Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

66. fundur 22. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Jafnréttisstefna Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1901067Vakta málsnúmer

Helena H. Aspelund fulltrúi kennara Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Jafnréttisáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að koma athugasemdum við áætlunina á framfæri við stjórnendur grunnskólans.

2.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2019

Málsnúmer 1901080Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðva verði skýrð þannig að fram komi til hvaða hóps skólaafsláttur vegna aðgangs að líkamsrækt nái. Nefndin leggur til að afsláttur eigi við um nemendur í 75% námi og nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Vakin er athygli á því að með keyptum aðgangi í rækt fylgir aðgangur að sundlaug. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að bætt verði við gjaldskrá liðnum „Handklæði, sundföt og sund“ kr. 2000.

Einnig skal eftirtöldum texta bætt við neðanmáls í gjaldskrá:
Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang að líkamsræktinni. Börn og unglingar á aldrinum 12-13 ára þurfa að vera í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni. 14 ára börn geta farið án ábyrgðarmanns í líkamsræktina. Í öllum tilvikum er miðað við upphaf árs (ekki við afmælisdaga).
Breytingin taki gildi 1. febrúar 2019.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag lagði til á 6. fundi sínum við fræðslu- og frístundanefnd að boðið yrði upp á opna tíma í líkamsrækt með leiðbeinanda líkt og gert var í janúar á síðast ári.

Fræðslu- og frístundanefnd felur forstöðumanni íþróttamiðstöðva að finna hentugan tíma, leiðbeinendur og leggja fyrir fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Umsögnin skal lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4.Samningar um afslátt af líkamsræktarkortum

Málsnúmer 1811079Vakta málsnúmer

Á 64.fundi, 10. desember sl. lagði fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að útkallssveit björgunarsveitanna Tinds og Stráka, að hámarki 6 einstaklingar í hvorri sveit fái árskort í líkamsræktarstöðvum íþróttamiðstöðvanna með 50% afslætti. Athugasemdir bárust frá björgunarsveitinni Strákum um fjölda einstaklinga. Ósk kom um að fjölga einstaklingum sem möguleika eiga á afslætti upp í 13 frá hvorri björgunarsveit. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir það fyrir sitt leyti. Afsláttur rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.

5.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar. Frístundastyrkur til barna á aldrinum 4-18 ára er kr. 32.500 fyrir árið 2019.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum.

6.NorðurOrg 2019

Málsnúmer 1808085Vakta málsnúmer

NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi og undankeppni Söngkeppni Samfés fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudaginn 25. janúar nk. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fyrirkomulag og framkvæmd keppninnar.

7.Styrkur til fyrirlestra og námskeiða

Málsnúmer 1901078Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að Þórarinn Hannesson komi á næsta fund nefndarinnar með hugmyndir að útfærslu á fræðsluerindum sem fræðslu- og frístundanefnd styrkti að upphæð kr. 80.000. Hugmynd Þórarins er að halda fræðsluerindi fyrir ýmsa hópa í samfélaginu.

Fundi slitið - kl. 18:30.