Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020

Málsnúmer 2004010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 185. fundur - 20.05.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til apríl 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 68.636.674 eða 90,03% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 30.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á fjármáladeild ásamt greiningu Motus á stöðu innheimtu í Fjallabyggð, dags. 29.04.2020 frá janúar 2019 til mars 2020.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 29.04.2020 er varðar stöðuskýrslu félagsmáladeildar vegna Covid-19.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála, dags. 29.04.2020 er varðar áhrif Covid-19 á stöðu fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Bæjarráð þakkar greinagóða yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram yfirlýsing eigenda af borholum fyrir kalt neysluvatn í landi Hólkots, nánar tiltekið fyrir sumarhús í landi Hólkots, dags. 29.04.2020 þar sem eigendur afsala sér eignarrétti á borholum til Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki að sér uppbyggingu og rekstur vatnsveitu fyrir sumarhús í landi Hólkots. Eigendum sumarhúsa býðst að fá nýja heimæð gegn greiðslu stofngjalds kr. 140.000 og að fyrrum eigendur borholanna verði boðin 50% afsláttur af ofangreindu stofngjaldi fyrir heimtaug.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Á 684. fundi bæjarráðs fól bæjarráð bæjarstjóra að svara erindi Vals Þórs Hilmarssonar varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

    Lögð fram drög að svarbréfi bæjarstjóra til Vals Þórs Hilmarssonar vegna erindis hans varðandi uppbyggingu gervigrasvallar í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Fjallabyggðar um samning um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram til kynningar erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29.04.2020 þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi á fundi sínum, þann 24. apríl sl. ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.

    Framlög tengd yfirfærslu fatlaðs fólks og grunnskólans sem byggja á staðgreiðslu útsvars í sjóðinn verða með óbreyttu sniði mánaðarmótin apríl/maí. Sá hluti tekna er tilheyrir yfirfærslu fatlaðs fólks og byggir á skatttekjum ríkissjóðs verður enduráætlaður síðar.

    Að óbreyttu mun sjóðnum berast ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum og verður þá unnt að enduráætla framlög ársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar drög að viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra vegna loftmengunar samkvæmt 20. gr. reglugerðar nr. 787/1999.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 30.04.2020, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 650. fundur - 5. maí 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 124. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 30. apríl sl. Bókun fundar Afgreiðsla 650. fundar bæjarráðs staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum