Rammasamningur um innkaup á tetra farstöðvum

Málsnúmer 1602007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 09.02.2016

Í erindi frá Neyðarlínunni er upplýst um áform í samstarfi við Ríkiskaup um rammasamningsútboðs vegna innkaupa á tetra farstöðvum.

Sýni Fjallabyggð áhuga á að vera með í rammasamningsútboði þarf yfirlýsing að hafa borist fyrir 15. febrúar n.k.

Samkvæmt munnlegri umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar Ámunda Gunnarssonar, er talið eðlilegt að Fjallabyggð verði með í útboði.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í útboði um innkaup á tetra farstöðvum.