Bæjarráð Fjallabyggðar

587. fundur 08. janúar 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Rekstrarsamningur Síldarminjasafn Íslands 2019-2020

Málsnúmer 1812043Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður rekstrarsamningur við Síldarminjasafn Íslands fyrir árin 2019-2020.

2.Sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Tröppu ehf um ráðgjöf og stuðning við skólasamfélagið í Fjallabyggð ásamt verkefnalýsingu og tímalínu verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi ásamt fylgigögnum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi og leggja fyrir bæjarráð.

3.Kröfur - Innheimta

Málsnúmer 1812058Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Nanna Árnadóttir.

Lögð fram vinnugögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem fram kemur að gerð hafi verið verðkönnun hjá Arion banka og Íslandsbanka vegna kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Arion banka þar sem verð er hagstæðara og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram.

4.Heimild til lokað útboðs - ný íbúð Skálarhlíð

Málsnúmer 1811045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í breytingar á 1. hæð í Skálarhlíð.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 9.931.177
L7 ehf 9.100.026
Kostnaðaráætlun 9.243.020

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði L7 ehf sem er lægstbjóðandi verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf.

5.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 1812052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags 14.12.2018 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ármann Viðar Sigurðsson og Gunnar I. Birgisson til vara í vatnasvæðanefnd.

6.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 866. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2018.

8.Ferðaleikhús fyrir leikskólabörn

Málsnúmer 1812059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Júlíönu Kristínar Jónsdóttur, dags. 21.12.2018 þar sem hún vill kanna áhuga sveitarfélagsins á leiksýningunni „Það og Hvað“ sem er sýning fyrir börn á leikskólaaldri gegn vægu gjaldi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

9.Dómsniðurstaða varðandi laxeldi

Málsnúmer 1812061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.12.2018 þar sem vakin er athygli á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness frá 12.12.2018 í máli Náttúruverndar 2 málsóknarfélags gegn Matvælastofnun og Löxum fiskeldi á Austfjörðum.

Í dómi reynir á úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá október sl. þess efnis, að fella megi starfs- og rekstrarleyfi til laxeldis niður á þeirri forsendu að ekki sé í matsskýrslu fjallað um umhverfisáhrif annarra valkosta en sjókvíaeldis. Niðurstaða héraðsdóms er að ekki hafi tekist að sýna fram á slíka ógildingarannamarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Byggir dómurinn á vitnisburði Egils Þórarinssonar, sérfræðings á sviði umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, sem segir aðra valkosti, þ.e. geldfisk, eldi í lokuðum sjókvíum og eldi á landi, á tilraunastigi og því óraunhæfa.

10.18. fundur EES EFTA sveitarstjórnarvettvangs í desember

Málsnúmer 1812066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.12.2018 er varðar 118. fund EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins sem haldinn var í desember með nýjum fulltrúum íslenskra sveitarfélaga. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. Annars vegar um tækifæri EES EFTA sveitarfélaga á nýju ESB styrkjatímabili og hins vegar um væntanlega ESB tilskipun um „vernd hvíslara“ sem mun auka réttarvernd starfsmanna sem gefa upplýsingar um lögbrot.

11.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga tekur til starfa - óskað athugasemda

Málsnúmer 1812067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Starfshóps um endurskoðun kosningalaga, dags. 19.12.2018 þar sem fram kemur að frestur til að senda inn athugasemdir við tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosninga frá 2016 er til 22. janúar 2019.

12.Viðgerð á fráveituröri Primex

Málsnúmer 1610086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Primex dags. 28.12.2018 þar sem þess er óskað að bæjarráð fylgi eftir afgreiðslu ráðsins frá 21. september 2017 varðandi viðræður bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Primex um tillögur að sameiginlegum úrbótum á frárennsli Primex.
Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá 15.9.2017 þar sem farið er yfir málið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að taka upp viðræður við forsvarsmenn Primex ehf.

Fundi slitið - kl. 17:30.