Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020

Málsnúmer 2005003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 185. fundur - 20.05.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram drög að ársreikningi Fjallabyggðar fyrir árið 2019. Bæjarstjóri fór yfir helstu kennitölur.
    Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikning 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til apríl 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.05.2020 þar sem fram kemur að leitað hafi verið áætlunar í hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði frá Landmótun og Landslagi. Lagt er til að gengið verði til samninga við Landmótun um hönnun á miðbæjarskipulagi á Siglufirði, útfærslu á torgum og görðum ásamt frágangi og ásýnd á gangstéttum, bílastæðum og vistgötum.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Landmótun vegna hönnunar á miðbæjarskipulagi á Siglufirði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
    Kostnaður kr. 6.699.734 er vísað til viðauka við framkvæmdaráætlun 2020.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2020 að upphæð kr. 6.699.734 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram drög að þjónustusamningum um kortasjár og kortagrunn við Loftmynd. Kortasjá er lykill að aðgengi íbúa að ýmsum upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins, t.d. teikningum af húsum, legu vatnsveitu, fráveitu og lóðarmarka. Kortagrunnur er uppfærsla á loftmyndum af þéttbýlinu.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að undirrita þjónustusamningana fyrir hönd sveitarfélagsins. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.05.2020 þar sem fram kemur að kostnaður vegna viðgerða af völdum vatnstjóns í þjónustuhúsi tjaldsvæðis á Siglufirði er kr. 1.200.000.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði vegna vatnsleka í þjónustuhúsi til viðauka nr. 10/2020 kr. 500.000 á lykil 13620-4960 og kr. 700.000 á lykil 13620-4981 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra f.h. starfshóps um viðbrögð vegna Covid-19, dags. 09.05.2020 ásamt fylgiskjölum, þar sem lagðar eru fram tillögur starfshóps um aðgerðaráætlun bæjarfélagsins vegna Covid-19 um endurskoðun framkvæmdaráætlunar ársins ásamt viðhaldsverkefnum í eignarsjóði. Í framlögðu skjali er lagt til að eftirtöldum verkefnum á samþykktri framkvæmdaáætlun verði frestað þar til efnahagslegar afleiðingar Covid-19 verða betur ljósar.
    Verkefnin eru: Gervigrasvöllur Ólafsfirði (75 mkr.), lóð Tjarnarborg (20 mkr.), geislatæki á vatnsból Múlalindar (10 mkr.), Bakkabyggð - gatnagerð, lokið við frágang vinnusvæðis og framkvæmdum svo hætt (10 mkr.), Aðalgata - Vetrarbraut, holræsi (30 mkr).

    Lagt er til að aukið verði við framboð á smærri viðhalds- og úrbótaverkefnum eftir því sem aðstæður leyfa og samfélagsleg þörf er fyrir.

    Lagt er til að 20 mkr. til viðbótar þeim 10 mkr. sem áður hafði verið ráðstafað verði varið í ýmis umhverfisverkefni. Lögð verði áhersla á tiltekt og snyrtingar svæða ásamt lagfæringum á tjaldsvæðum bæjarfélagsins. Hvað varðar tjaldsvæði þá er lagt til að upp verði komið ásættanlegri aðstöðu til þvotta o.þ.h. á tjaldsvæðinu á Ólafsfirði. Tæknideild verði falið að setja fram áætlun byggða á ofantöldu og framlögðu skjali.

    Að frátöldum verkefnum hér að ofan þá eru fjölmörg verkefni sem komin eru í gang eða eru á áætlun en þar má stærst telja.
    Fyrsta áfanga viðbyggingar við Íþróttamiðstöð Siglufjarðar (125 mkr.), lagnir og útrás í Hvanneyrarkrók (81,5 mkr.), endurnýjun á lóð Leikhóla (39 mkr.), endurnýjun veitna í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi (30 mkr.), útrás holræsakerfis við smábátahöfnina á Ólafsfirði (25 mkr.) og stígagerð t.d. við Ólafsfjarðarvatn (15 mkr.).
    Ofantalin verkefni og önnur sem tilgreind eru, eru fjölbreytt með aðkomu flestra stétta sem að verklegum framkvæmdum koma.
    Vegna óvissu um þróun efnahagsmála sem og atvinnuástands þá setur stýrihópur þann fyrirvara að mögulega verði einhver verkefni geymd eða klárist ekki á árinu enda verða verkefnin sett út á markað með hliðsjón af mikilvægi og samfélagslegum áhrifum.
    Í framlögðu skjali kemur fram það mat starfshópsins að með þessum tillögum sé vel gætt fjárhagsstöðu bæjarsjóðs en um leið sé þess gætt að nægt verkefnaframboð sé fyrir hendi til handa verktökum og iðnaðarmönnum á svæðinu. Starfshópurinn leggur á það ríka áherslu á að vel verði hugað að tímasetningu verkefna og samfélagslegum áhrifum þeirra.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Kjarnabyggðar ehf., dags. 24.04.2020 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um uppbyggingu á malarvellinum á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að boða forsvarsaðila Kjarnabyggðar á fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Veiðifélagsins Fnjóskár og Stangveiðifélagsins Flúða fh. veiðifélaga við Eyjafjörð, dags. 07.04.2020 til bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa í Eyjafirði vegna Sjókvíaeldis á laxi í Eyjafirði Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Önnu Maríu Björnsdóttur, Maríu Jóhannsdóttur og Óskars Þórðarsonar, dags. 30.04.2020 þar sem óskað er eftir fríum aðgangi að sundlauginni á Siglufirði til að halda sundnámskeið fyrir leikskólabörn. Námskeiðið hefur verið vel sótt en venjulega taka öll leikskólabörn á Siglufirði þátt, sem á annað borð eru heima þegar það fer fram. Í ár fer námskeiðið fram mánudaginn 8. júní til 19. júní að undanskildum miðvikudeginum 17. júní. Tímasetning námskeiðsins gæti breyst vegna þess ástands sem er í þjóðfélaginu. Foreldrar geta notað frístundaávísanir sveitarfélagsins til að greiða námskeiðsgjaldið en námskeiðið er einn af fáum viðburðum í sveitarfélaginu fyrir þennan aldurshóp og því mikilvægt að frístundaávísanir geti nýst fyrir námskeiðsgjaldið. Frír aðgangur að sundlauginni er grunnurinn í því að við getum haldið námskeiðsgjaldinu í lágmarki.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar, dags. 04.05.2020 þar sem fram kemur að kvenfélagið hyggst hefjast handa við að koma fyrir árituðum minningarsteini til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði vegna 100 ára afmælis, á lóð sem kvenfélagið hefur fengið úthlutað við Strandgötu í Ólafsfirði.

    Í framhaldi af bókun 581. fundar bæjarráðs hefur umhverfi kringum minningarsteininn verið skipulagt í samstarfi við kvenfélagið.

    Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 1.500.000.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Kvenfélagið Æskuna um framkvæmdina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Fjallasala ses., dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Ólafsfirði verði flutt úr bókasafninu í Pálshús. Áætlað er að hafa safnið opið allt árið um kring, einnig um helgar þannig að þjónusta upplýsingamiðstöðvar yrði aukin auk þess sem staðsetning Pálshúss er talin heppilegri en sú sem fyrir er.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa um hugsanlega kosti og galla þess að flytja upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn úr bóksasafninu í Pálshús.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hallarinnar ehf., kt. 520606-1490, Hafnargötu 16, Ólafsfirði um rekstarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum, flokkur III.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Þórunnar Þórðardóttur fh. landeiganda að Siglunesi 4,5 og 6, dags. 05.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um stöðu framkvæmda vegna sjóvarna á Siglunesi, þ.e. frágangs vegna rasks sem orðið hefur á efnistökusvæði og á vegi. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig skilyrði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um frágang á svæðinu hafi verið uppfyllt. Samkvæmt skipulagslögum hefur sveitarfélagið eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefið framkvæmdaleyfi sbr. 16. gr. laganna.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við ábyrgðarmann verksins hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar í samræmi við þau skilyrði sem sett voru fyrir framkvæmdaleyfinu af skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar þann 11. des. 2014 og samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Róberts Guðfinnssonar fh. Selvíkur ehf., dags. 06.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort áætlun Ofanflóðanefndar, skv. bréfi Utanríkisráðuneytisins frá 01.11.2011, um að vinnu við gerð ofanflóðavarna sveitarfélaga verði lokið fyrir árið 2020. Í bréfi ráðuneytisins er staðfest að ofanflóðanefnd áætli að reisa upptakastoðvirki á svæðinu Fífudalur-norður til að verja hluta svæðis innan deiliskipulags Snorragötu á Siglufirði innan fimm ára. Áætlanir Ofanflóðanefndar voru gerðar með fyrirvara um fjárheimildir.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari og leggja fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Magnúsar Vers Magnússonar fh. félags Kraftamanna, dags. 06.05.2020 þar sem fram kemur að stefnt sé að því að halda aflraunamótið Norðurlands jakann dagana 28.-30. ágúst nk. á norðurlandi. Sveitarfélaginu er boðið að taka þátt og óskað eftir styrk í formi gistingar, aðgangs í sund og máltíðar auk peningastyrks að upphæð kr. 200.000.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að sveitarfélagið tók þátt árið 2018.

    Bæjarráð þakkar erindið en samþykkir að sitja hjá að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Ólafs Snorra Helgasonar fh. Hringbrautar Fjölmiðils, dags. 07.05.2020 þar sveitarfélaginu er boðið að kynna Fjallabyggð í nýrri þáttaröð sem fer af stað í lok maí og kallast „Bærinn minn“.
    Þættirnir verða átta talsins og verður fjallað um eitt bæjarfélag í hverjum þætti, auk þess verða þættirnir auglýstir á öllum miðlum Torgs ( Fréttablaðinu, DV, frettabladid.is, hringbraut.is, dv.is og Hringbraut). Innifalið í pakkanum er m.a. sjónvarpsþáttur, handritsgerð, kynningarmyndbönd og fl.. Kostnaður er kr. 1.000.000.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur fh. N4, dags. 06.05.2020 þar sem sveitarfélaginu er boðið að kynna Fjallabyggð í þáttaröð sem N4 er að gera og nefnist „Uppskrift að góðum degi“ og fjallar um hvernig hægt er að njóta dagsins í Fjallabyggð og unnið stutt kynningarefni sem sveitarfélagið og aðrir hagsmunaaðilar geta sett á heimasíður sínar eða aðra samfélagsmiðla. Kostnaður er kr. 1.000.000.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Vinnumálastofnunar, dags. 12.05.2020 ásamt umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að sveitarfélagið sendi inn ósk um stuðning við 20 sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda til Vinnumálastofnunar fyrir komandi sumar og var úthlutað 10 störfum í allt að tvo mánuði, enda staðfest að námsmaður sé á milli anna í námi og hafi náð 18 ára aldri. Kostnaður Fjallabyggðar við hvert starf, laun og launatengd gjöld, er kr. 322.804.

    Bæjarráð felur deildarstjórum að vinna málið áfram í samræmi við leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun og auglýsa allt að tíu ný sumarstörf námsmanna á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.05.2020 að beiðni Samhæfingarstöðvar almannavarna er varðar fyrirkomulag hátíða í ljósi þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna samkomubanns vegna farsótta samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 21. apríl sl.

    Einnig lögð fram bókun 64. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem fram kemur að vegna þeirra takmarkana sem nú gilda um fjölda og fjarlægðar milli einstaklinga á samkomum, leggur markaðs- og menningarnefnd til að Trilludagar verði ekki haldnir í ár. Að höfðu samráði við umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda leggur nefndin einnig til að þeim verði aflýst þetta árið.

    Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum og 17. júní hátíðarhöldum vegna þeirra takmarkana sem nú eru í gildi um fjölda og fjarlægðir milli einstaklinga á samkomum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Anítu Elefsen fh. Síldarminjasafnsins, dags. 05.05.2020 er varðar áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á starfsemi safnsins og óskað eftir því að sveitarfélagið muni líta til þess að aðgerðir vegna heimsfaraldurs muni styðja við starfsemi safnsins í ljósi þeirra rekstrarerfiðleika sem safnið stendur frammi fyrir m.a. vegna afbókana skemmtiferðaskipa og áætlunar um fækkun gesta sem koma á eigin vegum og bóka ekki fyrirfram. Áætlað er að tekjutap muni nema 70% af áætluðum tekjum ársins. Óskað er eftir stuðningi í formi beins fjárframlags, sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .21 2005025 Fréttabréf SSNE
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram til kynningar fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra (SSNE) í apríl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.05.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020 fyrir 8. júní nk.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .23 2005044 Púttvöllur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi Ingvars Á. Guðmundssonar fh. félags eldri borgara á Siglufirði, dags. 11.03.2020 þar sem óskað er eftir styrk til þess að ljúka við gróðurlag púttvallar að upphæð kr. 1.745.000. Framkvæmdarkostnaður á árinu 2019 vegna jarðvegsvinnu nam kr. 1.727.529 sem greiddur var af félaginu m.a. með styrk úr Samfélagssjóði SPS. Félagið áætlar að leggja til greiðslu vegna geymsluhúss og annarrar aðstöðu ásamt búnaði við völlinn sem áætluð er kr. 772.471.-

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Félag eldri borgara til framkvæmda á gróðurlagi púttvallar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að koma með tillögu að útfærslu styrks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 08.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 06.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 06.05.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 651. fundur - 14. maí 2020 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    64. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 6. maí sl.
    85. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4. maí sl.
    253. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. maí sl.
    20. fundur Skólanefndar tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 8. maí sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 651. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum