Bæjarráð Fjallabyggðar

586. fundur 20. desember 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Björgunarklippur - Slökkvilið Fjallabyggðar

Málsnúmer 1812037Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Ármann V. Sigurðsson og Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri og fóru yfir tilboð í björgunarklippur.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna í málinu samkvæmt því sem kom fram á fundinum.

2.Skíðasvæðin í Fjallabyggð - kostnaður bæjarfélagsins

Málsnúmer 1811073Vakta málsnúmer

Á 584. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að deildarstjóri fræðslu,- frístunda,- og menningarmála tæki saman kostnað við rekstur skíðasvæða í Fjallabyggð næstu ár og sl. 3 ár vegna fyrirspurnar Gunnars Smára Helgasonar f.h. Trölla.is
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 13.12.2018 vegna fyrirspurnar. Áætlaður kostnaður við rekstur skíðasvæðanna í Fjallabyggð á næsta ári skv. rekstrarsamningum við Skíðafélag Ólafsfjarðar og Leyningsás er samtals kr. 33.703.000 eða 6.703.000 vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl og 27.000.000 vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Kostnaður við skíðasvæðið í Tindaöxl árið 2018 var 6.267.269 kr, árið 2017 6.145.528 kr. og árið 2016 6.010.644. kr.
Kostnaður við skíðasvæðið í Skarðsdal árið 2018 var 28.157.620 kr. árið 2017 26.897.734 kr. og árið 2016, 27.011.478.kr

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.

3.Samningur um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa

Málsnúmer 1812022Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðaróhappa.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Samningar um afslátt af líkamsræktarkortum

Málsnúmer 1811079Vakta málsnúmer

Á 64. fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 10.12.2018 lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Einnig var deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útbúa reglur og umsóknareyðublað og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Lögð fram drög að eyðublaði vegna umsóknar björgunarsveitanna um afslátt af líkamsræktarkortum í samræmi við ákvörðun fræðslu- og frístundanefndar.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram.

5.Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi.

Málsnúmer 1808044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til þingmanna kjördæmsins vegna svarbréfs Ofanflóðanefndar dags. 27. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að senda til þingmanna kjördæmsins.

6.Fyrirspurn frá Alþingi um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

Málsnúmer 1812035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Dómsmálaráðuneytisis dags. 12.12.2918 er varðar fyrirspurn um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka á yfirstandandi ári. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem fram kemur að framlög til stjórnmálaafla hafa verið óbreytt til nokkurra ára kr. 360.000 á ári sem skiptist eftir vægi atkvæða.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu.

7.Afskriftir viðskiptakrafna - 2018

Málsnúmer 1801077Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að afskriftum viðskiptakrafna.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar vegna afskrifta viðskiptakrafna.

8.Ólafsvegur 34, íbúð 102

Málsnúmer 1810104Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað kauptilboð í íbúð 102 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

9.Rekstrarsamningur Síldarminjasafn Íslands 2019-2020

Málsnúmer 1812043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rekstrarsamningi við Síldarminjasafn Íslands 2019-2020.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.Lýsing í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1812044Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að gera verðkönnun á endurnýjun á lýsingu í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

Eftirtöldum aðilum verði gefin kostur á að bjóða í verkefnið:

Raftækjavinnustofan efh, Ingvi Óskarsson ehf, Raffó ehf og Andrés Kristján Stefánsson.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að framkvæma verðkönnun vegna lýsingar í íþróttahúsum Fjallabyggðar

11.Erindi vegna auglýsingaþjónustu

Málsnúmer 1812029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Arndísar Önnu K. Gunnarsdóttur lögfræðings f.h. Hljóðsmárans, dags. 09.12.2018 er varðar hugsanlegt brot gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Með birtingu auglýsinga á heimasíðu sinni á þjónustu aðila sem eru óskyldir sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um það á hvaða lagagrundvelli sveitarfélagið telur sér heimilt að veita ókeypis auglýsingaþjónustu á markaði þar sem fyrir eru minnst þrjú fyrirtæki í virkri samkeppni. Óskað er eftir svörum frá sveitarfélaginu innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins og berist svör ekki fyrir þann tíma verður óskað eftir athugun Samkeppniseftirlitsins á umræddri þjónustu.

