Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019

Málsnúmer 1901003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 170. fundur - 23.01.2019

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Á 5 fundi stýrihóps um Heilsueflandi samfélag var ákveðið að óska eftir tilnefningu á varamönnum frá þeim hópum sem eiga fulltrúa í stýrihópnum.

    Varamenn hafa verið tilnefndir:

    Eldri borgarar tilnefndu Björgu Sæby Friðriksdóttur

    Varamaður frá leik- og grunnskóla er Björk Óladóttir

    Varamaður frá heilsugæslu er Dagný Sif Stefánsdóttir

    Varamaður UÍF er Arnheiður Jónsdóttir

    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Embætti landlæknis hefur sent Fjallabyggð fána Heilsueflandi samfélags með nafni Fjallabyggðar.

    Stýrihópurinn hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið, sex skipti. Sjá bókun í 3. dagskrárlið.

    Stýrihópurinn hvetur til þess að líkt og á síðasta ári verði boðið upp á opna tíma í líkamsræktum sveitarfélagsins og vísar því til fræðslu og frístundanefndar til umfjöllunar. Í opna tíma, sem yrðu tímasettir og auglýstir, gæti fólk komið og notið leiðsagnar á tæki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10. janúar 2019 Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á 6 skipta opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg sunnudagskvöld kl. 20.00, í fyrsta sinn sunnudaginn 3. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir.
    Gert er ráð fyrir kostnaði við námskeiðið í fjárhagsáætlun 2019. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Námskeiðið verður auglýst á næstunni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.