Bæjarstjórn Fjallabyggðar

170. fundur 23. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018

Málsnúmer 1812004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Á fund bæjarráðs mættu Ármann V. Sigurðsson og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri og fóru yfir tilboð í björgunarklippur.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna í málinu samkvæmt því sem kom fram á fundinum.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Á 584. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að deildarstjóri fræðslu,- frístunda,- og menningarmála tæki saman kostnað við rekstur skíðasvæða í Fjallabyggð næstu ár og sl. 3 ár vegna fyrirspurnar Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 13.12.2018 vegna fyrirspurnar. Áætlaður kostnaður við rekstur skíðasvæðanna í Fjallabyggð á næsta ári skv. rekstrarsamningum við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Leyningsás er samtals kr. 33.703.000 eða 6.703.000 vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl og 27.000.000 vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal.

    Kostnaður við skíðasvæðið í Tindaöxl árið 2018 var 6.267.269 kr, árið 2017 6.145.528 kr. og árið 2016 6.010.644. kr.
    Kostnaður við skíðasvæðið í Skarðsdal árið 2018 var 28.157.620 kr. árið 2017 26.897.734 kr. og árið 2016, 27.011.478.kr

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagður fram undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa.

    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Á 64. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 10.12.2018 lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Einnig var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Lögð fram drög að eyðublaði vegna umsóknar björgunarsveitanna um afslátt af líkamsræktarkortum í samræmi við ákvörðun fræðslu- og frístundanefndar.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til þingmanna kjördæmsins vegna svarbréfs Ofanflóðanefndar dags. 27. nóvember sl.

    Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að senda til þingmanna kjördæmsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram erindi Dómsmálaráðuneytisis dags. 12.12.2918 er varðar fyrirspurn um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka á yfirstandandi ári. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem fram kemur að framlög til stjórnmálaafla hafa verið óbreytt til nokkurra ára kr. 360.000 á ári sem skiptist eftir vægi atkvæða.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að afskriftum viðskiptakrafna.

    Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar vegna afskrifta viðskiptakrafna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram undirritað kauptilboð í íbúð 102 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram drög að rekstrarsamningi við Síldarminjasafn Íslands 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á endurnýjun á lýsingu í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

    Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkefnið:

    Raftækjavinnustofan efh, Ingvi Óskarsson ehf, Raffó ehf og Andrés Kristján Stefánsson.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að framkvæma verðkönnun vegna lýsingar í íþróttahúsum Fjallabyggðar
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram erindi Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur lögfræðings f.h. Hljóðsmárans, dags. 09.12.2018 er varðar hugsanlegt brot gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Með birtingu auglýsinga á heimasíðu sinni á þjónustu aðila sem eru óskyldir sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um það á hvaða lagagrundvelli sveitarfélagið telur sér heimilt að veita ókeypis auglýsingaþjónustu á markaði þar sem fyrir eru minnst þrjú fyrirtæki í virkri samkeppni. Óskað er eftir svörum frá sveitarfélaginu innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins og berist svör ekki fyrir þann tíma verður óskað eftir athugun Samkeppniseftirlitsins á umræddri þjónustu.

    Einnig lagt fram svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna hugsanlegra brota gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem fram kemur að lögmenn sambandsins telja hæpið að viðburðardagatal á heimasíðu sveitarfélaga brjóta gegn 16. gr. samkeppnislaga en benda á að gott sé að fara yfir kvartanir sem kunna að berast vegna viðburðardagatals á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Bæjarráð sér í ljósi þessa ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi á viðburðardagatali á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem það er í samræmi við heimasíður annarra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram erindi frá Maríu Petru Björnsdóttur fyrir hönd KFÓ um að fá niðurfellda leigu í íþróttahúsinu á Ólafsfirði vegna bekkpressumóts sem haldið verður milli jóla- og nýárs.


    Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindismála varðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 13.09.2017 um að samþykkja deiliskipulagsbreytingu á Hornbrekkubót Ólafsfirði. Í úrskurðarorðum er kröfu kæranda hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð "B" á uppfyllingu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

    Bæjarráð fagnar umsókninni og samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu tæknideildar og skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.15 1812041 Persónuverndastefna
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram drög að presónuverndastefnu Fjallabyggðar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lagt fram erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dags. 10.12.2018 fh. Sverris Björnssonar ehf. þar sem þess er óskað að Fjallabyggð komi til móts við nýbyggingu fyrirtækisins undir atvinnustarfsemi með lækkun eða niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt 8. gr. reglna Fjallabyggðar um Samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarrréttar í Fjallabyggð frá 04.07.2018 þar sem fram kemur að heimilt er að lækka eða fella niður gatnagerðargjald við eftirfarandi aðstæður, sbr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006: a. Þegar bregðast á við sérstökum aðstæðum, t.d. þegar um er að ræða aðgerðir til þéttingar byggðar, uppbyggingar atvinnulífs, aukinnar ásóknar í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.

    Lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins í lok árs 2016 og hafist handa við framkvæmdir á lóðinni í lok árs 2017.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Bæjarráði barst erindi frá hestamannafélaginu Gnýfara þess efnis að Fjallabyggð greiði félaginu fyrir fram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins og beiðni um að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið. Þá hafa forsvarsmenn hestamannafélagsins einnig komið á fund bæjarráðs til þess að fylgja erindinu eftir.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk enda engin fordæmi um slíkt en rekstrarsamningur er við hestamannafélagið vegna barna- og unglingastarfs.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu til bæjarráðs varðandi kaldavatnsinntak.
    Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi, 409. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um að efla íslensku sem opinbert mál, 443. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs 417. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 586. fundur - 20. desember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 101. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 18. 12.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019

Málsnúmer 1901001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagður fram til kynningar undirritaður rekstrarsamningur við Síldarminjasafn Íslands fyrir árin 2019-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lögð fram drög að samningi við Tröppu ehf um ráðgjöf og stuðning við skólasamfélagið í Fjallabyggð ásamt verkefnalýsingu og tímalínu verkefnisins.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi ásamt fylgigögnum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.3 1812058 Kröfur - Innheimta
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Undir þessum lið vék Nanna Árnadóttir.

    Lögð fram vinnugögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem fram kemur að gerð hafi verið verðkönnun hjá Arion banka og Íslandsbanka vegna kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Arion banka þar sem verð er hagstæðara og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Nanna Árnadóttir vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Berg ehf 9.931.177
    L7 ehf 9.100.026
    Kostnaðaráætlun 9.243.020

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði L7 ehf sem er lægstbjóðandi verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf.
    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags 14.12.2018 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

    Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ármann Viðar Sigurðsson og Gunnar I. Birgisson til vara í vatnasvæðanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Helga Helgadóttir vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lögð fram til kynningar 866. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur, dags. 21.12.2018 þar sem hún vill kanna áhuga sveitarfélagsins á leiksýningunni „Það og Hvað“ sem er sýning fyrir börn á leikskólaaldri gegn vægu gjaldi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.12.2018 þar sem vakin er athygli á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 12.12.2018 í máli Náttúruverndar 2 málsóknarfélags gegn Matvælastofnun og Löxum fiskeldi á Austfjörðum.

    Í dómi reynir á úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá október sl. þess efnis, að fella megi starfs- og rekstrarleyfi til laxeldis niður á þeirri forsendu að ekki sé í matsskýrslu fjallað um umhverfisáhrif annarra valkosta en sjókvíaeldis. Niðurstaða héraðsdóms er að ekki hafi tekist að sýna fram á slíka ógildingarannamarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar.
    Byggir dómurinn á vitnisburði Egils Þórarinssonar, sérfræðings á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, sem segir aðra valkosti, þ.e. geldfisk, eldi í lokuðum sjókvíum og eldi á landi, á tilraunastigi og því óraunhæfa.

    Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.12.2018 er varðar 118. fund EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins sem haldinn var í desember með nýjum fulltrúum íslenskra sveitarfélaga. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. Annars vegar um tækifæri EES EFTA sveitarfélaga á nýju ESB styrkjatímabili og hins vegar um væntanlega ESB tilskipun um „vernd hvíslara“ sem mun auka réttarvernd starfsmanna sem gefa upplýsingar um lögbrot. Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Starfshóps um endurskoðun kosningalaga, dags. 19.12.2018 þar sem fram kemur að frestur til að senda inn athugasemdir við tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosninga frá 2016 er til 22. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 587. fundur - 8. janúar 2019 Lagt fram erindi Primex dags. 28.12.2018 þar sem þess er óskað að bæjarráð fylgi eftir afgreiðslu ráðsins frá 21. september 2017 varðandi viðræður bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Primex um tillögur að sameiginlegum úrbótum á frárennsli Primex.
    Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá 15.9.2017 þar sem farið er yfir málið.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við forsvarsmenn Primex ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 587. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 588

Málsnúmer 1901006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Á fund bæjarráðs mætti Gunnar Smári Helgason fyrir hönd Trölla.is vegna umsóknar Trölla um að fá að senda út beint frá bæjarstjórnarfundum.

    Bæjarráð þakkar Gunnari Smára Helgasyni fyrir komuna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram miðað við samræður á fundi og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 10.01.2019 vegna tilboða í skiptitjöld í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
    Eftirfarandi tilboð bárust.
    Á. Óskarsson ehf kr. 9.781.110
    Altis ehf kr. 9.414.121

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði Altis ehf verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Altis ehf sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.01.2019 vegna tilboða í endurnýjun á lýsingu í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Ingvi Óskarsson ehf 7.383.261,-
    Raffó ehf 7.892.770,-
    Kostnaðaráætlun 8.440.714,-

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði frá Ingva Óskarssyni ehf verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarsonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi Jónínu Björnsdóttur, dags. 04.01.2019 þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu/styrk vegna húsaleigu í íþróttasal íþóttamiðstöðvar í Ólafsfirði til að vera með íþróttaskóla fyrir 2-5 ára börn frá 23. janúar til 10. apríl, alls 12 skipti.

    Bæjarráð lýsir ánægju sinni með íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem fór vel af stað á síðasta ári og samþykkir að veita styrk, kr. 80 þúsund í formi 50% afsláttar af húsaleigu á íþróttasal í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.1/2019 að upphæð kr. 80.000 við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fyrir hönd Alþýðuhússins, dags. 09.01.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi sundkorta fyrir 19 útskriftarnema Listaháskóla Íslands sem dvelja munu á Siglufirði dagana 15. til 28. janúar nk. Um er að ræða samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Alþýðuhússins í samstarfi við Herhúsið og Segul 67. Nemendur Listaháskólans munu taka þátt í tveggja vikna smiðju og setja upp viðburði í Alþýðuhúsinu, Herhúsinu og Segli 67.

    Bæjarráð samþykkir að veita skólaafslátt skv. gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram launayfirlit tímabilsins 01.01.2018 til 31.12.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. desember 2018. Innborganir nema 1.088.785.511 kr. sem er 99,76% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til fjármálaráðherra varðandi Siglufjarðarflugvöll.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til fjármálaráðherra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur f.h. Trölla.is þar sem óskað er upplýsinga um fjölda flugvéla sem lent hafa á Siglufjarðarflugvelli frá því að hann var opnaður að nýju sumarið 2018, hvað hafi komið mikið í bæjarkassan síðan af lendingargjöldum og hver heildarkostnaður var við þá framkvæmd að opna völlinn?

