Stjórn Hornbrekku

17. fundur 17. október 2019 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Fræðsluáætlun Hornbrekku er komin vel á veg. Auk starfsmanna Hornbrekku taka starfsmenn félagsþjónustunnar þátt í þeim námsþáttum sem í boði eru. Hjúkrunarforstjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar 2020. Gert er ráð fyrir að áætlunin fari í kynningu fyrir nefndir eftir 5. nóvember nk.

2.Viðhaldsverkefni Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1910049Vakta málsnúmer

Undir þessum lið fundargerðarinnar var lagður fram listi yfir helstu framkvæmdir og viðhaldsverkefni Hornbrekku auk þess sem Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir þörf á endurnýjun á ýmsum búnaði stofnunarinnar sem taka þarf tillit til við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

3.Bréf til hjúkrunarheimila vegna inntöku nýrra íbúa

Málsnúmer 1910044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.