl 2020 Lagt fram yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir landið allt frá 20. janúar 2020 til 20. maí 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkað starfshlutfall 7% í mars en verður samkvæmt áætlun 15.9% í apríl og 13.5% í maí. Bókun fundar Afgreiðsla 648. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020

Málsnúmer 2004008FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna öryggismála í jarðgöngum á Tröllaskaga, í framhaldi af bréfi forstjóra vegagerðarinnar dags. 5. júlí 2019 (sent 30. september 2019).

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á forstjóra Vegagerðarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 20.04.2020 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi" mánudaginn 20. apríl sl..
  Eftirfarandi tilboð bárust:
  Smári ehf. kr. 23.979.390
  Sölvi Sölvason kr. 26.897.300
  Kostnaðaráætlun var kr. 29.660.500
  Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

  Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Smára ehf. í verkið Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi.

  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lögð fram greinargerð Vegagerðarinnar vegna forathugunar á nýjum jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Greinargerðin er unnin í framhaldi af fjárveitingu Alþingis til rannsókna sem voru í samgönguáætlun vegna áranna 2017 og 2018. Rannsóknin var unnin á árunum 2018 og 2019 og lokið við framlagða greinargerð í mars 2020, eftir að bæjarstjóri hafði gengið eftir málinu. Í greinargerð Vegagerðarinnar er lagt til að ný göng liggi úr botni Hólsdals Siglufjarðarmegin að rótum Skælings á móts við Lambanes í Fljótum, lengd gangna er áætluð 5,2 km með vegskálum.

  Bæjarráð fagnar framkominni greinargerð vegna forathugunar á jarðgöngum frá Siglufirði yfir í Fljót og leggur ríka áherslu á að áfram verði haldið rannsóknum og í framhaldinu hönnun þessa mikilvæga samgöngumannvirkis.

  Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við Vegagerðina og þingmenn kjördæmisins og vinna áfram að málinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 þar sem deildarstjóri og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óska eftir því við bæjarráð að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar, sem bæjarráð samþykkti til reynslu í eitt ár fyrir skólaárið 2019-2020, verði gerðar til frambúðar þ.e. að í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði teymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum.

  Bæjarráð samþykkir að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar verði til frambúðar og felur deildarstjóra og skólastjóra að auglýsa stöður tveggja deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lögð fram drög að þjónustusamningi Fjallabyggðar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði árið 2020

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Á 648.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að endurskoða synjun á erindi um leigu á tækjum og tólum úr líkamsræktum sveitarfélagsins í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða ekki opnaðar almenningi í bráð.
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 ásamt lista yfir handlóð og ketilbjöllur sem hægt væri að leigja út en fyrir liggur að nemendur unglingadeildar Grunnskóla Fjallabyggðar munu nýta aðstöðu, tæki og tól líkamsræktar í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að leigja út handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði. Útleigu verði háttað með eftirfarandi hætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
  - Lóð verða ekki leigð nema í 2-3 vikur til að byrja með og þau þurfi að vera komin í hús 20. maí, þar sem nú bendir flest til þess að líkamsræktarsalir opni í lok maí.
  - Leiguverð pr. stykki verður 500 kr. fyrir vikuna. 2 handlóð eru þá leigð á 1000 kr. pr. viku.
  - Deildarstjóra er falið að útbúa eyðublað, „leigusamning“ þar sem fram koma ákvæði um ábyrgð hvað varðar skemmdir eða annað tjón, t.d. ef lóð glatast. Leigjendur leggja fram númer greiðslukorts á samninginn til tryggingar fyrir tjóni.
  - Greiðslufyrirkomulag, greitt verður eftir á með útsendum reikningum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 27.04.2020 þar sem fram kemur að laun barna, 13-16 ára, í vinnuskóla taka mið af kjarasamningi Einingar Iðju. Taka þarf ákvörðun um orlofsprósentu sem hingað til hefur verið 10,17% en samkvæmt nýjum kjarasamningi hækkar prósentan í 13,04% hjá öllum launþegum.

  Deildarstjóri leggur til að orlof verði 13,04% hjá þessum aldursflokk í stað 10,17%, eins og er í nýjum kjarasamningi Einingar Iðju.

  Bæjarráð samþykkir að orlofsprósenta barna í vinnuskóla verði 13,04% í samræmi við kjarasamning Einingar Iðju.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.04.2020, vegna lokaáfanga ljósleiðaratengingar í Ólafsfirði, þar sem lagt er til að tenging verði lögð í starfsstöðvar sveitarfélagsins í Ægisgötu, Strandgötu og við Námuveg. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.

  Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22.04.2020, er varðar umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.04.2020 þar sem fram koma alvarlegar afleiðingar Covid-19 á starfsemi hönnuða og arkitekta samkvæmt könnun sem Hönnunarmiðstöð Íslands framkvæmdi dagana 7.-14. apríl sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28. apríl 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 16. og 18. mars sl. og 6. og 21. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 649. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020

Málsnúmer 2004010FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til apríl 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 68.636.674 eða 90,03% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 30.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á fjármáladeild ásamt greiningu Motus á stöðu innheimtu í Fjallabyggð, dags. 29.04.2020 frá janúar 2019 til mars 2020.
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 29.04.2020 er varðar stöðuskýrslu félagsmáladeildar vegna Covid-19.
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála, dags. 29.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á stöðu fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

  Bæjarráð þakkar greinagóða yfirferð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram yfirlýsing eigenda af borholum fyrir kalt neysluvatn í landi Hólkots, nánar tiltekið fyrir sumarhús í landi Hólkots, dags. 29.04.2020 þar sem eigendur afsala sér eignarrétti á borholum til Fjallabyggðar.

  Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki að sér uppbyggingu og rekstur vatnsveitu fyrir sumarhús í landi Hólkots. Eigendum sumarhúsa býðst að fá nýja heimæð gegn greiðslu stofngjalds kr. 140.000 og að fyrrum eigendur borholanna verði boðin 50% afsláttur af ofangreindu stofngjaldi fyrir heimtaug.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Á 684. fundi bæjarráðs fól bæjarráð bæjarstjóra að svara erindi Vals Þórs Hilmarssonar varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

  Lögð fram drög að svarbréfi bæjarstjóra til Vals Þórs Hilmarssonar vegna erindis hans varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Fjallabyggðar um samning um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa.

  Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29.04.2020 þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi á fundi sínum, þann 24. apríl sl. ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.

  Framlög tengd yfirfærslu fatlaðs fólks og grunnskólans sem byggja á staðgreiðslu útsvars í sjóðinn verða með óbreyttu sniði mánaðarmótin apríl/maí. Sá hluti tekna er tilheyrir yfirfærslu fatlaðs fólks og byggir á skatttekjum ríkissjóðs verður enduráætlaður síðar.

  Að óbreyttu mun sjóðnum berast ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum og verður þá unnt að enduráætla framlög ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar drög að viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra vegna loftmengunar samkvæmt 20. gr. reglugerðar nr. 787/1999.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 30.04.2020, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 124. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 30. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020

Málsnúmer 2005003FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram drög að ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Bæjarstjóri fór yfir helstu kennitölur.
  Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikning 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til apríl 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.05.2020 þar sem fram kemur að leitað hafi verið áætlunar í hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði frá Landmótun og Landslagi. Lagt er til að gengið verði til samninga við Landmótun um hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði, útfærslu á torgum og görðum ásamt frágangi og ásýnd á gangstéttum, bílastæðum og vistgötum.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Landmótun vegna hönnunar á miðbæjarskipulagi á Siglufirði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
  Kostnaður kr. 6.699.734 er vísað til viðauka við framkvæmdaráætlun 2020.

  Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2020 að upphæð kr. 6.699.734 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram drög að þjónustusamningum um kortasjár og kortagrunn við Loftmynd. Kortasjá er lykill að aðgengi íbúa að ýmsum upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins, t.d. teikningum af húsum, legu vatnsveitu, fráveitu og lóðarmarka. Kortagrunnur er uppfærsla á loftmyndum af þéttbýlinu.
  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að undirrita þjónustusamningana fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.05.2020 þar sem fram kemur að kostnaður vegna viðgerða af völdum vatnstjóns í þjónustuhúsi tjaldsvæðis á Siglufirði er kr. 1.200.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna vatnsleka í þjónustuhúsi til viðauka nr. 10/2020 kr. 500.000 á lykil 13620-4960 og kr. 700.000 á lykil 13620-4981 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra f.h. starfshóps um viðbrögð vegna Covid-19, dags. 09.05.2020 ásamt fylgiskjölum, þar sem lagðar eru fram tillögur starfshóps um aðgerðaráætlun bæjarfélagsins vegna Covid-19 um endurskoðun framkvæmdaráætlunar ársins ásamt viðhaldsverkefnum í eignarsjóði. Í framlögðu skjali er lagt til að eftirtöldum verkefnum á samþykktri framkvæmdaáætlun verði frestað þar til efnahagslegar afleiðingar Covid-19 verða betur ljósar.
  Verkefnin eru: Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75 mkr.), lóð Tjarnarborg (20 mkr.), geislatæki á vatnsból Múlalindar (10 mkr.), Bakkabyggð - gatnagerð, lokið við frágang vinnusvæðis og framkvæmdum svo hætt (10 mkr.), Aðalgata - Vetrarbraut, holræsi (30 mkr).

  Lagt er til að aukið verði við framboð á smærri viðhalds- og úrbótaverkefnum eftir því sem aðstæður leyfa og samfélagsleg þörf er fyrir.

  Lagt er til að 20 mkr. til viðbótar þeim 10 mkr. sem áður hafði verið ráðstafað verði varið í ýmis umhverfisverkefni. Lögð verði áhersla á tiltekt og snyrtingar svæða ásamt lagfæringum á tjaldsvæðum bæjarfélagsins. Hvað varðar tjaldsvæði þá er lagt til að upp verði komið ásættanlegri aðstöðu til þvotta o.þ.h. á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði. Tæknideild verði falið að setja fram áætlun byggða á ofantöldu og framlögðu skjali.

  Að frátöldum verkefnum hér að ofan þá eru fjölmörg verkefni sem komin eru í gang eða eru á áætlun en þar má stærst telja.
  Fyrsta áfanga viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Siglufjarðar (125 mkr.), lagnir og útrás í Hvanneyrarkrók (81,5 mkr.), endurnýjun á lóð Leikhóla (39 mkr.), endurnýjun veitna í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi (30 mkr.), útrás holræsakerfis við smábátahöfnina á Ólafsfirði (25 mkr.) og stígagerð t.d. við Ólafsfjarðarvatn (15 mkr.).
  Ofantalin verkefni og önnur sem tilgreind eru, eru fjölbreytt með aðkomu flestra stétta sem að verklegum framkvæmdum koma.
  Vegna óvissu um þróun efnahagsmála sem og atvinnuástands þá setur stýrihópur þann fyrirvara að mögulega verði einhver verkefni geymd eða klárist ekki á árinu enda verða verkefnin sett út á markað með hliðsjón af mikilvægi og samfélagslegum áhrifum.
  Í framlögðu skjali kemur fram það mat starfshópsins að með þessum tillögum sé vel gætt fjárhagsstöðu bæjarsjóðs en um leið sé þess gætt að nægt verkefnaframboð sé fyrir hendi til handa verktökum og iðnaðarmönnum á svæðinu. Starfshópurinn leggur á það ríka áherslu á að vel verði hugað að tímasetningu verkefna og samfélagslegum áhrifum þeirra.
  Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Kjarnabyggðar ehf., dags. 24.04.2020 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um uppbyggingu á malarvellinum á Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að boða forsvarsaðila Kjarnabyggðar á fund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Veiðifélagsins Fnjóskár og Stangveiðifélagsins Flúða fh. veiðifélaga við Eyjafjörð, dags. 07.04.2020 til bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa í Eyjafirði vegna Sjókvíaeldis á laxi í Eyjafirði Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar, dags. 30.04.2020 þar sem óskað er eftir fríum aðgangi að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn. Námskeiðið hefur verið vel sótt en venjulega taka öll leikskólabörn á Siglufirði þátt, sem á annað borð eru heima þegar það fer fram. Í ár fer námskeiðið fram mánudaginn 8. júní til 19. júní að undanskildum miðvikudeginum 17. júní. Tímasetning námskeiðsins gæti breyst vegna þess ástands sem er í þjóðfélaginu. Foreldrar geta notað frístundaávísanir sveitarfélagsins til að greiða námskeiðsgjaldið en námskeiðið er einn af fáum viðburðum í sveitarfélaginu fyrir þennan aldurshóp og því mikilvægt að frístundaávísanir geti nýst fyrir námskeiðsgjaldið. Frír aðgangur að sundlauginni er grunnurinn í því að við getum haldið námskeiðsgjaldinu í lágmarki.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar, dags. 04.05.2020 þar sem fram kemur að kvenfélagið hyggst hefjast handa við að koma fyrir árituðum minningarsteini til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði vegna 100 ára afmælis, á lóð sem kvenfélagið hefur fengið úthlutað við Strandgötu í Ólafsfirði.

