Lögreglusamþykkt Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003083

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 184. fundur - 15.04.2020

Á 646. fundi bæjarráðs þann 31.03.2020 var samþykkt tillaga að breytingu á 9. grein Lögreglusamþykktar Fjallabyggðar og var henni vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð til síðari umræðu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 185. fundur - 20.05.2020

Seinni umræða
Á 184. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð til síðari umræðu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Fjallabyggð og að samþykktin verði send hið fyrsta til lögregluyfirvalda, Vegagerðar og til birtingar í b-deild stjórnartíðinda.