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.01.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild.
    Kjarasamningar allra stéttarfélaga nema Kennarasambands Íslands renna út 31. mars 2019 og áréttað er að almenn stéttarfélög innan ASÍ semja við ríki og sveitarfélög á grundvelli laga nr. 80/1938 á meðan opinberu félögin semja samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stéttarfélög sem semja á grundvelli laga nr. 80/1938 hafa ekki lagaheimild til gerðar undanþágulista komi til verkfalls.

    Bæjarráð samþykkir framlagðan lista sem birtur var í b-deild Stjórnartíðinda þann 2. febrúar 2015 nr.104/2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 18.12.2018 þar sem fram kemur að á stjórnarfundi þann 17. desember sl. hafi Baldvin Esra Einarsson verið skipaður formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands í stað Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sem sagði sig úr stjórn vegna annarra verkefna frá og með 10. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags 07.01.2019 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019. Reglugerðin er nr. 1088/2018 og er sett á grundvelli laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995. Í nýrri reglugerð eru gerðar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verð á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi frá Tómasi Einarssyni fh. snjóflóðaeftirlitsmanna í Fjallabyggð, dags. 09.01.2019 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð vegna kostnaðar við nauðsynlegan búnað sem sveitarfélögum er skylt að útvega samkvæmt reglugerð þar um og endurnýjun hans.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék undir þessum liði af fundi.

    Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi frá Eyþingi - sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum dags. 09.01.2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð haldi úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 7. febrúar nk.

    Bæjarráð samþykkir erindið og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við meðfylgjandi dagskrá frá 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.01.2018 er varðar Dag leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í leikskólum landsins í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar nk.
    Í tilefni dagsins verður viðurkenningin Orðsporið veitt í sjöunda sinn og blásið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni Dags leikskólans. Verkefnið er að yrkja á íslensku, á hvaða formi sem er (s.s. ljóð, vísur, sögur), og eru efnistök frjáls. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana. Skilafrestur er til 18. janúar nk.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 11.01.2019 varðandi ráðstefnu um áhrif fiskeldis í Eyjafirði sem haldin verður í Hofi laugardaginn 19. janúar nk. frá kl. 11-14.

    Með ráðstefnunni er ætlað að fræða almenning og auka skilning hans á fiskeldi. Sjö sérfræðingar um málefnið frá Hafrannsóknarstofnun, Háskólanum á Hólum, NORCE og RORUM halda erindi.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagt fram erindi Skáksambands Íslands, dags. 11.01.2019 þar sem fram kemur að 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem nú verður 84 ára. Friðrik, sem lengi var meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða.
    Sveitarfélög eru hvatt til þess að taka þátt í Skákdegi Íslands og heiðra með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðla jafnframt að enn frekari útbreiðslu íþróttarinnar meðal ungra sem aldraðra.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar verkefnahóps um úrgangsmál á Norðurlandi frá 12. desember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15. janúar 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Stýrihóps um heilsueflandi samfélags frá 10. janúar sl. og fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. janúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 588. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 589

Málsnúmer 1901010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.01.2019 þar sem fram kemur að söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg verður haldin í íþróttahúsinu Ólafsfirði föstudaginn 25. janúar nk. Óskað er eftir að félagsmiðstöðin Neon verði styrkt um húsaleigu í íþróttahúsinu fyrir keppnina. Húsaleigan fyrir sólarhring er kr. 120.000.
    Einnig óskar deildarstjóri eftir að keppendur í NorðurOrg sem koma að, geti farið í sund endurgjaldslaust á meðan þeir bíða milli æfinga og keppni. Kostnaður vegna þessa er áætlaður kr. 10.000.-.