  Í framhaldi af bókun 581. fundar bæjarráðs hefur umhverfi kringum minningarsteininn verið skipulagt í samstarfi við kvenfélagið.

  Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.500.000.

  Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvenfélagið Æskuna um framkvæmdina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Fjallasala ses., dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Ólafsfirði verði flutt úr bókasafninu í Pálshús. Áætlað er að hafa safnið opið allt árið um kring, einnig um helgar þannig að þjónusta upplýsingamiðstöðvar yrði aukin auk þess sem staðsetning Pálshúss er talin heppilegri en sú sem fyrir er.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlega kosti og galla þess að flytja upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn úr bóksasafninu í Pálshús.
  Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék undir þessum lið af fundi.

  Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hallarinnar ehf., kt. 520606-1490, Hafnargötu 16, Ólafsfirði um rekstarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum, flokkur III.

  Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Þórunnar Þórðardóttur fh. landeiganda að Siglunesi 4,5 og 6, dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um stöðu framkvæmda vegna sjóvarna á Siglunesi, þ.e. frágangs vegna rasks sem orðið hefur á efnistökusvæði og á vegi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig skilyrði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um frágang á svæðinu hafi verið uppfyllt. Samkvæmt skipulagslögum hefur sveitarfélagið eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi sbr. 16. gr. laganna.

  Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við ábyrgðarmann verksins hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar í samræmi við þau skilyrði sem sett voru fyrir framkvæmdaleyfinu af skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann 11. des. 2014 og samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar fh. Selvíkur ehf., dags. 06.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort áætlun Ofanflóðanefndar, skv. bréfi Utanríkisráðuneytisins frá 01.11.2011, um að vinnu við gerð ofanflóðavarna sveitarfélaga verði lokið fyrir árið 2020. Í bréfi ráðuneytisins er staðfest að ofanflóðanefnd áætli að reisa upptakastoðvirki á svæðinu Fífudalur-norður til að verja hluta svæðis innan deiliskipulags Snorragötu á Siglufirði innan fimm ára. Áætlanir Ofanflóðanefndar voru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari og leggja fyrir næsta fund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Magnúsar Vers Magnússonar fh. félags Kraftamanna, dags. 06.05.2020 þar sem fram kemur að stefnt sé að því að halda aflraunamótið Norðurlands jakann dagana 28.-30. ágúst nk. á norðurlandi. Sveitarfélaginu er boðið að taka þátt og óskað eftir styrk í formi gistingar, aðgangs í sund og máltíðar auk peningastyrks að upphæð kr. 200.000.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að sveitarfélagið tók þátt árið 2018.

  Bæjarráð þakkar erindið en samþykkir að sitja hjá að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Ólafs Snorra Helgasonar fh. Hringbrautar Fjölmiðils, dags. 07.05.2020 þar sveitarfélaginu er boðið að kynna Fjallabyggð í nýrri þáttaröð sem fer af stað í lok maí og kallast „Bærinn minn“.
  Þættirnir verða átta talsins og verður fjallað um eitt bæjarfélag í hverjum þætti, auk þess verða þættirnir auglýstir á öllum miðlum Torgs ( Fréttablaðinu, DV, frettabladid.is, hringbraut.is, dv.is og Hringbraut). Innifalið í pakkanum er m.a. sjónvarpsþáttur, handritsgerð, kynningarmyndbönd og fl.. Kostnaður er kr. 1.000.000.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur fh. N4, dags. 06.05.2020 þar sem sveitarfélaginu er boðið að kynna Fjallabyggð í þáttaröð sem N4 er að gera og nefnist „Uppskrift að góðum degi“ og fjallar um hvernig hægt er að njóta dagsins í Fjallabyggð og unnið stutt kynningarefni sem sveitarfélagið og aðrir hagsmunaaðilar geta sett á heimasíður sínar eða aðra samfélagsmiðla. Kostnaður er kr. 1.000.000.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Vinnumálastofnunar, dags. 12.05.2020 ásamt umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að sveitarfélagið sendi inn ósk um stuðning við 20 sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda til Vinnumálastofnunar fyrir komandi sumar og var úthlutað 10 störfum í allt að tvo mánuði, enda staðfest að námsmaður sé á milli anna í námi og hafi náð 18 ára aldri. Kostnaður Fjallabyggðar við hvert starf, laun og launatengd gjöld, er kr. 322.804.

