Deiliskipulag Leirutanga

Málsnúmer 1501084

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 05.02.2015

Lögð voru fram drög að lýsingu vegna skipulagsvinnu við Leirutanga, þar sem gert verður ráð fyrir tjaldsvæði, athafnasvæði, útivistarsvæði og fuglafriðlandi. Nefndin gekk frá kaflanum "Áherslur skipulags- og umhverfisnefndar" og leggur til að lýsingin verði samþykkt og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25.02.2015

Lögð fram til kynningar drög að skýringaruppdrætti fyrir deiliskipulag Leirutanga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 179. fundur - 04.03.2015

Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga.

Nefndin samþykkir að gögn þessi verði kynnt almenningi í samræmi við 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25.03.2015

Á 179.fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru samþykkt drög að tillögu deiliskipulags Leirutanga. Drög þessi voru kynnt almenningi fyrir opnu húsi 17. mars sl. og á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður, á 177. fundi nefndarinnar, höfðu drög að lýsingu vegna skipulagsvinnunnar verið samþykkt. Var lýsingin auglýst þann 13. - 27. febrúar 2015. Uppfærð lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar var auglýst 6.-16. mars 2015 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. og 1. og 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags Leirutanga samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13.07.2015

Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði, var auglýst 13.5 2015. Athugasemdafrestur var til 26.6 2015. Ein athugasemd barst og þrjár umsagnir.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 188. fundur - 19.08.2015

Lögð fram til kynningar hönnunartillaga í vinnslu, af Leirutanga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Tillaga að deiliskipulagi Leirutanga var auglýst þann 15. maí - 26. júní 2015. Þrjár athugasemdir bárust. Eftir yfirferð athugasemda og umsagna og við nánari skoðun var tekin ákvörðun um að breyta tillögunni í meginatriðum.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði.
Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar:

Tjaldsvæði sem áður var á norðausturhluta tangans er nú á suðausturhluta hans og fjær mengaðri landfyllingu og í nánari tengslum við fyrirhugaða verslun og þjónustu.
Griðland fugla sem áður var á suðurhluta tangans er nú á norðurhluta hans og aðlagað að núverandi tjörn.
Fjallahjólasvæði er fellt út.
Lóðamörk og byggingarreitur fyrir verslun og þjónustu stækkar.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur deildarstjóra tæknideildar að ganga frá tillögunni til auglýsingar og auglýsa hana skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tæknideild óskar eftir heimild nefndarinnar fyrir því að hefja hreinsun og grófa landmótun á svæðinu. Nefndin samþykkir ósk tæknideildar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 194. fundur - 09.12.2015

Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar.

Afgreiðslu frestað og forsvarsmenn Bás ehf. boðaðir á næsta funda nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14.12.2015

Í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október-1.desember 2015. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015. Forsvarsmenn Bás ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.

Nefndin telur nauðsynlegt að málið verði skoðað nánar og óskar eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Leirutanga. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var fjallað um athugasemd Báss ehf við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Leirutanga.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.

Bæjarstjóri kynnti bæjarráði fyrirliggjandi lögfræðiálit.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 08.02.2016

Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 09.02.2016

Lögð fram til kynningar afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. febrúar.
Eftirfarandi var fært til bókar:
"Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október til 1.desember 2015.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar."