Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

64. fundur 06. maí 2020 kl. 17:00 - 18:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ída M. Semey boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Tillögur að markaðsátaki að loknu Covid-19

Málsnúmer 2004007Vakta málsnúmer

Elías Pétursson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti tillögur að markaðsátaki í Fjallabyggð fyrir sumarið 2020. Haldnir hafa verið samráðsfundir við hópa ferðaþjónustuaðila og fimmtudaginn 7. maí verður opinn fundur í Tjarnarborg um sama málefni. Markaðs- og menningarnefnd fagnar framtakinu og hvetur ferðaþjónustuaðila til dáða.

2.Leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og fl.

Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræða tekin um leiðbeiningarnar.

3.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Umræðu frestað til næsta fundar.

4.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2020

Málsnúmer 2003002Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands hefur nú kallað eftir því að Fjallabyggð leggi til fimm mikilvæg verkefni til uppbyggingar ferðamannastaða hjá sveitarfélaginu. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmyndir að þeim verkefnum sem til greina kemur að senda inn í áfangastaðaáætlunina.

5.Hátíðir í Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 2005019Vakta málsnúmer

Vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum leggur Markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið.

Fundi slitið - kl. 18:45.