Umsókn um styrk/aðstoð við rannsóknir til undirbúnings atvinnuuppbyggingar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1810071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15.10.2018

Lagt fram erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf. dags. 10.10.2018 þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins að rannsóknum á svæði sem Framfarafélaginu hefur verið úthlutað í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Framfarafélagsins ehf. til fundar bæjarráðs þann 30. október nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Erindi svarað
Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson og Þorbjörn Sigurðsson fyrir hönd Framfarafélags Ólafsfjarðar og gerðu grein fyrir umsókn félagsins um fjárstyrk til undirbúnings á fiskeldi í Ólafsfirði.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 598. fundur - 26.03.2019

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

Á 576. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Framfarafélags Ólafsfjarðar ehf, dags. 10.10.2018 þar sem óskað var eftir viðræðum við bæjarráð um hugsanlega aðkomu bæjarfélagsins í formi styrks/aðstoðar við rannsóknir til undirbúnings atvinnuuppbyggingar í Ólafsfirði. Forsvarsmenn Framfarafélags Ólafsfjarðar mættu á 578. fund bæjarráðs þar sem farið var yfir fyrirhuguð áform um rannsóknir á svæðinu sem félaginu var úthlutað undir atvinnustarfsemi og kostnaðaráætlun vegna áforma um að bora 4 til 5 tilraunaholur til þess að athuga hvort hreinn sjór næðist úr kambinum á svæðinu og ferskt vatn til notkunar við eldi af einhverju tagi á landi.

Bæjarráð hefur þegar úthlutað félaginu landi undir hugsanlega starfsemi til tveggja ára án nokkurra kvaða og hefur sveitarfélagið einnig látið rennslismæla og efnagreina vatn úr Héðinsfjarðargöngum. Sveitarfélagið mun ekki koma að atvinnuuppbyggingu Framfarafélags Ólafsfjarðar með beinu fjárframlagi en uppfylla, ef til þess kemur, skyldur sveitarfélagsins til þess að atvinnustarfsemi geti farið fram á svæðinu.