Bæjarráð Fjallabyggðar

638. fundur 04. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Vatnsgjald

Málsnúmer 1911036Vakta málsnúmer

Á 629. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að svara erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðuneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár, vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

Lögð fram drög að svari bæjarstjóra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.01.2019.

Bæjarráð samþykkir drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á ráðuneytið.

2.Styrkumsóknir 2020 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2020.

Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2020 samtals kr. 3.397.516.-

3.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Lögð fram svarbréf Rarik og Mílu dags. 28.01.2020 við erindi Fjallabyggðar dags. 10.01.2020 vegna óveðurs þann 10.- 12. desember sl.

Bæjarráð þakkar Rarik og Mílu svörin.

4.Tónskólinn á Tröllaskaga, beiðni um viðauka vegna veikindalauna.

Málsnúmer 2001111Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 30.01.2020 þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2020 vegna veikinda starfsmanns. Hlutur Fjallabyggðar er um 48% eða kr. 311.066.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.2/2020 við launaáætlun TÁT 2020 kr. 311.066 sem færist á lið 04510-9291, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2020

Málsnúmer 2001113Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 111.094.352 eða 100,65% af tímabilsáætlun.

6.Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla

Málsnúmer 1911026Vakta málsnúmer

Á 630. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála á því hvort Fjallabyggð uppfyllti atriði leiðbeininga til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla, samkvæmt erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 04.11.2019.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 03.12.2019 þar sem fram kemur að akstur Fjallabyggðar með nemendur grunnskólans uppfylli þær kröfur og skilyrði sem til hans eru gerðar.

Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra og leggur áherslu á mikilvægi þess að öryggi sé ávallt í fyrirrúmi þegar kemur að skólaakstri í sveitarfélaginu.

7.Tjón á skíðalyftu í óveðri í desember 2019

Málsnúmer 1912057Vakta málsnúmer

Á 634. fundi bæjarráðs, 7. janúar s.l. samþykkti bæjarráð kostnað vegna viðgerðar á öryggisvír í skíðalyftu og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar í óveðri sem gekk yfir í desember. Áætlaður kostnaður vegna viðgerðar var kr. 1.200.000. Bæjarráð bókaði að kostnaði við verkið yrði vísað í viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands lægi fyrir.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Náttúruhamfarasjóður Íslands greiðir ekki bætur vegna tjónsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna kostnaðar við umrædda viðgerð, kr. 1.200.000-. sem færist á málaflokk 06680, lykill 4960, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.

8.Öryggi barna og ungmenna í umferðinni

Málsnúmer 2001053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar, dags. 27.01.2020 er varðar umferðaröryggi í Fjallabyggð. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða verkefni eru hafin hjá sveitarfélaginu, sem miða að því að auka umferðaröryggi gangandi vegfaranda, hvenær áformað er að vinna við þau hefjist og hver áætluð verklok eru. Einnig er spurt hvernig það fari saman að hækka hámarkshraða í öllum bænum þ.m.t. íbúðahverfum og að auka öryggi gangandi vegfaranda?

Bæjarráð ítrekar að vinna er hafin hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni. Verkefnin krefjast mörg hver samstarfs við Vegagerðina og því ótímabært að gefa út útfærslur og verklok að svo stöddu. Önnur verkefni sem snúa að sveitarfélaginu eru í vinnslu. Hvað varðar hækkaðan hámarkshraða úr 35 í 40 km. á klst. og útfærslur á hvar og hvernig hámarkshraði verði lækkaður úr 35 í 30 km. á klst. er einnig of snemmt að segja til um þar sem málið er enn í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd og slíkar aðgerðir krefjast einnig samvinnu við Vegagerðina svo og umsagnar frá lögregluembættinu og Samgöngustofu.

Bæjarráð vill taka fram að bæjarfulltrúar hafa átt fund með lögreglustjóra Norðurlands Eystra vegna málsins.

Bæjarráð mun bóka ákvarðanir þegar þær liggja fyrir.

9.Vegna stöðuleyfis

Málsnúmer 2001075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skotfélags Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á stöðuleyfi vegna gáms sem líta má á sem fasteignagjald vegna vallarhúss félagsins. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort stöðuleyfisgjald verður áfram rukkað inn í janúar fyrir árið áður eins og raunin er nú.

Bæjarráð hafnar ósk um niðurfellingu á stöðuleyfi gáms og bendir á að fasteignaskattsstyrkur er veittur til félagasamtaka vegna fasteigna á grundvelli umsókna sem berast innan tímamarka samkvæmt auglýsingu.
Varðandi innheimtu á gjöldum er bent á að hafa samband við fjármáladeild.

10.Umsókn um laun í námslotum samkvæmt viðmiðunarreglum.

Málsnúmer 2001072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Birgittu Þorsteinsdóttur, dags. 23.01.2020 varðandi launað leyfi í námslotum við Háskólann á Akureyri samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála dags. 27.02.2020.

Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Birgittu Þorsteinsdóttur með vísan til 4. gr. viðmiðunarreglna um launuð leyfi.

11.Umsókn um launað leyfi í námslotum samkvæmt viðmiðunarreglum

Málsnúmer 2001074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Söru Óskar Halldórsdóttur, dags. 22.01.2020 er varðar launað leyfi vegna námslota við Háskóla Íslands samkvæmt reglum Fjallabyggðar um launað námsleyfi.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 30.01.2020.

Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Söru Óskar Halldórsdóttur með vísan til 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi.

12.Gatnagerðargjöld að Bakkabyggð Ólafsfirði

Málsnúmer 2001078Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Húseigendafélagsins fh. Elísar Hólm Þórðarsonar, dags. 24.01.2020 vegna gatnagerðargjalda að Bakkabyggð 2 í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins.

13.Aukaþing SSNE í febrúar

Málsnúmer 2001095Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE, dags. 29.01.2020 þar sem fram kemur að stjórn SSNE leggur til að ekki verði boðað til aukaþings í febrúar til þess að manna nefndir og fagráð Uppbyggingarsjóðs í samræmi við 15. og 16. gr. samþykkta SSNE þar sem úthlutun er lokið og því óþarfi að manna stöður strax.
Hafi aðildarsveitarfélög SSNE athugasemdir við framangreinda breytingu á starfsáætlun eru þau beðin um að hafa samband við undirritaða sem allra fyrst.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framangreint.

14.Byggðaáætlun - Náttúruvernd og efling byggða

Málsnúmer 2001070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags. 24.01.2020 þar sem óskað er eftir hugmyndum að mögulegum verkefnum sem falla undir lið C.). í byggðaáætlun fyrir 24. febrúar nk.

https://www.althingi.is/altext/pdf/148/s/1242.pdf.

C.9. Náttúruvernd og efling byggða.
Verkefnismarkmið: Að náttúruvernd stuðli að eflingu byggða.
Greind verði tækifæri og ávinningur í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúruverndarsvæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Hugað verði að því að verulegur ávinningur getur falist í friðlýsingu svæða og rekstri þeirra, svo sem með stofnun þjóðgarða eða jarðvanga. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda fyrirtækja í náttúrutengdri ferðaþjónustu innan landshluta.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstóra og deildarstjóra.

15.Bæjarráð Seyðisfjarðar 22.jan- Ofanflóðamál

Málsnúmer 2001073Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar dags. 22.02.2020 er varðar ofanflóðamál. Bókunin er eftirfarandi:
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar harmar það að þær hamfarir sem dundu yfir Vestfirði í síðustu viku hafi þurft til þess að opna á umræðu um ofanflóðasjóð. Seyðisfjörður er einn þeirra staða sem kallað hefur eftir vörnum bæði fyrir snjó- og aurflóðum. Sérfræðingar hafa rannsakað og skilað skýrslum, forhönnun varnargarða liggur fyrir en fjármagnið vantar. Bæjarráð tekur undir með þeim sem hafa minnt stjórnvöld á að breyta þurfi áherslum ríkissjóðs á þann veg að það fjármagn sem greitt hefur verið í svokallaðan ofanflóðasjóð verði nýtt í varnir. Komið hefur fram í fjölmiðlum að í ríkisstjórninni sé vilji til þess að úr þessu verði bætt sem er þakkarvert. Bæjarráð Seyðisfjarðar minnir á að árið 1885 féll eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar úr Bjólfinum, sópaði flóðið 15 húsum út í sjó, 90 manns lentu í flóðinu og 24 létust. Árið 1995 sópaðist fiskimjölsverksmiðja úr í sjó, einnig staðsett í Bjólfinum. Mikil mildi að ekki varð manntjón þar. Við viljum því minna á að hamfarir sem þessar geta átt sér stað hvenær sem er. Bæjarráð Seyðisfjarðar krefst þess að ofanflóðasjóður verið fjármagnaður að fullu og gert kleift að uppfylla skyldur sínar.

Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar og mikilvægi þess að fjármagn verði tryggt til þess að verja byggðir fyrir þessari náttúruvá og minnir á að á Siglufirði er fjórða og síðasta áfanga stoðvirkja fyrir ofan byggð enn ólokið þrátt fyrir ítrekaðar kröfur bæjarráðs um að verkið yrði klárað í beinu framhaldi af þriðja áfanga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi á Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra.

16.Upplýsingaöflun vegna stöðu jafnlaunavottunar

Málsnúmer 2001024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 08.01.2020 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafi hafið vinnu við jafnlaunavottun og hvenær áætlað sé að vottun verði staðfest.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu

17.Vinnuhópur vegna gervigrasvallar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1911058Vakta málsnúmer

Á 633. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir tilnefningu tveggja aðila úr stjórn Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar - KF, í vinnuhóp vegna framkvæmdar við gervigrasvöll í Ólafsfirði.

Lagt fram erindi Þorvaldar Sveins Guðbjörnssonar fh. stjórnar KF, dags. 30.01.2020 þar sem stjórn tilnefnir Þorvald Svein Guðbjörnsson og Gunnlaug Sigursveinsson í vinnuhópinn.

18.Fundarboð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, miðvikudaginn 5. febrúar

Málsnúmer 2001119Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Nefndarsvið Alþingis, dags. 31.01.2020 þar sem fram kemur að á
fundi Umhverfis- og samgöngunefndar sem haldinn verður miðvikudaginn 5. febrúar verða til umræðu tvær áætlanir:
Fimm ára samgönguáætlun 2020-2024, 434. mál https://www.althingi.is/altext/150/s/0598.html
Samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál https://www.althingi.is/altext/150/s/0599.html

Fjallabyggð verður í hópi með Eyþing, Akureyrarbæ, Grýtubakkahrepp og Þingeyjarsveit

Bæjarráð samþykkir að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði fulltrúi Fjallabyggðar á fundinum.

19.Frá nefndasviði Alþingis - 50. mál til umsagnar

Málsnúmer 2001114Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30.01.2020 frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

20.Frá nefndasviði Alþingis - 64. mál til umsagnar

Málsnúmer 2001115Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 30.01.2020 tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

21.18. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga 24.2.2020. Fundargögn

Málsnúmer 2001067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar Skólanefndar tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 24.01.2020.

22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 03.02.2020.

Fundi slitið - kl. 09:45.