Bæjarráð Fjallabyggðar

649. fundur 28. apríl 2020 kl. 08:15 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Vegagerðarinnar vegna öryggismála í jarðgöngum á Tröllaskaga, í framhaldi af bréfi forstjóra vegagerðarinnar dags. 5. júlí 2019 (sent 30. september 2019).

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið áfram á forstjóra Vegagerðarinnar.

2.Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hliðarvegi

Málsnúmer 2003037Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 20.04.2020 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi" mánudaginn 20. apríl sl..
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 23.979.390
Sölvi Sölvason kr. 26.897.300
Kostnaðaráætlun var kr. 29.660.500
Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Smára ehf. í verkið Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi.

3.Siglufjarðarskarðsgöng - Forathugun

Málsnúmer 2004012Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Vegagerðarinnar vegna forathugunar á nýjum jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Greinargerðin er unnin í framhaldi af fjárveitingu Alþingis til rannsókna sem voru í samgönguáætlun vegna áranna 2017 og 2018. Rannsóknin var unnin á árunum 2018 og 2019 og lokið við framlagða greinargerð í mars 2020, eftir að bæjarstjóri hafði gengið eftir málinu. Í greinargerð Vegagerðarinnar er lagt til að ný göng liggi úr botni Hólsdals Siglufjarðarmegin að rótum Skælings á móts við Lambanes í Fljótum, lengd gangna er áætluð 5,2 km með vegskálum.

Bæjarráð fagnar framkominni greinargerð vegna forathugunar á jarðgöngum frá Siglufirði yfir í Fljót og leggur ríka áherslu á að áfram verði haldið rannsóknum og í framhaldinu hönnun þessa mikilvæga samgöngumannvirkis.

Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við Vegagerðina og þingmenn kjördæmisins og vinna áfram að málinu.

4.Deildarstjórastöður við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2004061Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 þar sem deildarstjóri og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar óska eftir því við bæjarráð að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar, sem bæjarráð samþykkti til reynslu í eitt ár fyrir skólaárið 2019-2020, verði gerðar til frambúðar þ.e. að í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verði teymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum.

Bæjarráð samþykkir að breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar verði til frambúðar og felur deildarstjóra og skólastjóra að auglýsa stöður tveggja deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar

5.Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2001109Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi Fjallabyggðar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði árið 2020

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Líkamsræktarstöð - Leigja tæki og tól

Málsnúmer 2003079Vakta málsnúmer

Á 648.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að endurskoða synjun á erindi um leigu á tækjum og tólum úr líkamsræktum sveitarfélagsins í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða ekki opnaðar almenningi í bráð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 ásamt lista yfir handlóð og ketilbjöllur sem hægt væri að leigja út en fyrir liggur að nemendur unglingadeildar Grunnskóla Fjallabyggðar munu nýta aðstöðu, tæki og tól líkamsræktar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að leigja út handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði. Útleigu verði háttað með eftirfarandi hætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
- Lóð verða ekki leigð nema í 2-3 vikur til að byrja með og þau þurfi að vera komin í hús 20. maí, þar sem nú bendir flest til þess að líkamsræktarsalir opni í lok maí.
- Leiguverð pr. stykki verður 500 kr. fyrir vikuna. 2 handlóð eru þá leigð á 1000 kr. pr. viku.
- Deildarstjóra er falið að útbúa eyðublað, „leigusamning“ þar sem fram koma ákvæði um ábyrgð hvað varðar skemmdir eða annað tjón, t.d. ef lóð glatast. Leigjendur leggja fram númer greiðslukorts á samninginn til tryggingar fyrir tjóni.
- Greiðslufyrirkomulag, greitt verður eftir á með útsendum reikningum.

7.Vinnuskóli Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2004058Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 27.04.2020 þar sem fram kemur að laun barna, 13-16 ára, í vinnuskóla taka mið af kjarasamningi Einingar Iðju. Taka þarf ákvörðun um orlofsprósentu sem hingað til hefur verið 10,17% en samkvæmt nýjum kjarasamningi hækkar prósentan í 13,04% hjá öllum launþegum.

Deildarstjóri leggur til að orlof verði 13,04% hjá þessum aldursflokk í stað 10,17%, eins og er í nýjum kjarasamningi Einingar Iðju.

Bæjarráð samþykkir að orlofsprósenta barna í vinnuskóla verði 13,04% í samræmi við kjarasamning Einingar Iðju.

8.Tengir vegna ljósleiðara á Ólafsfirði

Málsnúmer 2004059Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.04.2020, vegna lokaáfanga ljósleiðaratengingar í Ólafsfirði, þar sem lagt er til að tenging verði lögð í starfsstöðvar sveitarfélagsins í Ægisgötu, Strandgötu og við Námuveg. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra.

9.Til umsagnar 643. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 2004062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22.04.2020, er varðar umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

10.Til upplýsinga vegna COVID-19

Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.04.2020 þar sem fram koma alvarlegar afleiðingar Covid-19 á starfsemi hönnuða og arkitekta samkvæmt könnun sem Hönnunarmiðstöð Íslands framkvæmdi dagana 7.-14. apríl sl..

11.Fundargerðir stjórnarfunda MN

Málsnúmer 2003051Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 16. og 18. mars sl. og 6. og 21. apríl sl.

Fundi slitið - kl. 08:45.