Til umsagnar, 400. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1601106

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 09.02.2016

Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu eftirfarandi meginatriði.

1. Vatnsgjald verður ekki innheimt af fasteign fyrr en hún hefur verið tengd dreifikerfi vatnsveitu um heimæð.

2. Vatnsgjaldið tekur mið af fasteignamati fasteignarinnar í heild eða stærð allra mannvirkja á fasteign samkvæmt flatarmáli og/eða rúmmáli sé notkunin ekki mæld.

Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.