Græn skref í ríkisrekstri

Málsnúmer 1801082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 06.02.2018

Lagt fram til kynningar bréf frá Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, þar sem sveitarfélaginu er gert kunnugt um að skólinn er orðinn þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri og er það hluti af umhverfismálum skólans. Vonast er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið, sem er eigandi húsnæðisins sem skólinn er starfræktur í.

Bæjarráð fagnar framtakinu og tekur jákvætt í erindið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún óskar eftir aðstoð sveitarfélagsins við að komast á þriðja skref af fimm í grænum ríkisrekstri sem felur í sér hjólavottun og hleðslustöð fyrir rafmangnsbíla.

Bæjarráð samþykkir að boða skólameistara á fund bæjarráðs.