Bæjarráð Fjallabyggðar

578. fundur 30. október 2018 kl. 16:30 - 19:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Kynning á reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit

Málsnúmer 1810116Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og fór yfir nýja reglugerð nr.550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirliti sem tók gildi í maí sl.

Bæjarráð óskar eftir að fá umsögn um reglugerðina frá stjórn HNV.

2.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.

Tekjumörk eru sem hér segir:


Flokkur -
Einstaklingar
Afsláttur
1.
0 - 3.000.000 - 100%
2.
3.000.001 - 3.600.000 - 75%
3.
3.600.001 - 4.200.000 - 50%
4.
4.200.001 - 4.800.000 - 25%
5.
4.800.001 - - 0%

Flokkur -
Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1.
0 - 4.000.000 - 100%
2.
4.000.001 - 4.600.000 - 75%
3.
4.600.001 - 5.200.000 - 50%
4.
5.200.001 - 5.800.000 - 25%
5.
5.800.001 - - 0%


Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.

Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.

Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2019 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun og umræður á fundi.
3.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2019.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.

Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 9. nóvember nk..

4.Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði

Málsnúmer 1808079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verksamningi vegna ræstingar á húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð.

5.Ferðastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026Vakta málsnúmer

Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24. 10.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

Bæjarráð samþykkir að leysa upp stýrihóp sem vinna átti að ferðastefnu Fjallabyggðar og þess í stað verði stofnaður nýr vinnuhópur sem skila á drögum að markaðsstefnu Fjallabyggðar til markaðs- og menningarnefndar eigi síðar en 1. júní 2019. Launakostnaði vegna fundarsetu er vísað til fjárhagsáætlunar 2019.

6.Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf

Málsnúmer 1810051Vakta málsnúmer

Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24.10.2018 tók nefndin til afgreiðslu erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is varðandi samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði 4. lið, er varðar beina útsending frá bæjarstjórnarfundum til bæjarráðs.
Í erindi Gunnars og Kristínar fh. Trölla.is kemur fram að Trölli.is gæti sent bæjarstjórnarfundi út beint, bæði hljóð og mynd, á vefnum trolli.is, sem einnig væri hægt að hafa á fjallabyggd.is ef óskað yrði eftir, með viðeigandi færslu á fjallabyggd.is. Trölli mundi þá sjá um allan tæknibúnað og vinnu við að senda fundina út.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði við útsendingar bæjarstjórnarfunda á fjárhagsárinu 2019.

Jón Valgeir Baldursson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

7.Rekstrarsamningur 2018 Pálshús

Málsnúmer 1810111Vakta málsnúmer

Þosteinn Ásgeirsson mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir umsóknum Fjallasala ses, um bæði rekstrar- og fjárfestingastyrki.

8.Umsókn um styrk/aðstoð við rannsóknir til undirbúnings atvinnuuppbyggingar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1810071Vakta málsnúmer

Erindi svarað
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson og Þorbjörn Sigurðsson fyrir hönd Framfarafélags Ólafsfjarðar og gerðu grein fyrir umsókn félagsins um fjárstyrk til undirbúnings á fiskeldi í Ólafsfirði.9.Yfirlit yfir rekstrarkostnað allra grunnskóla árið 2017

Málsnúmer 1810092Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.10.2018 varðandi rekstrarkostnað allra grunnskóla árið 2017. Óskað er eftir því að sveitarfélög fari yfir tölur sinna skóla áður en útreikningar vegna rekstrarkostnaðar á hvern nemanda verður gerður.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.

10.Húsnæðisþing 2018

Málsnúmer 1810100Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar dagskrá húsnæðisþings 2018 sem Velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður standa fyrir og haldið verður þriðjudaginn 30. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.

11.Upplýsingar um kynjahlutfall í fastanefndum

Málsnúmer 1810080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 8.10.2018 þar sem kallað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um kynjahlutfall í fastanefndum. Óskað er eftir upplýsingum um kynjahlutfall í hverri nefnd fyrir sig, annars vegar hjá aðalfulltrúum og hins vegar varafulltrúum í viðkomandi nefndum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um kyn formanns nefndar.
Einnig lögð fram drög að svarbréfi ritara og skjalastjóra vegna umbeðinna upplýsinga.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur ritara og skjalastjóra að senda á Jafnréttisstofu.

12.Umsögn Samgöngufélagsins um tillögu að samgönguáætlun 2019 til 2033.

Málsnúmer 1810102Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngufélasins, dags. 23.10.2018 þar sem vakin er athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar.

13.Haustráðstefna um byggingarúrgang

Málsnúmer 1810106Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Samtaka iðnaðarins, dags. 24.10.2018 er varðar Haustráðstefnu um byggingarúrgang sem er samvinnuverkefni milli Fenúr, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00-16.30. Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf.

14.Heilbrigðisþing 2 nóvember 2018

Málsnúmer 1810107Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 22.10.2018 er varðar Heilbrigðisþing sem haldið verður þann 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 16 á Grand hótel, Reykjavík. Markmið þingsins er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um drög að nýrri heilbrigðisstefnu, stefnu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi til ársins 2030. Þingið er öllum opið og eru allir sem láta sig heilbrigðismál varða hvattir til að taka þátt. Skráning fer fram á www.þing.is. Til að tryggja aðgengi allra landsmanna að þinginu verður dagskrá og umræðum streymt á slóðinni www.heilbrigdisthing.is þar sem einnig verður hægt að senda inn spurningar og ábendingar.

15.Ágóðahlutagreiðsla 2018

Málsnúmer 1810096Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 18.10.2018 er varðar greiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í ár verða greiddar út 50 mkr. og er hlutdeild Fjallabyggðar 2,467% eða 1.233.500.-

16.Evrópsk ráðstefna í MTR um upplýsingatækni í kennslu 15. - 19. okt 2018

Málsnúmer 1808059Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún þakkar sveitarfélaginu góðan stuðning og gott samstarf vegna ráðstefnunnar EcoMedia sem fram fór dagana 15. - 19. október 2018 og tókst með miklum ágætum.

17.Græn skref í ríkisrekstri

Málsnúmer 1801082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún óskar eftir aðstoð sveitarfélagsins við að komast á þriðja skref af fimm í grænum ríkisrekstri sem felur í sér hjólavottun og hleðslustöð fyrir rafmangnsbíla.

Bæjarráð samþykkir að boða skólameistara á fund bæjarráðs.

18.Malbik vantar á bút við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1810108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að lokið verði hið fyrsta við að malbika bút sem liggur frá malbikuðum vegi milli skólanna tveggja að móttökueldhúsi Menntaskólans.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

19.Til umsagnar 222. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1810113Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags 25.10.2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.

20.Til umsagnar 212. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1810112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25.10.2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. Mál.

21.Nýsköpunarkönnun - Nýsköpunarvogin

Málsnúmer 1810115Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.10.2018 er varðar könnun á stöðu nýsköpunar í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

22.Ráðstefna forskot til framtíðar - vinnumarkaður framtíðarinnar

Málsnúmer 1810103Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 23.10.2018 er varðar Ráðstefnuna Forskot til framtíðar sem haldin verður föstudaginn 2.11.2018 nk. frá kl. 9-14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Ráðstefnan er opin öllum og eru allir sem áhuga hafa á mennta- og vinnumarkaðsmálum framtíðarinnar hvattir til að taka þátt. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við ASÍ, BHM, BSRB, KKÍ, Landssamtök íslenskra stúdenta, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Samband íslenskra sveitarfélaga.

23.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september sl.

24.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 47. fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 24.10.2018

Fundi slitið - kl. 19:45.