    Bæjarráð samþykkir að keppendur geti farið í sund endurgjaldlaust og felur deildarstjóra að koma með tillögu á hvaða bókhaldslykla viðbótarkostnaður færist.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Á 50. fundi Markaðs- og menningarnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs drögum að reglum vegna vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg og drögum að samningi vegna vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

    Lögð fram drög að reglum um vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg ásamt drögum að samningi um vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Á 235. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs, umsókn Ramma hf um lóð merkta A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

    Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð A/1 skv. deiliskipulagi við Tjarnargötu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

    Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. janúar sl. um að úthluta Ramma hf lóð A/1 skv. deiliskipulagi og lýsir ánægju sinni með fyrirhuguð byggingaráform fyrirtækisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagður fram viðauki við samning Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, dagsettur 25.ágúst 2018 og varðar kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga og er viðbót við 14. gr. samningsins. Þar segir (Viðbót við 14. gr.)
    Kostnaðarskipting aðildasveitarfélaga skal reiknuð tvisvar á ári sem hér segir:
    Í febrúar ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á vorönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
    Í september ár hvert þar sem miðað er við kennslustundafjölda hvors sveitarfélags á haustönn ásamt íbúatölur Hagstofu Íslands 1. janúar sama ár.
    Kostnaðarskipting ársins 2018 skal reiknuð samkvæmt þessum viðauka.
    Kostnaður er greiddur mánaðarlega miðað við forsendur í upphafi hvers tímabils. Hvert tímabil er gert upp í lok þess miðað við kostnaðarskiptingu.

    Bæjarráð samþykkir viðauka við samning fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 18.01.2019 þar sem fram koma svör við fyrirspurn Trölla.is.
    Spurt var hversu margar flugvélar hafa lent á Siglufjarðarflugvelli frá opnun í sumar?
    Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að nákvæm talning yfir lendingar sé ekki til, enda sé ekki starfsmaður við vinnu á flugvellinum en áætlað er að lendingar séu á milli 20-30.
    Þá var einnig spurt um hversu mikið hefði skilað sér í bæjarkassan af lendingargjöldum? Í svari bæjarstjóra kemur fram að ekki hafi staðið til að innheimta lendingargjöld enda flugvöllurinn fyrst og fremst opnaður til þess að auka öryggi íbúa og fjölga ferðamönnum sem er til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki í Fjallabyggð.
    Svar við spurningu Trölla um heildarkostnað vegna opnunar flugvallarins hefur þegar komið fram í svari til Trölla þann 19. október 2018.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda svör við fyrirspurnum til Trölla.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram erindi Öldu Brynju Birgisdóttur fyrir hönd hóps frá Sirkusi Íslands, dags. 15.01.2019 sem áætlar að halda 3 daga sirkuslistahátíð eða sirkus ráðstefnu hér á Íslandi í ágúst á næsta ári. Markmiðið með slíkri ráðstefnu er að safna saman hópi áhugafólks um sirkuslistir og bjóða ýmis námskeið eða „workshops“ í hinum ýmsu sirkuslistum svo sem „djöggli“, loftfimleikum, „acro“, húllahringjum ofl. Gestum ráðstefnunnar verður gefið tækifæri til þess að upplifa umhverfi viðburðarins svo rými verður gefið í dagskránni til þess að nýta þá ferðaþjónustu sem bærinn hefur upp á að bjóða. Á kvöldin verða „opin sviðs kvöld“ fyrir ráðstefnugesti og á lokakvöldinu er ráðgert að sýna flotta sirkussýningu sem bæði ráðstefnugestir og bæjarbúar geta notið saman.

    Spurt er hvort sveitarfélagið hafi áhuga á að halda slíka ráðstefnu og leitað eftir stuðningi eða aðstoð til þess að finna svefn- og æfingaaðstöðu fyrir ráðstefnugesti.
    Einnig er opnað á þann möguleika að bjóða sirkusnámskeið fyrir börn og unglinga bæjarfélagsins í tengslum við viðburðinn en Sirkus Íslands hefur í áraraðir starfrækt Æskusirkusinn sem er sirkuslistaskóli fyrir börn og unglinga.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi kostnað og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 16.01.2019 er varðar opinn fund um aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum sem haldinn verður í húsnæði ráðuneytisins Skúlagötu 4, Reykjavík fimmtudaginn 24.janúar nk. kl. 13:00-14:30.

