Tjón á skíðalyftu í óveðri í desember 2019

Málsnúmer 1912057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að tjón hefur orðið á öryggisvír í skíðalyftu í Tindaöxl og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar og óveðurs.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna viðgerðar kr. 1.200.000. og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Kostnaði við verkið verður vísað til viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Á 634. fundi bæjarráðs, 7. janúar s.l. samþykkti bæjarráð kostnað vegna viðgerðar á öryggisvír í skíðalyftu og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar í óveðri sem gekk yfir í desember. Áætlaður kostnaður vegna viðgerðar var kr. 1.200.000. Bæjarráð bókaði að kostnaði við verkið yrði vísað í viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands lægi fyrir.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Náttúruhamfarasjóður Íslands greiðir ekki bætur vegna tjónsins.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3/2020 við fjárhagsáætlun 2020 vegna kostnaðar við umrædda viðgerð, kr. 1.200.000-. sem færist á málaflokk 06680, lykill 4960, sem verður mætt með lækkun á handbæru fé.