Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50
Málsnúmer 1901002F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019
Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Tjarnarborgar sat undir þessum lið. Lögð voru fram drög að reglum vegna vínveitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Einnig voru lögð fram drög að samningi vegna vínveitingasölu í menningarhúsinu. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019
Markaðs- og menningarfulltrúi lagði fram dagskrá að fyrirhuguðum Vorfundi ferðaþjónustu-, menningar- og afþreyingaraðila í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn 28. febrúar í Tjarnarborg.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019
Skipa þarf vinnuhóp til að vinna drög að markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að kanna hentuga samsetningu vinnuhóps og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Tillaga :
Bæjarstjórn áréttar að þetta verði fimm manna starfshópur skipaður af bæjarstjórn og óskar eftir tilnefningum í nefndina.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða með 7 atkvæðum.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 16. janúar 2019
Afhending menningarstyrkja fer fram í Tjarnarborg fimmtudaginn 24. janúar kl. 18.00. Afhentir verða menningarstyrkir vegna viðburða og hátíða sem markaðs- og menningarnefnd úthlutar ásamt þeim styrkjum sem bæjarráð úthlutar í menningarmálum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 170. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.