Vatnsgjald

Málsnúmer 1911036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 629. fundur - 19.11.2019

Lagt fram erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðaneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 638. fundur - 04.02.2020

Á 629. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að svara erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðuneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár, vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

Lögð fram drög að svari bæjarstjóra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.01.2019.

Bæjarráð samþykkir drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á ráðuneytið.