Bæjarráð Fjallabyggðar

652. fundur 19. maí 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Púttvöllur

Málsnúmer 2005044Vakta málsnúmer

Á 651. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að styrkja Félag eldri borgara á Siglufirði til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og fól bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að koma með tillögu að útfærslu styrks. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.745.000
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020, þar sem lagt er til að styrkurinn kr. 1.745.000 verði greiddur til félagsins í beinni greiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa styrk kr. 1.745.000 til viðauka nr. 11/2020 og bókist á opin svæði, á deild 11410, lykil 9291 sem mætt verði með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Kvenfélagið Æskan óskar eftir aðstoð bæjarfélagsins að kosta umhverfi minningarsteins

Málsnúmer 1811022Vakta málsnúmer

Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir tillögu að útfærslu styrks til Kvenfélagsins Æskunnar vegna umsóknar um aðstoð bæjarfélagsins vegna kostnaðar við umhverfi minningarsteins. Áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000.-
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 18.05.2020 þar sem lagt er til að tæknideild fari með umsjón og framkvæmd verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að umsjón og framkvæmd verkefnisins verði hjá tæknideild og að kostnaður við umhverfi við minningarstein, kr. 1.500.000. verði settur í viðauka nr. 12/2020 á opin svæði, deild 11410, lykill 4960 og verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Aðgangur vegna sundnámskeiðs

Málsnúmer 2005001Vakta málsnúmer

Á 651. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna umsóknar Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar um frían aðgang að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 15.05.2020

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi frírra afnota af sundlauginni á Siglufirði fyrir sundnámskeið leikskólabarna.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela fræðslu-, og frístundanefnd að útfæra reglur/viðmið um gjald fyrir afnot af sundlaug og líkamsræktarsal fyrir þjálfun og leggja fyrir bæjarráð.

4.Fundir - Greið leið ehf

Málsnúmer 2002044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur, fh. Greiðrar leiðar ehf., dags. 12.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. verður haldinn 27.05.2020 kl. 12:30 í fundarsal SSNE, Hafnarstræti 91, Akureyri.

Bæjarstjóri mun mæta á fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

5.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2020

Málsnúmer 2005046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kára Kaaber fh. Málræktarsjóðs, dags. 13.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 12. júní kl. 15.30 í fundarsalnum Kötlu á Hótel Sögu. Fjallabyggð á einn fulltrúa, óskað er eftir tilnefningu á fundinn fyrir 29.05.2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

6.50 ára afmæli Golfklúbbs Siglufjarðar - styrkumsókn

Málsnúmer 2005047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 12.05.2020 þar sem fram kemur að félagið á 50 ára afmæli á árinu. Af því tilefni hyggst klúbburinn standa fyrir kynningarstarfsemi, nýliðakennslu, láta endurhanna merki félagsins og útbúa félagsfána. Þá stendur til að halda opið golfmót á Siglógolf vellinum 18. júní nk. þar sem áætlað er að þátttakendur verði á milli 70-80 talsins en þar sem um afmælismót er að ræða er ekki gert ráð fyrir tekjum. Óskar klúbburinn eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu svo að unnt verði að standa straum af því sem ætlað er að gera á afmælisárinu og til að halda fyrirhugað golfmót.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að funda með forsvarsmönnum GKS og veita umsögn um erindið.

7.Aðalfundarboð AFE

Málsnúmer 2004054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. AFE, dags. 15.05.2020 þar sem fram kemur að aðalfundur AFE verður haldinn 20.05.2020 kl. 15 í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Óskað er eftir því að sveitarfélög tilkynni fulltrúa á fundinn.

Því miður kemst enginn frá Fjallabyggð þar sem bæjarstjórnarfundur er á sama tíma.

8.Frá nefndasviði Alþingis - mál til umsagnar

Málsnúmer 2005035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags 12.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

9.Fundargerðir Hafnarsamband Íslands

Málsnúmer 2003065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 27. apríl sl.

10.Fundargerð 6. stjórnarfundar SSNE

Málsnúmer 2002062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 21. febrúar sl.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
1. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon frá 8. maí sl.
113. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 12. maí sl.

Fundi slitið - kl. 10:15.