Bæjarráð Fjallabyggðar

624. fundur 15. október 2019 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1901070Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 10.10.2019 þar sem lagður er fram viðauki nr.17/2019 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar útdeilingu launapotts vegna veikinda og kjarasamningshækkana/eingreiðslna við deild 21600. Áhrif útdeilingar launapotts á rekstrarniðurstöðu Fjallabyggaðar hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.17/2019 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Minningagarðar

Málsnúmer 1909068Vakta málsnúmer

Á 622. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningagarðs í sveitarfélaginu.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir Minningagarði í aðalskipulagi sveitarfélagsins og lagt til að erindið verði sent sóknarnefndum til umsagnar.

Bæjarráð samþykkir að senda erindið á sóknarnefndir í Fjallabyggð til umsagnar.

3.Staða framkvæmda hjá Fjallabyggð 2019

Málsnúmer 1910025Vakta málsnúmer

Lagt fram ársfjórðungsyfirlit yfir stöðu framkvæmda í október 2019 samkvæmt beiðni eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
Framkvæmdir eru innan heimildar fjárhagsáætlunar 2019.

4.Skógræktarfélag Ólafsfjarðar- Grindarhlið

Málsnúmer 1910014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags 04.10.2019 þar sem óskað er eftir því að grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði verði fært til suðurs að afleggjara upp að Hlíð.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við Vegagerðina varðandi tilfærslu á grindarhliði neðan Hornbrekku.

5.Haustráðstefna FENÚR 17. október

Málsnúmer 1910015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Fenúr, fagráðs um endurnýtingu úrgangs, dags. 07.10.2019 þar sem fram kemur að haustráðstefna Fenúr verður haldin fimmtudaginn 17. október nk. á Hótel Örk eftir hádegi.

6.Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Á réttu róli?

Málsnúmer 1910018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Svandísar Ingimundardóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2019 þar sem fram kemur að skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Grand hótel Reykjavík 4. nóv. nk. Megináhersla þingsins verður á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvernig núverandi skipan þess og framkvæmd skilar nemendum til að takast á við framtíðaráskoranir. Leitað var til ungmennaráða sveitarfélaga í þessu skyni og fengu þau sendar til sín spurningar til umfjöllunar. Til baka hafa komið margar góðar tillögur og hugmyndir, sem kynntar verða á skólaþinginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

7.Framlög til stjórnmálasamtaka á árinu 2018

Málsnúmer 1910021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Guðrúnar Jennýjar Jónsdóttur fh. Ríkisendurskoðunar, dags. 10.10.2019 þar sem fram kemur að með lögum nr. 139/2018 hafi verið gerðar breytingar á lögum nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Með breytingalögunum var kveðið á um að sveitarfélögum sé skylt að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006. Skilyrði úthlutunar er að stjórnmálasamtökin hafi uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda.
Þá kemur fram í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006 að á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru skuli úthlutun framlaga fara fram á þann hátt að stjórnmálasamtök fái framlög fyrir síðari hluta þess árs í samræmi við kjörfylgi í ný afstöðnum kosningum.
Ríkisendurskoðun óskar eftir því að sveitarfélagið upplýsi um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Á yfirlitinu þarf að koma fram nafn stjórnmálasamtaka, fjárhæð, nafn, símanúmer og netfang hjá fyrirsvarsmanni viðkomandi stjórnmálasamtaka. Umbeðið yfirlit óskast sent eigi síðar en 24. október 2019.
Þá er jafnframt áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til við greiðslu framlaga á árinu 2019 að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr.laga nr. 162/2006.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.

8.Frá nefndasviði Alþingis - 53. mál til umsagnar

Málsnúmer 1910020Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar erindi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 10.10.2019 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

9.Til umsagnar 35. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1910027Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 41. mál til umsagnar

Málsnúmer 1910026Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

11.Fundargerðir ALMEY - 2019

Málsnúmer 1901027Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 08.10.2019.

Bæjarráð samþykkir lið nr.2 í fundargerðinni og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Bæjaráð samþykkir einnig að fresta lið nr.1 þar til verklagsreglur og samþykktir liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:15.