Evrópsk ráðstefna í MTR um upplýsingatækni í kennslu 15. - 19. okt 2018

Málsnúmer 1808059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 569. fundur - 28.08.2018

Lagt fram erindi frá Bjarney Leu Guðmundsdóttur verkefnastjóra ráðstefnunnar ecoMEDIAeurope sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga daganna 15. - 19. október 2018.

Þar sem óskað er eftir að aðkomu Fjallabyggðar í þátttöku starfsmanna Fjallabyggðar, móttöku fyrir þátttakendur og flytja stutt erindi um menningararfleið Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að senda 9 starfsmenn frá skólasamfélaginu í Fjallabyggð og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og bæjarstjóra að koma með tillögu til bæjarráðs varðandi móttöku gesta.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 04.09.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála vegna áætlaðs kostnaðar við móttöku ráðstefnugesta á EcoMEDIAeurope, ráðstefnu sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga dagana. 15.-19. október nk.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 575. fundur - 09.10.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningardeildar dags. 03.10.2018 vegna skipulags og kostnaðar við móttöku gesta á ráðstefnuna EcoMedia europe sem haldin verður í MTR dagana 15.- 19. október nk.
Ráðstefnugestir verða 80 talsins auk skipuleggjanda.

Áætlaður kostnaður við móttöku er kr. 557.168
og vegna þátttökugjalds fulltrúa leik- og grunnskóla Fjallabyggðar kr. 226.000.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kostnað vegna móttöku og þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla Fjallabyggðar samtals kr. 783.162.
Kostnaður vegna móttöku kr. 557.168 verður gjaldfærður af liðum 2150-4413, 21510-4230 og 21510-4925.

Kostnaði vegna þátttökugjalds fulltrúa grunn- og leikskóla kr. 226.000 er vísað til viðauka nr.14/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé af liðum 04210-4280 kr. 176.000 og 04110-4280 kr. 50.000.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Lagt fram
Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún þakkar sveitarfélaginu góðan stuðning og gott samstarf vegna ráðstefnunnar EcoMedia sem fram fór dagana 15. - 19. október 2018 og tókst með miklum ágætum.