Ferðamálastefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1401026

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 09.01.2014

Tekin til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að ferðamálum.
Samkvæmt fyrirliggjandi þjónustusamningi Markaðsstofu Norðurlands og Fjallabyggðar, getur M.N. veitt aðstoð við slíka stefnumótun.
Lagðar fram til hliðsjónar ferðamálastefnur Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að hafin verði vinna við  gerð ferðamálastefnu fyrir Fjallabyggð.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 6. fundur - 17.03.2014

Lagðir fram minnispunktar markaðs- og menningarfulltrúa frá fundi 20. febrúar s.l. með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu.
Markaðs- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju með mætingu á fundinn og að vinna sé hafin við mótun ferðamálastefnu Fjallabyggðar.
Óskað er eftir því að markaðs- og menningarnefnd skipi tvo fulltrúa í starfshóp við undirbúning ferðamálastefnunnar, en frá hagsmunaaðilum eru tilnefndir Þórir Kr. Þórisson, Helgi Jóhannsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tilnefningu í starfshóp til næsta fundar bæjarstjórnar.
Starfshópurinn mun starfa með markaðs- og menningarfulltrúa, Kristni J. Reimarssyni.

Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29.10.2014

Lagt fram
Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar óskar eftir umsögn nefnda sveitarfélagsins.

Fundurinn fagnar vinnu stýrihópsins við gerð stefunnar og telur hana löngu tímabæra.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2014

Drög að ferðastefnu Fjallabyggðar var lögð fram til kynningar í atvinnumálanefnd 29.10.2014 og óskar nefndin eftir umsögn annarra nefnda á vegum bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn tekur undir niðurstöður atvinnumálanefndar og fagnar þeirri vinnu sem komin er fram hjá stýrihóp verkefnisins.
Hafnarstjórn vill hins vegar taka undir þær áherslur er varðar að bæta ásýnd hafnarsvæða og að ferðamönnum verði gert kleift að njóta þeirra í sátt og samlyndi við fyrirtæki sem starfa á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn telur æskilegt að taka þátt í næstu Sjávarútvegssýningu, með fyrirtækjum bæjarfélagsins, sem haldin verður á árinu 2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 174. fundur - 19.11.2014

Lögð fram ferðastefna Fjallabyggðar og óskað eftir umsögn nefndarinnar.

Nefndin fagnar framkominni ferðastefnu og mun taka tillit til hennar framvegis við sín störf.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20.11.2014

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 20.11.2014

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Stýrihópur um gerð ferðastefnunnar hefur óskað eftir umsögn nefnda bæjarfélagsins.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um tillöguna og gerir ekki athugasemdir.
Nefndin samþykkir að boða til samráðsfundar með ferðaþjónustuaðilum til að fara yfir tillöguna og fleiri þætti er snúa að sameiginlegum hagsmunum sveitarfélagins og ferðaþjónustuaðila.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Lögð fram til kynningar tillaga að Ferðastefnu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.04.2018

Drög að Ferðastefnu Fjallabyggðar var samin árið 2014 en þeirri vinnu var aldrei lokið. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að stefnan verði tekin upp og endurskoðuð með það í huga að gefa hana út á árinu 2018. Stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. apríl sl. var samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði að gerð ferðastefnu sveitarfélagsins og hún gefin út árið 2018. Skipaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

Deildarstjóri fór yfir fyrirhugað fyrirkomulag á vinnu starfshópsins og tímaáætlun. Vinnan við stefnuna er vel á veg komin.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skipa vinnuhóp sem mun ljúka þessari vinnu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 43. fundur - 09.05.2018

Vinnuhópur hefur verið stofnaður um að ljúka við gerð Ferðastefnu Fjallabyggðar. Í hópnum eru Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, Ægir Bergsson, Bjarney Lea Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson og Gestur Þór Guðmundsson.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 27.06.2018

Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi sagði fundarmönnum frá vinnu við gerð Ferðastefnu Fjallabyggðar. Stýrihópur hefur verið stofnaður til að endurskoða og ljúka þeirri vinnu sem hafin er.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 01.08.2018

Fyrr á þessu ári var stofnaður stýrihópur til að klára vinnu við Ferðastefnu Fjallabyggðar. Ákveðið að formaður nefndarinnar fundi með stýrihópnum á næstunni vegna vinnunnar sem framundan er við ferðastefnuna.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24.10.2018

Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24. 10.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

Bæjarráð samþykkir að leysa upp stýrihóp sem vinna átti að ferðastefnu Fjallabyggðar og þess í stað verði stofnaður nýr vinnuhópur sem skila á drögum að markaðsstefnu Fjallabyggðar til markaðs- og menningarnefndar eigi síðar en 1. júní 2019. Launakostnaði vegna fundarsetu er vísað til fjárhagsáætlunar 2019.