Til umsagnar 404. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1601107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 09.02.2016

Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu nokkrar meginbreytingar.

1. Kveðið er skýrt á um að heimilt verði að heimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengjast fráveitu sveitarfélagsins.

2. Lagt er til að sett verði ákvæði um hámarksgjald, sem er tiltekið hlutfall af heildarfasteignamati.

3. Álagning fráveitugjalds taki mið af landfræðilegum og tæknilegum aðstæðum.

4. Hlunnindi, ræktað land og önnur sérstök fasteignaréttindi skulu vera undanþegin álagningu fráveitugjalds.

5. Heimilt er að ákveða fráveitugjald miðað við fast gjald auk álags vegna rúmmáls allra mannvirkja á fasteign eða flatarmáls allra mannvirkja á fasteign og/eða notkunar samkvæmt mæli.

Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.