Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

171. fundur 24. september 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur J Skarphéðinsson formaður, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir varamaður, S lista
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Sorphirða í Fjallabyggð 2014 -athugasemdir

Málsnúmer 1401017Vakta málsnúmer

Ætlunin var að fá fulltrúa Íslenska gámafélagsins á fund skipulags- og umhverfisnefndar og kynna fyrir nefndinni tillögur um aðgerðir til að bæta flokkun íbúa. Komu þeirra var frestað til 8.10.2014.

2.Fráveita Sveitarfélagsins - erindi frá Ramma hf. og Primex ehf.

Málsnúmer 1409053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ólafs Helga Marteinssonar fyrir hönd Ramma hf. og Primex ehf. þar sem krafist er að Fjallabyggð komi fráveitumálum í það horf að við verði unað.

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með forráðamanni Ramma hf. um úrlausn á þessu erindi, jafnframt að fá upplýsingar um þær úrbætur sem óskað var eftir í bréfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dagsett 5.7.2013.

3.Umsókn um afnot af lóðinni Lækjargötu 6c, Siglufirði

Málsnúmer 1409047Vakta málsnúmer

Húseigendur við Grundargötu nr.5a, 5b, 7a og Lækjargötu 4c, óska eftir því að fá afnot af lóð við Lækjargötu 6c fyrir bílastæði.

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að gera tillögu að nýjum lóðarblöðum og ræða við umsækjendur um tillöguna þar sem leitast verður við að koma til móts við óskir ofangreindra húseigenda. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar þann 8. október nk. Nefndin ræddi hugmynd um 2m breiðan göngustíg milli lóðarmarka Grundargötu 7b og Grundargötu 9.

4.Umsókn um stækkun á lóð, Grundargata 7b

Málsnúmer 1408010Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur vegna stækkunar á lóðinni Grundargötu 7b.

Erindi frestað, sjá dagskrárlið fyrir ofan.

5.Haustgöngur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1409060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jóni Árna Konráðssyni, fjallskilastjóra.

Erindi vísað til bæjarráðs.

6.Erindi Hestamannafélagsins Gnýfara frá 31. ágúst 2014

Málsnúmer 1409022Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

7.Afgirt hundasvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408015Vakta málsnúmer

Á 170. fundi skipulags- og umhverfisnefndar óskaði nefndin eftir tillögum frá hundaeigendum á Ólafsfirði að svæðum utan íbúabyggðar fyrir afgirt hundasvæði.

Borist hafa tvær tillögur frá hundaeigendum á Ólafsfirði að staðsetningu og efnisvali í afgirt hundasvæði.

Nefndin fellst á tillögu 2 sem er við sunnanverðan endan á gamla flugvellinum við Mummavatnið. Erindi um girðingu er vísað til bæjarráðs.

8.Útbreiðsla Lúpínu í Tindaöxl Ólafsfirði

Málsnúmer 1408067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, þar sem óskað er eftir því að heft verði fyrir frekari útbreiðslu lúpínu í Tindaöxl.

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við tæknideild að hún afli upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils.

9.Lóðir undir eldsneytisafgreiðslu, Vesturtangi 18 og 20

Málsnúmer 1403067Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Olís um lóð undir eldsneytisafgreiðslu við Vesturtanga 18-20. Aðeins hafði borist þessi eina umsókn að umsóknarfresti liðnum.

Nefndin samþykkir að veita Olís umbeðna lóð.

10.Hindrun til að verja hús við Eyrarflöt 1,3 og 5 - Siglufirði

Málsnúmer 1409062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda að Eyrarflöt 5 þar sem óskað er eftir því að útbúið verði einhvers konar hindrun til að verja húsin við Eyrarflöt 1,3 og 5 fyrir bílaumferð. Litlu hefur munað í umferðaróhöppum að bílar hafi lent á húsveggjum viðkomandi húsa.

Deildarstjóra tæknideildar er falið að koma með hugmyndir fyrir næsta fund að úrbótum. Nefndin leggur ríka áherslu á að Vegagerðin hefji framkvæmdir á hringtorgi við gatnamót Norðurtúns, Snorragötu og Langeyrarvegs. Framkvæmdin þolir enga bið þar sem þarna hafa orðið alvarleg umferðarslys.

11.Lóðarleigusamningur, