Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

253. fundur 06. maí 2020 kl. 16:30 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Eftir 8. dagskrárlið vék Íris Stefánsdóttir af fundi og Ármann V. Sigurðsson tók við fundarritun.

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi - efnisnám úr námu við Hól í Ólafsfirði og Lágheiði

Málsnúmer 2004065Vakta málsnúmer

Með erindum sendum inn 27. apríl 2020 óskar Heimir Gunnarsson fyrir hönd Vegagerðarinnar eftir framkvæmdaleyfum vegna efnistöku úr námum 19726 Hóll við Ólafsfjarðarveg og 19901 Lágheiði norðan neyðarskýlis. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfin séu veitt frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021.
Nefndin samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu 19726, Hól við Ólafsfjarðarveg frá 1. júlí 2020 til 30. júní 2021, í samráði við landeigendur. Tæknideild falið að skoða betur staðsetningu námu 19901 á Lágheiði, hvort hún falli innan sveitarfélagsmarka Fjallabyggðar.

2.Umhverfisátak 2020

Málsnúmer 2004006Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar 2020 var skipulags- og umhverfisnefnd falið að koma með tillögur að verkefnum í umhverfisátaki Fjallabyggðar. Lagðar eru fram loftmyndir af svæðum sem þarfnast úrbóta.
Tæknideild falið að fylgja málinu eftir með hreinsun á þeim svæðum sem fjallað var um. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að farið verði í að vinna deiliskipulag af skilgreindu hafnarsvæði í Ólafsfirði að Strandgötu, Múlaveg og Námuveg.

3.Umsókn um byggingarleyfi- gluggabreyting á Hafnartúni 8

Málsnúmer 2004027Vakta málsnúmer

Með erindi sendu inn 14. apríl 2020 óskar Kolbrún Gunnarsdóttir eftir leyfi til þess að stækka glugga á austurhlið, efri hæðar Hafnartúns 8 á Siglufirði. Glugginn myndi stækka til suðurs í 245 cm sem er sama stærð og gluggar í eldhúsi og stofu á sömu hæð hússins.
Nefndin samþykkir stækkun á glugga til suðurs en gerir þá kröfu að fyllt verði upp í raufar undir nýjum glugga til samræmis við núverandi útlit undir gamla glugganum.

4.Áningastaður og skilti við Ólafsfjarðarvatn

Málsnúmer 2003058Vakta málsnúmer

Á 184 fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var lagt til að umræddur áningastaður yrði malbikaður í sumar um leið og framkvæmdir fara fram við göngustíg. Bæjarstjórn samþykkti að visa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin samþykkir að farið verði í að malbika áningastaðinn í sumar.

5.Áningastaður og skilti út á Kambi - Ólafsfirði

Málsnúmer 2004056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Svanfríður Halldórsdóttir f.h. stjórnar U.M.F. Vísis lýsir áhuga félagsins á því að komið verði upp áningastað úti á Kambi, austan fiskihjallanna. Hugmyndin er að setja upp skilti með upplýsingum um Kleifar, Múlann og landnámsmanninn Gunnólf gamla. Ungmennafélagið myndi sjá um kostnað við gerð skilta og uppsetningu ef samkomulag næst við sveitarfélagið um undirbúning svæðisins og staðsetningu.
Erindi samþykkt og samráð verði haft við tæknideild varðandi staðsetningu og frágang.

6.Uppsetning söguskiltis við Lindargötu 11 Siglufirði

Málsnúmer 2004057Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 22. apríl 2020 óskar Örlygur Kristfinnsson fyrir hönd Ytrahússfélagsins eftir samþykki skipulags- og umhverfisnefndar fyrir því að söguskilti um húsið Hóla og Guðmund Skarphéðinsson verði staðsett á garðvegg við Lindargötu 11 á Siglufirði. Skiltið yrði 60x80 cm að stærð og skrúfað á vegg sem snýr að Lindargötu. Meðfylgjandi eru myndir af skiltinu og fyrirhugaðri staðsetningu.
Erindi samþykkt.

7.Beiðni um leyfi fyrir skiltum á ljósastaurum

Málsnúmer 2004078Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 30. apríl 2020 óskar Þórir Þórisson, eigandi The Herring House, eftir leyfi til þess að setja upp lítil auglýsingaskilti á tvo ljósastaura, einn við Hlíðarveg á Siglufirði og einn við Kirkjustíg. Áður var hann með leyfi fyrir skiltunum við Háveg og Hverfisgötu en vegna flutnings á starfsemi fyrirtækisins er óskað eftir að fá að færa skiltin. Meðfylgjandi eru myndir af skiltunum og fyrirhugaðri staðsetningu þeirra.
Erindi samþykkt.

8.Drög að breytingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku

Málsnúmer 1911023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 5. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 30. mars 2020. Á dagskrá fundarins var breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024.
Nefndin samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti.

9.Deiliskipulag fyrir Hvanneyrarbraut 30 Siglufirði

Málsnúmer 2003012Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvanneyrarbraut 30 á Siglufirði. Í deiliskipulagstillögunni er skilgreindur byggingarreitur fyrir allt að 75m2 viðbyggingu við húsið.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur tæknideild að auglýsa.

10.Viðbygging við íþróttamiðstöð á Siglufirði

Málsnúmer 1908051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði unnin af AVH arkítektum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar auk pottaaðstöðu, setlaugar og tengingu niður í fjöru austan við húsið.
Lagt fram til kynningar.

11.Hraðatakmarkanir samkvæmt nýjum umferðarlögum

Málsnúmer 2001025Vakta málsnúmer

Á 250.fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að hámarkshraði í þéttbýlinu yrði hækkaður úr 35 km á klst. í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst. Lögð fram til kynningar umsögn lögreglustjóra sem gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á hámarkshraða.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð var samþykkt með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:30.