Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020

Málsnúmer 2004006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 185. fundur - 20.05.2020

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt til kynningar minnisblað/atburðalýsing hafnarvarðar vegna tjóns á vigtarhúsi á Siglufirði. Tjón varð á þakkanti og hefur málinu verið vísað til tryggingarfélags ökutækisins sem á húsið ók. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lögð til kynningar umsögn Fjallabyggðar vegna máls nr. 55/2020, uppbygging innviða í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni er bent á að sjóvarnir bæði á Siglufirði og Ólafsfirði stórskemmdust í óveðrinu í desember og þarf að ráðast í endurbætur á þeim strax í sumar svo afstýra megi frekara tjóni. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt til kynningar erindi til aðildarhafna Hafnarsambands Íslands frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 07.04.2020. Erindið varðar fyrirspurn um orkuskipti í höfnum. Einnig er fram lagt svar hafnarstjóra dags 08.04 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lagt erindi sent fyrir hönd Landhelgisgæslu og varðar uppfærslu á leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19 Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fram er lögð samantekt yfirhafnarvarðar vegna landaðs afla með samanburði við fyrra ár.

    2020 - Siglufjörður 3.503 tonn í 119 löndunum, Ólafsfjörður 125 tonn í 109 löndunum.
    2019 - Siglufjörður 5.893 tonn í 271 löndunum, Ólafsfjörður 177 tonn í 162 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir rekstraryfirlit hafnarsjóðs vegna fyrstu þriggja mánuði ársins og samanburð við fyrra ár. Tekjur eru 3,6% hærri en áætlun gerði ráð fyrir en mun lægri en samtímatekjur fyrra árs. Launakostnaður er 20% hærri en áætlun gerði ráð fyrir en 10% lægri en samtímalaunakostnaður fyrra árs. Rekstrargjöld alls eru 12% lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða er 3 mkr. betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða alls er 3 mkr. betri en áætlun gerði ráð fyrir en 1 mkr lakari en samtímaniðurstaða fyrra árs. Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 22. apríl 2020 Fundargerðir 421. fundar Hafnasambands Íslands og 22. fundar Siglingaráðs.
    Fundargerðir lagðar fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 112. fundar hafnastjórnar staðfest á 185. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum