Vegna stöðuleyfis

Málsnúmer 2001075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Lagt fram erindi Skotfélags Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á stöðuleyfi vegna gáms sem líta má á sem fasteignagjald vegna vallarhúss félagsins. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort stöðuleyfisgjald verður áfram rukkað inn í janúar fyrir árið áður eins og raunin er nú.

Bæjarráð hafnar ósk um niðurfellingu á stöðuleyfi gáms og bendir á að fasteignaskattsstyrkur er veittur til félagasamtaka vegna fasteigna á grundvelli umsókna sem berast innan tímamarka samkvæmt auglýsingu.
Varðandi innheimtu á gjöldum er bent á að hafa samband við fjármáladeild.