  Bæjarráð felur deildarstjórum að vinna málið áfram í samræmi við leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun og auglýsa allt að tíu ný sumarstörf námsmanna á heimasíðu sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.05.2020 að beiðni Samhæfingarstöðvar almannavarna er varðar fyrirkomulag hátíða í ljósi þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna samkomubanns vegna farsótta samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 21. apríl sl.

  Einnig lögð fram bókun 64. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem fram kemur að vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum, leggur markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið.

  Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum og 17. júní hátíðarhöldum vegna þeirra takmarkana sem nú eru í gildi um fjölda og fjarlægðir milli einstaklinga á samkomum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Anítu Elefsen fh. Síldarminjasafnsins, dags. 05.05.2020 er varðar áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á starfsemi safnsins og óskað eftir því að sveitarfélagið muni líta til þess að aðgerðir vegna heimsfaraldurs muni styðja við starfsemi safnsins í ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem safnið stendur frammi fyrir m.a. vegna afbókana skemmtiferðaskipa og áætlunar um fækkun gesta sem koma á eigin vegum og bóka ekki fyrirfram. Áætlað er að tekjutap muni nema 70% af áætluðum tekjum ársins. Óskað er eftir stuðningi í formi beins fjárframlags, sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 4.21 2005025 Fréttabréf SSNE
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra (SSNE) í apríl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020 fyrir 8. júní nk.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 4.23 2005044 Púttvöllur
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Ingvars Á. Guðmundssonar fh. félags eldri borgara á Siglufirði, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir styrk til þess að ljúka við gróðurlag púttvallar að upphæð kr. 1.745.000. Framkvæmdarkostnaður á árinu 2019 vegna jarðvegsvinnu nam kr. 1.727.529 sem greiddur var af félaginu m.a. með styrk úr Samfélagssjóði SPS. Félagið áætlar að leggja til greiðslu vegna geymsluhúss og annarrar aðstöðu ásamt búnaði við völlinn sem áætluð er kr. 772.471.-

  Bæjarráð samþykkir að styrkja Félag eldri borgara til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 08.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 06.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 06.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
  64. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 6. maí sl.
  85. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4. maí sl.
  253. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. maí sl.
  20. fundur Skólanefndar tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 8. maí sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur - 19. maí 2020

Málsnúmer 2005005FVakta málsnúmer

 • 5.1 2005044 Púttvöllur
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Á 651. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að styrkja Félag eldri borgara á Siglufirði til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og fól bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að koma með tillögu að útfærslu styrks. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.745.000
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020, þar sem lagt er til að styrkurinn kr. 1.745.000 verði greiddur til félagsins í beinni greiðslu.

  Bæjarráð samþykkir að vísa styrk kr. 1.745.000 til viðauka nr. 11/2020 og bókist á opin svæði, á deild 11410, lykil 9291 sem mætt verði með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir tillögu að útfærslu styrks til Kvenfélagsins Æskunnar vegna umsóknar um aðstoð bæjarfélagsins vegna kostnaðar við umhverfi minningarsteins. Áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000.-
  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020 þar sem lagt er til að tæknideild fari með umsjón og framkvæmd verkefnisins.

  Bæjarráð samþykkir að umsjón og framkvæmd verkefnisins verði hjá tæknideild og að kostnaður við umhverfi við minningarstein, kr. 1.500.000. verði settur í viðauka nr. 12/2020 á opin svæði, deild 11410, lykill 4960 og verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna umsóknar Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar um frían aðgang að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.05.2020

  Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi frírra afnota af sundlauginni á Siglufirði fyrir sundnámskeið leikskólabarna.

  Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela fræðslu-, og frístundanefnd að útfæra reglur/viðmið um gjald fyrir afnot af sundlaug og líkamsræktarsal fyrir þjálfun og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur, fh. Greiðrar leiðar ehf., dags. 12.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. verður haldinn 27.05.2020 kl. 12:30 í fundarsal SSNE, Hafnarstræti 91, Akureyri.

