Öryggi barna og ungmenna í umferðinni

Málsnúmer 2001053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar, dags. 16.01.2020 er varðar öryggi barna og ungmenna í umferðinni.

Bæjarráð þakkar erindið og vill koma því á framfæri að þegar er hafin vinna hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar, dags. 27.01.2020 er varðar umferðaröryggi í Fjallabyggð. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða verkefni eru hafin hjá sveitarfélaginu, sem miða að því að auka umferðaröryggi gangandi vegfaranda, hvenær áformað er að vinna við þau hefjist og hver áætluð verklok eru. Einnig er spurt hvernig það fari saman að hækka hámarkshraða í öllum bænum þ.m.t. íbúðahverfum og að auka öryggi gangandi vegfaranda?

Bæjarráð ítrekar að vinna er hafin hjá sveitarfélaginu sem miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda í umferðinni. Verkefnin krefjast mörg hver samstarfs við Vegagerðina og því ótímabært að gefa út útfærslur og verklok að svo stöddu. Önnur verkefni sem snúa að sveitarfélaginu eru í vinnslu. Hvað varðar hækkaðan hámarkshraða úr 35 í 40 km. á klst. og útfærslur á hvar og hvernig hámarkshraði verði lækkaður úr 35 í 30 km. á klst. er einnig of snemmt að segja til um þar sem málið er enn í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd og slíkar aðgerðir krefjast einnig samvinnu við Vegagerðina svo og umsagnar frá lögregluembættinu og Samgöngustofu.

Bæjarráð vill taka fram að bæjarfulltrúar hafa átt fund með lögreglustjóra Norðurlands Eystra vegna málsins.

Bæjarráð mun bóka ákvarðanir þegar þær liggja fyrir.