Fasteignagjöld 2016

Málsnúmer 1602011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 09.02.2016

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fasteignagjöld 2016.

Einnig var lögð fram niðurstaða í verðkönnun meðal banka um þóknun fyrir kröfuinnheimtu fasteignagjalda með greiðsluseðlum.
Aðilar sem tóku þátt í verðkönnun, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki buðu upp á að sömu einingarverð gætu gilt fyrir aðra kröfuinnheimtu á vegum bæjarfélagsins.

Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:

Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækki um 10% frá fyrra ári. Tekjuviðmið eru með því lægsta sem gerist í samanburði við nágrannasveitarfélög.

Afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

Fjöldi gjalddaga verði átta, sem er óbreytt frá fyrra ári, frá 1. mars til 1. október og að nái álagning fateignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

Í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2016, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum, tóku þátt Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki.

Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 92.470, p/mánuð, Arion banki 116.550 og Íslandsbanki 133.740.
Allir aðilar buðu að sömu einingarverð gætu gilt varðandi aðra kröfuinnheimtu á vegum Fjallabyggðar.
Bæjarráð leggur til að gengið verði að tilboði Landsbankans.

Sólrún lagði fram tillögu um að veita greiðendum fasteignagjalda staðgreiðsluafslátt sem nemur 3%.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.