Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla

Málsnúmer 1911026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur - 26.11.2019

Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 04.11.2019 er varða leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsókn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi það hvort Fjallabyggð uppfylli þau atriði sem um ræðir í leiðbeiningum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Á 630. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála á því hvort Fjallabyggð uppfyllti atriði leiðbeininga til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla, samkvæmt erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 04.11.2019.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála dags. 03.12.2019 þar sem fram kemur að akstur Fjallabyggðar með nemendur grunnskólans uppfylli þær kröfur og skilyrði sem til hans eru gerðar.

Bæjarráð samþykkir vinnuskjal deildarstjóra og leggur áherslu á mikilvægi þess að öryggi sé ávallt í fyrirrúmi þegar kemur að skólaakstri í sveitarfélaginu.