  Bæjarstjóri mun mæta á fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagt fram erindi Kára Kaaber fh. Málræktarsjóðs, dags. 13.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 12. júní kl. 15.30 í fundarsalnum Kötlu á Hótel Sögu. Fjallabyggð á einn fulltrúa, óskað er eftir tilnefningu á fundinn fyrir 29.05.2020.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 12.05.2020 þar sem fram kemur að félagið á 50 ára afmæli á árinu. Af því tilefni hyggst klúbburinn standa fyrir kynningarstarfsemi, nýliðakennslu, láta endurhanna merki félagsins og útbúa félagsfána. Þá stendur til að halda opið golfmót á Siglógolf vellinum 18. júní nk. þar sem áætlað er að þátttakendur verði á milli 70-80 talsins en þar sem um afmælismót er að ræða er ekki gert ráð fyrir tekjum. Óskar klúbburinn eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu svo að unnt verði að standa straum af því sem ætlað er að gera á afmælisárinu og til að halda fyrirhugað golfmót.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum GKS og veita umsögn um erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 5.7 2004054 Aðalfundarboð AFE
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. AFE, dags. 15.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur AFE verður haldinn 20.05.2020 kl. 15 í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Óskað er eftir því að sveitarfélög tilkynni fulltrúa á fundinn.

  Því miður kemst enginn frá Fjallabyggð þar sem bæjarstjórnarfundur er á sama tíma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags 12.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

  Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 27. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 21. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 652. fundur -19. maí 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
  1. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon frá 8. maí sl.
  113. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 12. maí sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 652. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020

Málsnúmer 2004006FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt til kynningar minnisblað/atburðalýsing hafnarvarðar vegna tjóns á vigtarhúsi á Siglufirði. Tjón varð á þakkanti og hefur málinu verið vísað til tryggingarfélags ökutækisins sem á húsið ók. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lögð til kynningar umsögn Fjallabyggðar vegna máls nr. 55/2020, uppbygging innviða í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni er bent á að sjóvarnir bæði á Siglufirði og Ólafsfirði stórskemmdust í óveðrinu í desember og þarf að ráðast í endurbætur á þeim strax í sumar svo afstýra megi frekara tjóni. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt til kynningar erindi til aðildarhafna Hafnarsambands Íslands frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 07.04.2020. Erindið varðar fyrirspurn um orkuskipti í höfnum. Einnig er fram lagt svar hafnarstjóra dags 08.04 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt erindi sent fyrir hönd Landhelgisgæslu og varðar uppfærslu á leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19 Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lögð samantekt yfirhafnarvarðar vegna landaðs afla með samanburði við fyrra ár.

  2020 - Siglufjörður 3.503 tonn í 119 löndunum, Ólafsfjörður 125 tonn í 109 löndunum.
  2019 - Siglufjörður 5.893 tonn í 271 löndunum, Ólafsfjörður 177 tonn í 162 löndunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir rekstraryfirlit hafnarsjóðs vegna fyrstu þriggja mánuði ársins og samanburð við fyrra ár. Tekjur eru 3,6% hærri en áætlun gerði ráð fyrir en mun lægri en samtímatekjur fyrra árs. Launakostnaður er 20% hærri en áætlun gerði ráð fyrir en 10% lægri en samtímalaunakostnaður fyrra árs. Rekstrargjöld alls eru 12% lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða er 3 mkr. betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða alls er 3 mkr. betri en áætlun gerði ráð fyrir en 1 mkr lakari en samtímaniðurstaða fyrra árs. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fundargerðir 421. fundar Hafnasambands Íslands og 22. fundar Siglingaráðs.
  Fundargerðir lagðar fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020

Málsnúmer 2005004FVakta málsnúmer

 • 7.1 2004006 Umhverfisátak 2020
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Í framhaldi af bókun skipulags- og umhverfisnefndar undir lið 2 á dagskrá 253. fundar nefndarinnar vill hafnarstjórn taka undir bókun nefndarinnar og beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við deiliskipulag hafnarsvæðis á Ólafsfirði, samhliða deiliskipulagi sem skilgreint er í bókun nefndarinnar. Einnig beinir hafnarstjórn því til bæjarstjórnar að metnir verði kostir og gallar þess að útvíkka skilgreint hafnarsvæði yfir á þau svæði þar sem nú er hafnsækin starfsemi og eða telja má til áhrifasvæðis hafnarinnar.
  Bókun fundar Til máls tók Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Yfirhafnarvörður fór yfir áætluð sumarleyfi starfsmanna og stöðu afleysingar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Deildarstjóri tæknideildar og yfirhafnarvörður fóru yfir og skýrðu fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald við Fjallabyggðarhafnir á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Farið yfir hugmyndir að umhverfisbótum á hafnarsvæðum, lögð áhersla á úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Yfirhafnarvörður fór yfir fyrirkomulag sorphirðu á hafnarsvæðum sem og fyrirkomulag innheimtu gjalda.
  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að funda með Íslenska gámafélaginu vegna sorphirðu við Fjallabyggðarhafnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 vegna opnunartíma hafnarvoga í Fjallabyggð.
  Hafnarstjórn fór yfir opnunartíma Fjallabyggðarhafna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 12. maí 2020 Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar vegna ráðningar hafnarvarða.
  Hafnarstjórn fór yfir málið og erindið rætt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar hafnarstjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Stjórn Hornbrekku - 20. fundur - 24. apríl 2020

Málsnúmer 2004007FVakta málsnúmer

 • Stjórn Hornbrekku - 20. fundur - 24. apríl 2020 Frá 7. mars 2020 hafa allar heimsóknir verið bannaðar á Hornbrekku að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Þar sem íbúar Hornbrekku eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. Auk þess voru gerðar breytingar á skipulagi hjá starfsfólki og innanhús.
  Frá 4. maí 2020 verða gerðar tilslakanir á heimsóknarbanni og verða heimsóknir leyfðar inn á Hornbrekku með ákveðnum takmörkunum. Hjúkrunarforstjóri mun skipuleggja heimsóknir þannig að hver íbúi fái heimsókn einu sinni í viku frá nánasta ættingja 18 ára og eldri, og einungis verður einn ættingi í heimsókn á heimilinu á hverjum tíma. Búið er að senda ættingjum bréf varðandi tilslakanir á heimsóknarbanni 4. maí 2020 og nánari skipulag verður sent til þeirra um miðja næstu viku. Þar kemur fram heimsóknartími, hvernig þeir eiga að bera sig að í heimsókninni, sóttvarnir og mikilvægi þess að koma alls ekki í heimsókn ef viðkomandi er í sóttkví, einangrun eða eru slappir. Einnig eru ættingjar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna fyrir heimsókn. Hafa þarf í huga að þó mikið hefur áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni.

  Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020 en hafa verður í huga að ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma. Munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 30. apríl 2020

Málsnúmer 2004009FVakta málsnúmer

 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124 Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram minnisblað um Covid-19 stöðuskýrslu félagsþjónustunnar. Í samræmi við boðaðar tilslakanir á samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí nk., verður starfi félagsþjónustunnar smám saman komið í fyrra horf. Verður þetta gert af varfærni og með áherslu á verja þá sem eru í áhættuhópum gegn smiti, sem og starfsmenn sem sinna þjónustunni. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar félagsmálanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar félagsmálanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 124 Lagt fram erindi frá félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, þar sem auglýst er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög UNICEF. Verkefnið hefur til þessa verið innleitt í þremur sveitarfélögum en langir biðlistar hafa skapast. Með stuðningi félags- og barnamálaráðherra mun nú öllum sveitarfélögum á landinu standa til boða að gerast barnvæn sveitarfélög á næstu árum. Félagsmálanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að sækja um þátttöku í verkefninu. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar félagsmálanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020

Málsnúmer 2004012FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Erindi hefur borist frá Sunnu Eir Haraldsdóttur hjúkrunardeildarstjóra Hornbrekku og móður leikskólabarns þar sem hún óskar eftir að fólki verði gert kleift að taka vikuna umfram hefðbundna lokun á öðrum tíma, t.d. í júní og í öðru lagi óskar hún eftir að skoðað verði hvort tíminn sem leikskólanum er lokað í framtíðinni hitti ekki alltaf á sömu vikurnar frá ári til árs.
  Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn frá leikskólastjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið sem lögð yrði fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Til máls tóku Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttur og Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Skólastjóri leikskólans fór yfir stöðuna í leikskólanum og hvernig starfið er hugsað framundan en ljóst er að ýmsir liðir í hefðbundnu vorstarfi verða með öðrum hætti en fyrri ár.

  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundarnefnda staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans.
  Skólastjórnendur fóru yfir skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundarnefnda staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Halldóra M. Elíasdóttir fulltrúi kennara.
  Skólastjóri grunnskólans fór yfir stöðuna í grunnskólanum og hvernig starfið er hugsað framundan en ljóst er að ýmsir liðir í hefðbundnu vorstarfi verða með öðrum hætti en fyrri ár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 10.6 2004071 Vinnuskóli 2020
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 4. maí 2020 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir skipulag vinnuskólans sumarið 2020. Skipulag skólans er með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður auglýstur þegar nær dregur. Smíðaskóli verður haldinn í báðum byggðarkjörnum og er fyrir börn sem lokið hafa 1. bekk (yngst) - 7. bekk (elst) grunnskólans. Áætlað er að hann verði frá 6. - 24. júlí og verði með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s. fyrstu tvær vikurnar er hann mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og í þriðju viku bætist finmmtudagur við. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020

Málsnúmer 2004011FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Nefndin samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu 19726, Hól við Ólafsfjarðarveg frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021, í samráði við landeigendur. Tæknideild falið að skoða betur staðsetningu námu 19901 á Lágheiði, hvort hún falli innan sveitarfélagsmarka Fjallabyggðar. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 11.2 2004006 Umhverfisátak 2020
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Tæknideild falið að fylgja málinu eftir með hreinsun á þeim svæðum sem fjallað var um. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að farið verði í að vinna deiliskipulag af skilgreindu hafnarsvæði í Ólafsfirði að Strandgötu, Múlaveg og Námuveg. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

  Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Nefndin samþykkir stækkun á glugga til suðurs en gerir þá kröfu að fyllt verði upp í raufar undir nýjum glugga til samræmis við núverandi útlit undir gamla glugganum. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Nefndin samþykkir að farið verði í að malbika áningastaðinn í sumar. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Erindi samþykkt og samráð verði haft við tæknideild varðandi staðsetningu og frágang. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Nefndin samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Nefndin samþykkir tillöguna og felur tæknideild að auglýsa. Bókun fundar Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku Nanna Árnadóttir, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 253. fundur - 6. maí 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson, Nanna Árnadóttir, Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Helga Helgadóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu til Skipulags- og umhverfisnefndar og felur nefndinni að endurskoða hámarkshraða í íbúagötum.

12.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020

Málsnúmer 2005001FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020 Elías Pétursson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti tillögur að markaðsátaki í Fjallabyggð fyrir sumarið 2020. Haldnir hafa verið samráðsfundir við hópa ferðaþjónustuaðila og fimmtudaginn 7. maí verður opinn fundur í Tjarnarborg um sama málefni. Markaðs- og menningarnefnd fagnar framtakinu og hvetur ferðaþjónustuaðila til dáða. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020 Lagt fram til kynningar og umræða tekin um leiðbeiningarnar. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020 Umræðu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020 Markaðsstofa Norðurlands hefur nú kallað eftir því að Fjallabyggð leggi til fimm mikilvæg verkefni til uppbyggingar ferðamannastaða hjá sveitarfélaginu. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmyndir að þeim verkefnum sem til greina kemur að senda inn í áfangastaðaáætlunina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 64. fundur - 6. maí 2020 Vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum leggur Markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

13.Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 1. fundur - 8. maí 2020

Málsnúmer 2005002FVakta málsnúmer

 • 13.1 2005011 Hlutverk vinnuhóps
  Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 1. fundur - 8. maí 2020 Lögð fram tillaga að hlutverki vinnuhóps og skiptingu verkþátta.

  Vinnuhópurinn samþykkir að vinna eftir þessu verkþáttaplani.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði NEON staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
 • 13.2 2005012 Starfsemi Neon
  Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 1. fundur - 8. maí 2020 Vinnuhópur óskar eftir eftirfarandi upplýsingum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

  -Yfirlit yfir starfsemi Neon
  -Upplýsingum um þátttöku nemenda
  -Að gerð verði ný könnun þar sem nemendur eru spurðir varðandi þeirra óskir um framtíðarhúsnæði og starfsemi félagsmiðstöðvar.

  Að þessar upplýsingar verði berist innan tveggja vikna.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir og Helgi Jóhannsson.

  Afgreiðsla 1. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði NEON staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

14.Fundargerðir TÁT 2020

Málsnúmer 2002028Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 20. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003083Vakta málsnúmer

Seinni umræða
Á 184. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð til síðari umræðu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð og að samþykktin verði send hið fyrsta til lögregluyfirvalda, Vegagerðar og til birtingar í b-deild stjórnartíðinda.

16.Ársreikningur Fjallabyggð 2019

Málsnúmer 2005030Vakta málsnúmer

Til máls tóku Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sveitarfélagsins, S. Guðrún Hauksdóttir, og Helgi Jóhannsson.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikning Fjallabyggðar 2019 til seinni umræðu með 7 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:45.