Bæjarráð Fjallabyggðar

431. fundur 09. febrúar 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Húsaleigusamningar Ægisgötu 13 - Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601112Vakta málsnúmer

Lagður fram húsaleigusamningur við Menntaskólann á Tröllaskaga um kennsluaðstöðu að Ægisgötu 13 Ólafsfirði.
Gildistími samnings er út árið 2020.

Samningur bíður staðfestingar ráðuneyta fjármála og menntamála.

2.Drög að reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2016

Málsnúmer 1602010Vakta málsnúmer

Lögð fram til upplýsingar, umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi væntanlega reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til málefna fatlaðs fólks á árinu 2016.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmála, Hjartar Hjartarsonar.

3.Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. febrúar.
Eftirfarandi var fært til bókar:
"Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október til 1.desember 2015.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar."

4.Til umsagnar, 400. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1601106Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu eftirfarandi meginatriði.

1. Vatnsgjald verður ekki innheimt af fasteign fyrr en hún hefur verið tengd dreifikerfi vatnsveitu um heimæð.

2. Vatnsgjaldið tekur mið af fasteignamati fasteignarinnar í heild eða stærð allra mannvirkja á fasteign samkvæmt flatarmáli og/eða rúmmáli sé notkunin ekki mæld.

Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

5.Til umsagnar 404. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1601107Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu nokkrar meginbreytingar.

1. Kveðið er skýrt á um að heimilt verði að heimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengjast fráveitu sveitarfélagsins.

2. Lagt er til að sett verði ákvæði um hámarksgjald, sem er tiltekið hlutfall af heildarfasteignamati.

3. Álagning fráveitugjalds taki mið af landfræðilegum og tæknilegum aðstæðum.

4. Hlunnindi, ræktað land og önnur sérstök fasteignaréttindi skulu vera undanþegin álagningu fráveitugjalds.

5. Heimilt er að ákveða fráveitugjald miðað við fast gjald auk álags vegna rúmmáls allra mannvirkja á fasteign eða flatarmáls allra mannvirkja á fasteign og/eða notkunar samkvæmt mæli.

Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

6.Fasteignagjöld 2016

Málsnúmer 1602011Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fasteignagjöld 2016.

Einnig var lögð fram niðurstaða í verðkönnun meðal banka um þóknun fyrir kröfuinnheimtu fasteignagjalda með greiðsluseðlum.
Aðilar sem tóku þátt í verðkönnun, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki buðu upp á að sömu einingarverð gætu gilt fyrir aðra kröfuinnheimtu á vegum bæjarfélagsins.

Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:

Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækki um 10% frá fyrra ári. Tekjuviðmið eru með því lægsta sem gerist í samanburði við nágrannasveitarfélög.

Afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

Fjöldi gjalddaga verði átta, sem er óbreytt frá fyrra ári, frá 1. mars til 1. október og að nái álagning fateignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

Í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2016, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum, tóku þátt Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki.

Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 92.470, p/mánuð, Arion banki 116.550 og Íslandsbanki 133.740.
Allir aðilar buðu að sömu einingarverð gætu gilt varðandi aðra kröfuinnheimtu á vegum Fjallabyggðar.
Bæjarráð leggur til að gengið verði að tilboði Landsbankans.

Sólrún lagði fram tillögu um að veita greiðendum fasteignagjalda staðgreiðsluafslátt sem nemur 3%.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.

7.Rekstraryfirlit desember 2015

Málsnúmer 1602013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit desember 2015.

Óendurskoðuð rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir árið 2015, er 37,3 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 185,2 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 147,9 millj. Tekjur eru 117,1 millj. hærri en áætlun, gjöld 78,7 millj. hærri og fjármagnsliðir 1,1 millj. hærri.

8.Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð framhaldsskólastarfs á norðaustursvæði

Málsnúmer 1602018Vakta málsnúmer

Starfshópnum var ætlað að kortleggja grunnþætti í starfsemi framhaldsskólanna svo sem mannauð og námsframboð og leggja fram sameiginlega tillögu um framtíð framhaldskólastarfs á svæðinu.
Hópurinn hefur nú lokið störfum sínum og skilað skýrslu til ráðherra.

Skýrsla lögð fram til kynningar.

9.Mál er tengjast Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Ofanflóðanefndar, dagsett 2. febrúar 2016, er varðaði erindi Fjallabyggðar dagsett 25. nóvember 2015 um skemmdir á mannvirkjum á Siglufirði í hamfaraúrhelli 28. ágúst 2015.

