Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 170. fundur - 27.08.2014

Samkvæmt 35.grein skipulagslaga nr.123/2010 ber sveitarstjórn að meta eftir sveitarstjónarkosningar hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.

 

Nefndin hvetur bæjarfulltrúa til að kynna sér aðalskipulag Fjallabyggðar og meta hvort endurskoða þurfi aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. Tilkynna skal Skipulagsstofnun um þá niðurstöðu.
Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Rétt er að minna á bókun bæjarstjórnar frá 10. september s.l.
Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28.01.2015

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því við nefndina að gengið verði frá samning við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar.

Samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 380. fundur - 17.02.2015

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.
Lagt fram yfirlit yfir umfang verkþátta og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar.

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir því að gengið verði til samninga við Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. vegna undirbúnings og lýsingar á verkefninu.

Bæjarráð samþykkir erindi deildarstjóra tæknideildar.
Gert verði ráð fyrir vinnu starfsmanns tæknideildar bæjarfélagsins að minnsta kosti 40%.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 06.05.2015

Verkáætlun fyrir lýsingu og helstu forsendur endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar, lögð fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20.05.2015

Árni og Lilja, starfsmenn Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. komu á fund nefndarinnar til að innleiða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.

Nefndin felur tæknideild að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar um að ákveðið hafi verið að endurskoða Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 190. fundur - 28.09.2015

Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir helstu viðfangsefni endurskoðunarinnar og teknar voru saman áherslur nefndarinnar í skipulagsvinnunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Umræða tekin um endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Unnið að viðfangsefnum og áherslum nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 193. fundur - 04.11.2015

Unnið að áherslum nefndarinnar fyrir endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 08.02.2016

Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir því að að tæknifulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Lögð fram til kynningar staða verkefnisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11.09.2017

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.

Tæknideild er falið að kynna efni lýsingarinnar með dreifibréfi og opna þannig á samráð við íbúa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst 4.-25. október 2017. Lagðar fram til kynningar umsagnir frá umsagnaraðilum og ábendingar íbúa.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 232. fundur - 17.10.2018

Farið yfir stöðuna á vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins og umræða tekin um helstu viðfangsefni endurskoðunar ásamt áherslum skipulagsnefndar.
Tæknideild heldur vinnu áfram við endurskoðun aðalskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 248. fundur - 14.11.2019

Undir þessum lið mætti Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar og kynnti Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2019-2026. Einnig mættu Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar, þau fóru yfir með nefndinni drög að endurskoðuðu aðalskipulagi Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26.02.2020

Lögð fram drög að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 og nokkrum spurningum svarað vegna vinnu við aðalskipulagið.
Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum Fjallabyggðar og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10.06.2020

Lagt fram til kynningar bæklingur til dreifingar í Fjallabyggð vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028. Samkvæmt 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga skal tillaga að aðalskipulagi vera kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með áberandi hætti og er dreifing bæklingsins liður í því. Stefnt er að því að halda opinn kynningarfund á haustdögum áður en tillagan fer til afgreiðslu í sveitarstjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Drög vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar voru kynnt íbúum og aðliggjandi sveitarfélögum með rafrænum hætti og með útgáfu kynningarbæklings sem var dreift á öll heimili í sveitarfélaginu ásamt því að vera birt á heimasíðu Fjallabyggðar. Óskað var eftir ábendingum eða athugasemdum á tímabilinu 21. október til 20. nóvember 2020. Teknar voru saman ábendingar sem bárust og fjallað um á fundinum.
Nefndin samþykkir ábendingar nr. 1 og 4 sem lagðar eru til í minnisblaði skipulagsráðgjafa og leggur til að leið E verði valin við ábendingu 2. Varðandi ábendingu 3 leggur nefndin til að göngustígur fyrir enda Ólafsfjarðarvatns að sunnanverðu verði færður til móts við Kálfsá.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

Á fundi 264. skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að tillaga aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lagt fram svar Skipulagsstofnunar vegna athugunar fyrir auglýsingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032. Einnig lögð fram leiðrétt tillaga þar sem brugðist er við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 267. fundur - 09.04.2021

Lagt fram svar Skipulagsstofnunar vegna athugunar fyrir auglýsingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032. Einnig lögð fram leiðrétt tillaga þar sem brugðist er við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Nefndin tók afstöðu til nokkurra þátta varðandi ábendingar Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 200. fundur - 14.04.2021

Lögð fram uppfærð tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 eftir yfirferð skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum þann 9. apríl sl.. Lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lagt fram að nýju Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 eftir auglýsingu frá 16. apríl - 28. maí sl. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum á kynningartímanum: Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Rarik, Dalvíkurbyggð, Samgöngustofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir og ábendingar bárust eftir auglýstan tíma frá Hafnarstjórn Fjallabyggðar og Veðurstofu Íslands. Skipulagsfulltrúi fór yfir samantekt athugasemda sem bárust og hvernig brugðist er við þeim í greinargerð skipulagsins. Einnig var lögð fram og rædd tillaga hafnarstjórnar um útvíkkun landnotkunarflokks hafnarsvæða í þéttbýlum Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á aðalskipulagstillögunni skv. samantekt um breytingar eftir auglýsingu sem er í heftinu Skipulagsákvæði og landnotkun undir kafla 7.3.
Nefndin hafnar tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggur til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 01.07.2021

Lagt er fram til kynningar athugasemd við aðalskipulag sem formaður hafnarstjórnar sendi skipulags- og umhverfisnefnd, einnig er lögð fram afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar á athugasemdinni. Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar var að hafna tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggja til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.
Samþykkt
Hafnarstjórn harmar afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar mikilvægi þess að hafnarstjórn hafi hlutverk og ábyrgð þegar kemur að framtíðarþróun svæða þar sem hafnsækin starfsemi er einn af burðarásum atvinnu. Að því sögðu, sé ekki vilji til að breyta skilgreindri landnotkun í aðalskipulagi, þá leggur hafnarstjórn ríka áherslu á að skýrt verði kveðið á um það í skilmálum deiliskipulags hvert hlutverk og ábyrgð hafnarstjórnar er hvað varðar aðkomu að framtíðarþróun þeirra svæða sem liggja að skilgreindu hafnarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 276. fundur - 03.11.2021

Lagðar fram athugasemdir frá Skipulagsstofnun og svör frá hönnuði.
Nefndin samþykkir framlögð svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Nefndin felur tæknideild að senda aðalskipulagið til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.