    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 16.01.2019 er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum fyrir Valbúð ehf. kt. 481184-1269 sem sækir um rekstrarleyfi skv. II fl., gististaður án veitinga að Túngötu 17 nh.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Á árinu 2019 verður haldið upp á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmálans - samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þessum merka áfanga verður fagnað með ýmsu móti á árinu en hápunkturinn verður þing um málefni barna sem haldið verður í fyrsta skipti í nóvember á þessu ári. Á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól voru samþykktar breytingar á lögum um embætti umboðsmanns barna þar sem barnaþingið er lögfest. Fyrsta þing um málefni barna, eða barnaþing verður haldið 21.- 22. nóvember n.k. í Hörpu.
    Embættið hefur óskað eftir tilnefningum frá fjölmörgum aðilum um fulltrúa í samráðshóp til að tryggja aðkomu sem flestra að skipulagningu þingsins, m.a. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gera má ráð fyrir um 400-500 þátttakendum á þinginu þar af hópi barna frá öllu landinu sem einnig kemur að skipulagningu þingsins.

    Embætti umboðsmanns barna óskar því eftir samstarfi við sveitarfélögin um stuðning við þau börn sem verða valin til þáttöku á þinginu og óskar jafnframt eftir að tilnefndur verði tengiliður hvers sveitarfélags við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.

    Óskað er eftir svari frá sveitarfélaginu fyrir lok janúarmánuðar með upplýsingum um nafn tengiliðar sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að tilnefna deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála tengilið við embættið og felur deildarstjóra að senda svar til Embætti umboðsmanns barna fyrir tilskilinn tíma.

    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagt fram erindi frá N4 ehf., dags. 14.01.2019 þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um hugsanlegt samstarf Fjallabyggðar og N4 ehf.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við forsvarsmenn N4 ehf um hugsanlegt samstarf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagðar fram til kynningar 315. fundargerð stjórnar Eyþings frá 11. desember sl. og 316. fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. janúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 589. fundur - 22. janúar 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir,
    235. fundar Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar frá 16.01.2019,
    50. fundar Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar frá 16.01.2019 og
    115. fundar Félagsmálanefnd Fjallabyggðar frá 16.01.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 589. fundar bæjarráðs staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018

Málsnúmer 1812005FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 18. desember 2018 ásamt samanburði við sama tíma árin 2017 og 2016.
    2018 Siglufjörður 22771 tonn í 1806 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 472 tonn í 451 löndunum.
    2017 Siglufjörður 18499 tonn í 2117 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 562 tonn í 517 löndunum.
    2016 Siglufjörður 24038 tonn í 2115 löndunum.
    2016 Ólafsfjörður 645 tonn í 583 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit Fjallabyggðarhafna. Rekstrarniðurstaða er ívið betri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Undir þessum lið vék Þorbjörn Sigurðsson af fundi.
    Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Eftirfarandi er ályktun 41. hafnasambandsþings um öryggi í höfnum.
    "Hafnasambandsþing haldið í Reykjavík dagana 25-26. október 2018 beinir þeim tilmælum til hafna að unnið verði áhættumat þar sem leitast verður við að benda á hættur sem stafað geta að þeim sem fara um hafnarsvæði og hafnarbakka. Því er beint til stærri hafna að unnið verði að öryggisvottun hafnanna. Íslenskar hafnir uppfylla langflestar öll ákvæði reglugerðar um öryggi í höfnum, en mikilvægt er að horfa til atriða sem ekki verða sett í reglugerðir. Útgerðir hafa náð framúrskarandi árangri í öryggismálum með markvissum aðgerðum og mikilvægt að hafnirnar láti ekki sitt eftir liggja."
    Hafnarstjórn tekur undir ályktun 41. hafnasambandsþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Lagðar fram til kynningar, fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 406, 407 og 408. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 101. fundur - 18. desember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð frá Hafnasambandsþingi 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 101. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019

Málsnúmer 1901003FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Á 5 fundi stýrihóps um Heilsueflandi samfélag var ákveðið að óska eftir tilnefningu á varamönnum frá þeim hópum sem eiga fulltrúa í stýrihópnum.

