Bæjarráð Fjallabyggðar

588. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf

Málsnúmer 1810051Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Gunnar Smári Helgason fyrir hönd Trölla.is vegna umsóknar Trölla um að fá að senda út beint frá bæjarstjórnarfundum.

Bæjarráð þakkar Gunnari Smára Helgasyni fyrir komuna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram miðað við samræður á fundi og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Skiptiveggir í íþróttahús Fjallabyggðar

Málsnúmer 1810081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 10.01.2019 vegna tilboða í skiptitjöld í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
Eftirfarandi tilboð bárust.
Á. Óskarsson ehf kr. 9.781.110
Altis ehf kr. 9.414.121

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði Altis ehf verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Altis ehf sem jafnframt er lægstbjóðandi.

3.Lýsing í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1812044Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.01.2019 vegna tilboða í endurnýjun á lýsingu í íþróttasali íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf 7.383.261,-
Raffó ehf 7.892.770,-
Kostnaðaráætlun 8.440.714,-

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði frá Ingva Óskarssyni ehf verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarsonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

4.Afnotastyrkur. Íþróttaskóli fyrir 2-5 ára börn.

Málsnúmer 1809055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jónínu Björnsdóttur, dags. 04.01.2019 þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu/styrk vegna húsaleigu í íþróttasal íþóttamiðstöðvar í Ólafsfirði til að vera með íþróttaskóla fyrir 2-5 ára börn frá 23. janúar til 10. apríl, alls 12 skipti.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára sem fór vel af stað á síðasta ári og samþykkir að veita styrk, kr. 80 þúsund í formi 50% afsláttar af húsaleigu á íþróttasal í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.1/2019 að upphæð kr. 80.000 við deild 06810 og lykil 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Smiðja listaháskólanema í Fjallabyggð - umsókn um styrk

Málsnúmer 1901043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fyrir hönd Alþýðuhússins, dags. 09.01.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi sundkorta fyrir 19 útskriftarnema Listaháskóla Íslands sem dvelja munu á Siglufirði dagana 15. til 28. janúar nk. Um er að ræða samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Alþýðuhússins í samstarfi við Herhúsið og Segul 67. Nemendur Listaháskólans munu taka þátt í tveggja vikna smiðju og setja upp viðburði í Alþýðuhúsinu, Herhúsinu og Segli 67.

Bæjarráð samþykkir að veita skólaafslátt skv. gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

6.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram launayfirlit tímabilsins 01.01.2018 til 31.12.2018.

7.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. desember 2018. Innborganir nema 1.088.785.511 kr. sem er 99,76% af tímabilsáætlun.

8.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til fjármálaráðherra varðandi Siglufjarðarflugvöll.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til fjármálaráðherra.

9.Fyrirspurn frá trölla.is varðandi flugvöllinn á Siglufirði

Málsnúmer 1901036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristínar Sigurjónsdóttur f.h. Trölla.is þar sem óskað er upplýsinga um fjölda flugvéla sem lent hafa á Siglufjarðarflugvelli frá því að hann var opnaður að nýju sumarið 2018, hvað hafi komið mikið í bæjarkassan síðan af lendingargjöldum og hver heildarkostnaður var við þá framkvæmd að opna völlinn?

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.

10.Skár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild

Málsnúmer 1901029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.01.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild.
Kjarasamningar allra stéttarfélaga nema Kennarasambands Íslands renna út 31. mars 2019 og áréttað er að almenn stéttarfélög innan ASÍ semja við ríki og sveitarfélög á grundvelli laga nr. 80/1938 á meðan opinberu félögin semja samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stéttarfélög sem semja á grundvelli laga nr. 80/1938 hafa ekki lagaheimild til gerðar undanþágulista komi til verkfalls.

Bæjarráð samþykkir framlagðan lista sem birtur var í b-deild Stjórnartíðinda þann 2. febrúar 2015 nr.104/2015.

11.Nýr formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1901030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 18.12.2018 þar sem fram kemur að á stjórnarfundi þann 17. desember sl. hafi Baldvin Esra Einarsson verið skipaður formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands í stað Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sem sagði sig úr stjórn vegna annarra verkefna frá og með 10. desember sl.

12.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 1811034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags 07.01.2019 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur undirritað nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tók gildi 1. janúar 2019. Reglugerðin er nr. 1088/2018 og er sett á grundvelli laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995. Í nýrri reglugerð eru gerðar breytingar á forsendum útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga ásamt uppfærslu á efni hennar til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verð á ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga.

13.Snjóeftirlitsmenn Fjallabyggð

Málsnúmer 1901044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Tómasi Einarssyni fh. snjóflóðaeftirlitsmanna í Fjallabyggð, dags. 09.01.2019 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð vegna kostnaðar við nauðsynlegan búnað sem sveitarfélögum er skylt að útvega samkvæmt reglugerð þar um og endurnýjun hans.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

14.Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs

Málsnúmer 1901046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyþingi - sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum dags. 09.01.2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð haldi úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 7. febrúar nk.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við meðfylgjandi dagskrá frá 2018.

15.Dagur leikskólans 6. febrúar 2019

Málsnúmer 1901049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.01.2018 er varðar Dag leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í leikskólum landsins í 12. sinn miðvikudaginn 6. febrúar nk.
Í tilefni dagsins verður viðurkenningin Orðsporið veitt í sjöunda sinn og blásið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni Dags leikskólans. Verkefnið er að yrkja á íslensku, á hvaða formi sem er (s.s. ljóð, vísur, sögur), og eru efnistök frjáls. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu textana. Skilafrestur er til 18. janúar nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

16.Áhrif fiskeldis í Eyjafirði - Ráðstefna 19. janúar 2018

Málsnúmer 1901052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 11.01.2019 varðandi ráðstefnu um áhrif fiskeldis í Eyjafirði sem haldin verður í Hofi laugardaginn 19. janúar nk. frá kl. 11-14.

Með ráðstefnunni er ætlað að fræða almenning og auka skilning hans á fiskeldi. Sjö sérfræðingar um málefnið frá Hafrannsóknarstofnun, Háskólanum á Hólum, NORCE og RORUM halda erindi.

17.Skákdagur Íslands - áskorun til sveitafélaga

Málsnúmer 1901053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skáksambands Íslands, dags. 11.01.2019 þar sem fram kemur að 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem nú verður 84 ára. Friðrik, sem lengi var meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega og gefur af sér til yngri kynslóða.
Sveitarfélög eru hvatt til þess að taka þátt í Skákdegi Íslands og heiðra með því meistara Friðrik Ólafsson og stuðla jafnframt að enn frekari útbreiðslu íþróttarinnar meðal ungra sem aldraðra.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

18.Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019

Málsnúmer 1901028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar verkefnahóps um úrgangsmál á Norðurlandi frá 12. desember sl.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Stýrihóps um heilsueflandi samfélags frá 10. janúar sl. og fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. janúar sl.

Fundi slitið - kl. 18:30.