Einnig lagt fram svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna hugsanlegra brota gegn ákvæði 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem fram kemur að lögmenn sambandsins telja hæpið að viðburðardagatal á heimasíðu sveitarfélaga brjóta gegn 16. gr. samkeppnislaga en benda á að gott sé að fara yfir kvartanir sem kunna að berast vegna viðburðardagatals á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarráð sér í ljósi þessa ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi á viðburðardagatali á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem það er í samræmi við heimasíður annarra sveitarfélaga.

12.Afnot af íþróttahúsi vegna bekkpressumóts

Málsnúmer 1812051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Maríu Petru Björnsdóttur fyrir hönd KFÓ um að fá niðurfellda leigu í íþróttahúsinu á Ólafsfirði vegna bekkpressumóts sem haldið verður milli jóla- og nýárs.


Bæjarráð samþykkir erindið, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018.

13.Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Hornbrekkubót Ólafsfirði

Málsnúmer 1707031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindismála varðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 13.09.2017 um að samþykkja deiliskipulagsbreytingu á Hornbrekkubót Ólafsfirði. Í úrskurðarorðum er kröfu kæranda hafnað.

14.Umsókn um lóð - norðan Hafnarbryggju

Málsnúmer 1812031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ramma hf um lóð "B" á uppfyllingu norðan Hafnarbryggju undir iðnaðarhúsnæði.

Bæjarráð fagnar umsókninni og samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu tæknideildar og skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Persónuverndastefna

Málsnúmer 1812041Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að presónuverndastefnu Fjallabyggðar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

16.Ósk um lækkun eða niðurfellingu á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 1812027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dags. 10.12.2018 fh. Sverris Björnssonar ehf. þar sem þess er óskað að Fjallabyggð komi til móts við nýbyggingu fyrirtækisins undir atvinnustarfsemi með lækkun eða niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt 8. gr. reglna Fjallabyggðar um Samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarrréttar í Fjallabyggð frá 04.07.2018 þar sem fram kemur að heimilt er að lækka eða fella niður gatnagerðargjald við eftirfarandi aðstæður, sbr. 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006: a. Þegar bregðast á við sérstökum aðstæðum, t.d. þegar um er að ræða aðgerðir til þéttingar byggðar, uppbyggingar atvinnulífs, aukinnar ásóknar í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.

Lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins í lok árs 2016 og hafist handa við framkvæmdir á lóðinni í lok árs 2017.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögu til bæjarráðs.

17.Ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk

Málsnúmer 1811027Vakta málsnúmer

Bæjarráði barst erindi frá hestamannafélaginu Gnýfara þess efnis að Fjallabyggð greiði félaginu fyrir fram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins og beiðni um að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið. Þá hafa forsvarsmenn hestamannafélagsins einnig komið á fund bæjarráðs til þess að fylgja erindinu eftir.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk enda engin fordæmi um slíkt en rekstrarsamningur er við hestamannafélagið vegna barna- og unglingastarfs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu til bæjarráðs varðandi kaldavatnsinntak.

18.Til umsagnar 409. mál frá nefndasviði Alþingis - Aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingar þess

Málsnúmer 1812025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi, 409. mál.

19.Frá nefndasviði Alþingis - 443. mál til umsagnar - Efla íslensku sem opinbert mál

Málsnúmer 1812038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um að efla íslensku sem opinbert mál, 443. mál.

20.Frá nefndasviði Alþingis - 417. mál til umsagnar - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Málsnúmer 1812039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs 417. mál.

21.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 101. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 18. 12.2018.

Fundi slitið - kl. 18:00.