Hafnarstjórn Fjallabyggðar

113. fundur 12. maí 2020 kl. 17:00 - 18:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Umhverfisátak 2020

Málsnúmer 2004006Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulags- og umhverfisnefndar undir lið 2 á dagskrá 253. fundar nefndarinnar vill hafnarstjórn taka undir bókun nefndarinnar og beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við deiliskipulag hafnarsvæðis á Ólafsfirði, samhliða deiliskipulagi sem skilgreint er í bókun nefndarinnar. Einnig beinir hafnarstjórn því til bæjarstjórnar að metnir verði kostir og gallar þess að útvíkka skilgreint hafnarsvæði yfir á þau svæði þar sem nú er hafnsækin starfsemi og eða telja má til áhrifasvæðis hafnarinnar.

2.Fjallabyggðarhafnir, sumarleyfi og afleysingar

Málsnúmer 2005033Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir áætluð sumarleyfi starfsmanna og stöðu afleysingar.

3.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2020 - 2021

Málsnúmer 2005034Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar og yfirhafnarvörður fóru yfir og skýrðu fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald við Fjallabyggðarhafnir á árinu 2020.

4.Umhverfisumbætur og hirðing svæða við Fjallabyggðarhafnir

Málsnúmer 2005037Vakta málsnúmer

Farið yfir hugmyndir að umhverfisbótum á hafnarsvæðum, lögð áhersla á úrbætur.

5.Sorphirða á hafnarsvæðum

Málsnúmer 1911006Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir fyrirkomulag sorphirðu á hafnarsvæðum sem og fyrirkomulag innheimtu gjalda.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að funda með Íslenska gámafélaginu vegna sorphirðu við Fjallabyggðarhafnir.

6.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

7.Erindi vegna opnunartíma hafnarvoga í fjallabyggð

Málsnúmer 2001082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar dags. 25. janúar 2020 vegna opnunartíma hafnarvoga í Fjallabyggð.
Hafnarstjórn fór yfir opnunartíma Fjallabyggðarhafna.

8.Erindi vegna ráðningar hafnarvarðar.

Málsnúmer 2001081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Andra Viðars Víglundssonar vegna ráðningar hafnarvarða.
Hafnarstjórn fór yfir málið og erindið rætt.

Fundi slitið - kl. 18:55.