    Varamenn hafa verið tilnefndir:

    Eldri borgarar tilnefndu Björgu Sæby Friðriksdóttur

    Varamaður frá leik- og grunnskóla er Björk Óladóttir

    Varamaður frá heilsugæslu er Dagný Sif Stefánsdóttir

    Varamaður UÍF er Arnheiður Jónsdóttir

    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Embætti landlæknis hefur sent Fjallabyggð fána Heilsueflandi samfélags með nafni Fjallabyggðar.

    Stýrihópurinn hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið, sex skipti. Sjá bókun í 3. dagskrárlið.

    Stýrihópurinn hvetur til þess að líkt og á síðasta ári verði boðið upp á opna tíma í líkamsræktum sveitarfélagsins og vísar því til fræðslu og frístundanefndar til umfjöllunar. Í opna tíma, sem yrðu tímasettir og auglýstir, gæti fólk komið og notið leiðsagnar á tæki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á 6 skipta opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg sunnudagskvöld kl. 20.00, í fyrsta sinn sunnudaginn 3. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir.
    Gert er ráð fyrir kostnaði við námskeiðið í fjárhagsáætlun 2019. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Námskeiðið verður auglýst á næstunni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Stjórn Hornbrekku - 12. fundur - 11. janúar 2019

Málsnúmer 1901004FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 12. fundur - 11. janúar 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 12. fundur - 11. janúar 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 12. fundur - 11. janúar 2019 Hjúkrunarforstjóri laggði fram yfirilt yfir viðhaldsverkefni Hornbrekku sem hafa verið framkæmd nýlega og einnig verkefni sem eru í farvegi. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 12. fundur - 11. janúar 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 65

Málsnúmer 1901007FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 14. janúar 2019 Gestir fundarins voru þau Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafar frá Tröppu ráðgjöf. Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megináhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar. Í samkomulagi Tröppu ráðgjafar og Fjallabyggðar verður unnið eftir sýn um framúrskarandi skóla þar sem gert er ráð fyrir að ná árangri umfram væntingar. Áhersla verður lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Kristrún Lind og Gunnþór kynntu ráðgjöfina fyrir fundarmönnum. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 65. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66

Málsnúmer 1901009FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Helena H. Aspelund fulltrúi kennara Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
    Jafnréttisáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að koma athugasemdum við áætlunina á framfæri við stjórnendur grunnskólans.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.

    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðva verði skýrð þannig að fram komi til hvaða hóps skólaafsláttur vegna aðgangs að líkamsrækt nái. Nefndin leggur til að afsláttur eigi við um nemendur í 75% námi og nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Vakin er athygli á því að með keyptum aðgangi í rækt fylgir aðgangur að sundlaug. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að bætt verði við gjaldskrá liðnum „Handklæði, sundföt og sund“ kr. 2000.

    Einnig skal eftirtöldum texta bætt við neðanmáls í gjaldskrá:
    Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang að líkamsræktinni. Börn og unglingar á aldrinum 12-13 ára þurfa að vera í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni. 14 ára börn geta farið án ábyrgðarmanns í líkamsræktina. Í öllum tilvikum er miðað við upphaf árs (ekki við afmælisdaga).
    Breytingin taki gildi 1. febrúar 2019.

    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fullnaðarafgreiðslu á gjaldskrá með 7 atkvæðum.

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Stýrihópur um heilsueflandi samfélag lagði til á 6. fundi sínum við fræðslu- og frístundanefnd að boðið yrði upp á opna tíma í líkamsrækt með leiðbeinanda líkt og gert var í janúar á síðast ári.

    Fræðslu- og frístundanefnd felur forstöðumanni íþróttamiðstöðva að finna hentugan tíma, leiðbeinendur og leggja fyrir fræðslu- og frístundanefnd.

    Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Umsögnin skal lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Á 64.fundi, 10. desember sl. lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Athugasemdir bárust frá björgunarsveitinni Strákum um fjölda einstaklinga. Ósk kom um að fjölga einstaklingum sem möguleika eiga á afslætti upp í 13 frá hvorri björgunarsveit. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir það fyrir sitt leyti. Afsláttur rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék undir þessum lið af fundi.

    Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Endurskoðaðar reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar. Frístundastyrkur til barna á aldrinum 4-18 ára er kr. 32.500 fyrir árið 2019.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.6 1808085 NorðurOrg 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi og undankeppni Söngkeppni Samfés fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudaginn 25. janúar nk. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrirkomulag og framkvæmd keppninnar. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22. janúar 2019 Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að Þórarinn Hannesson komi á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Hugmynd Þórarins er að halda fræðsluerindi fyrir ýmsa hópa í samfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 66. fundar Fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235

Málsnúmer 1901005FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Nefndin samþykkir framkomna tillögu en leggur til að bætt verði við innskoti fyrir hjólastóla fyrir miðju áhorfendapalla. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Vegna eftirspurnar eftir lóðinni Bakkabyggð 8, sem úthlutað var þann 20.júní 2018, er lóðarhafa gefinn frestur til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi á viðkomandi lóð til 1.mars 2019. Að öðrum kosti fellur lóðarúthlutun úr gildi í samræmi við 11.gr samþykktar um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð og lóðinni endurúthlutað.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Nanna Árnasdóttir.

    Helga Helgadóttir vék undir þessu máli af fundi.

    Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Nefndin samþykkir að endurnýja lóðarleigusamninginn til 20 ára. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 1. Ekki er hægt að verða við því að merkja einkastæði við Hólaveg 12 og 16 þar sem öllum er heimilt að leggja í götunni.
    2. Staðsetning ruslatunna þarf að vera innan lóðarmarka, ekki er heimilt að hafa ruslatunnur á gangstétt þar sem þær skerða aðgengi gangandi vegfarenda.
    3. Nefndin þakkar ábendingu um gangstétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.6 1812040 Fjarlægja gám
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Nefndin samþykkir að framlengja frest til að fjarlægja gáminn til 1.júní 2019, að þeim tíma liðnum verður gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda verði hann ekki farinn. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Lögð fram umsögn lögfræðings Fjallabyggðar við bréfi Tómasar H. Sveinssonar. Tæknideild falið að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 235 Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50

Málsnúmer 1901002FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019 Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat undir þessum lið. Lögð voru fram drög að reglum vegna vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Einnig voru lögð fram drög að samningi vegna vínveitingasölu í menningarhúsinu. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019 Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram dagskrá að fyrirhuguðum Vorfundi ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn 28. febrúar í Tjarnarborg. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019 Skipa þarf vinnuhóp til að vinna drög að markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að kanna hentuga samsetningu vinnuhóps og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

    Tillaga :
    Bæjarstjórn áréttar að þetta verði fimm manna starfshópur skipaður af bæjarstjórn og óskar eftir tilnefningum í nefndina.

    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019 Afhending menningarstyrkja fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 24. janúar kl. 18.00. Afhentir verða menningarstyrkir vegna viðburða og hátíða sem markaðs- og menningarnefnd úthlutar ásamt þeim styrkjum sem bæjarráð úthlutar í menningarmálum. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115

Málsnúmer 1901008FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Deildarstjóri kynnir endurskoðun á reglum um félagslega heimaþjónustu Fjallabyggðar. Drög að nýjum reglum verða lögð fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Lögð fram til kynningar rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands varðandi kortlagningu á þjónustu við aldraða sem stofnunin gerði fyrir velferðarráðuneytið. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til Félagsmálanefndar, samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um gjaldtöku af nýtingu gistiskýla. Deildarstjóra félagsmáladeildar falið að ræða við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 16. janúar 2019 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu nýrra og breyttra laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 115. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.