Erindi frá Trölla, hugmyndir um samstarf.

Málsnúmer 1810051

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24.10.2018

Borist hefur erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is þar sem fram koma ýmsar hugmyndir að samstarfi við sveitarfélagið. Meðal samstarfshugmynda er þjónusta á sviði auglýsinga og markaðssetningar fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og þann áhuga sem Trölli.is sýnir samstarfi við sveitarfélagið en telur ekki tímabært að skoða samstarf um markaðssetningu og auglýsingaþjónustu fyrr en markaðsstefna sveitarfélagsins hefur litið dagsins ljós. Í innsendu erindi frá Trölla eru hugmyndir sem ekki heyra undir málefni markaðs- og menningarnefndar og hvetur nefndin deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kynna fyrir viðeigandi fagnefnd og koma á framfæri við bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24.10.2018 tók nefndin til afgreiðslu erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is varðandi samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði 4. lið, er varðar beina útsending frá bæjarstjórnarfundum til bæjarráðs.
Í erindi Gunnars og Kristínar fh. Trölla.is kemur fram að Trölli.is gæti sent bæjarstjórnarfundi út beint, bæði hljóð og mynd, á vefnum trolli.is, sem einnig væri hægt að hafa á fjallabyggd.is ef óskað yrði eftir, með viðeigandi færslu á fjallabyggd.is. Trölli mundi þá sjá um allan tæknibúnað og vinnu við að senda fundina út.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði við útsendingar bæjarstjórnarfunda á fjárhagsárinu 2019.

Jón Valgeir Baldursson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Trölla.is þar sem óskað er eftir því að senda bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar út beint, án endurgjalds.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar varðandi fyrirkomulag útsendinga bæjarstjórnarfunda í öðrum sveitarfélögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27.11.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fyrirkomulag er varðar útsendingu á bæjarstjórnarfundum.

Bæjarráð samþykkir að boða Gunnar Smára fyrir hönd Trölla.is á fund bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 03.12.2018

Á 47.fundi Markaðs- og menningarnefndar var tekið fyrir erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is um hugmyndir um samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði hluta hugmynda sem þar komu fram til Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Hugmyndir þessar snúa að samstarfi við félagsmiðstöðina og grunn-, leik- og tónlistarskóla. Nú þegar er Trölli.is í samstarfi við grunnskólann um valgrein á unglingastigi.
Fræðslu- og frístundarnefnd þakkar þeim Gunnari Smára og Kristínu fyrir góðar hugmyndir og óskar eftir umsögn frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar um erindið.
Fræðslu- og frístundanefnd vísar hugmynd um samstarf við tónlistarskólann til skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Á fund bæjarráðs mætti Gunnar Smári Helgason fyrir hönd Trölla.is vegna umsóknar Trölla um að fá að senda út beint frá bæjarstjórnarfundum.

Bæjarráð þakkar Gunnari Smára Helgasyni fyrir komuna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram miðað við samræður á fundi og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Skólanefnd TÁT - 13. fundur - 08.02.2019

Erindi barst frá Trölla.is þar sem óskað var eftir samstarfi. Hugmynd Trölla er að FM Trölli gæti sent út tónleika/tónfundi tónlistarskólans, annað hvort beint, eða tekið þá upp og sent út eftirá. Skólanefnd óskar eftir umsögn skólastjóra um erindi Trölla og jafnframt að kannað verði með afstöðu persónuverndarfulltrúa gagnvart erindinu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 04.03.2019

Fyrir liggur umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem fram kemur að skólinn er nú þegar í samstarfi við Trölla á unglingastigi. Félagsmiðstöðin Neon átti í samstarfi við Trölla um útsendingu á NorðurOrg sem haldin var 25. janúar sl. Bæði skólinn og félagsmiðstöðin eru opin fyrir frekara samstarfi. Þá var Trölli með hugmynd um samstarf við Leikskóla Fjallabyggðar t.d. um fréttir og myndir úr starfi leikskólans. Að svo stöddu sér leikskólastjóri ekki hag í markvissu samstarfi þar sem samskipti við foreldra eru í föstum skorðum gegnum leikskólakerfið Karellen og fréttir af skólastarfinu eru birtar á heimasíðu leikskólans og sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur félagsmiðstöðina og grunnskólann til að þróa samstarf við Trölla.is.