Ofanflóðanefnd telur ekki forsendur vera til frekari aðkomu að kostnaði vegna viðgerða vegna tjóns sem varð á Hólavegi og Fossvegi á Siglufirði, umfram kr. 9,1 milljón.
Jafnframt var óskað eftir gögnum vegna aðkeyptrar vinnu við hreinsun á suðursvæði í Siglufirði áður en afstaða yrði tekin til þess hluta erindis.

Bæjarráð er ósátt við afgreiðslu Ofanflóðanefndar og felur bæjarstjóra að rita nefndinni bréf miðað við umræður í bæjarráði.

10.Rammasamningur um innkaup á tetra farstöðvum

Málsnúmer 1602007Vakta málsnúmer

Í erindi frá Neyðarlínunni er upplýst um áform í samstarfi við Ríkiskaup um rammasamningsútboðs vegna innkaupa á tetra farstöðvum.

Sýni Fjallabyggð áhuga á að vera með í rammasamningsútboði þarf yfirlýsing að hafa borist fyrir 15. febrúar n.k.

Samkvæmt munnlegri umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar Ámunda Gunnarssonar, er talið eðlilegt að Fjallabyggð verði með í útboði.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í útboði um innkaup á tetra farstöðvum.

11.Umsókn um styrk vegna kaldavatnsinntaks að Faxavöllum 9

Málsnúmer 1602006Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar styrkbeiðni Hestamannafélagsins Gnýfara. Láðst hafði að afgreiða styrkbeiðni við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016.

Sótt er um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.
2011 hafnaði bæjarráð samskonar beiðni frá félaginu.

Bæjarráð samþykkir að taka erindið til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2017.

12.Reglugerð nr. 1212/2015 - um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 1602001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Beiðni um hættumat og áhættugreiningu

Málsnúmer 1602008Vakta málsnúmer

Í erindi formanns Almannavarnanefndar Eyjafjarðar, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, dagsett 2. febrúar 2016, til Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, er lögð fram beiðni um gerð hættumats og áhættugreiningar vegna jarðskjálfta á starfsvæði Almannavarnanefndar Eyjafjarðar.

Samskonar beiðni liggur fyrir frá Almannavarnarnefnd Þingeyinga.

Lagt fram til kynningar.

14.Niðurskurður hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 1602017Vakta málsnúmer

Í tengslum við niðurskurð sem nú er fyrirhugaður hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vill umboðsmaður barna með erindi sínu dagsettu 4. febrúar 2016, skora á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar 13. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1601116Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.

Lagt fram til kynningar.

16.Ýmislegt talnaefni um skólahald í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1602002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar talnaefni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skólahald í leik- og grunnskólum árið 2014.

http://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/utgefid-efni-og-skyrslur/skyrslur-og-onnur-utgafa/skolaskyrsla-2015/


17.Jafnrétti í sveitarfélögum, málþing og námskeið

Málsnúmer 1602019Vakta málsnúmer

Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. febrúar 2016, er minnt á stefnumörkun sambandsins fyrir þetta kjörtímabil, en þar segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd. Með vísun til þess hyggst sambandið standa fyrir málþingi um jafnrétti í sveitarfélögum fimmtudaginn 31. mars og námskeiði daginn eftir.

Lagt fram til kynningar.

18.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 1602020Vakta málsnúmer

KEA svf. hefur nýlega keypt 15,22% eignarhlut Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf. og gerir Fjallabyggð og öðrum sveitarfélögum sambærilegt tilboð í þeirra hlut, með bréfi dagsettu 2. febrúar 2016.

Um er að ræða 0,29% af útgefnu hlutafé Tækifæris hf. og hljóðar tilboðið upp á kr. 2.197.749,-.

Bæjarráð samþykkir tilboð KEA svf. og felur bæjarstjóra að undirrita framangreint tilboð.

Jafnframt liggur fyrir að Fjallabyggð hefur ekki áhuga á að nýta sér forkaupsrétt í bréf Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf.

19.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 276. fundi, 13. janúar, 2016.

20.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

Fræðslu- og frístundanefnd 24. fundur, 8. febrúar 2016.
Skipulags- og umhverfisnefnd 197. fundur, 8. febrúar 2016.

Fundi slitið.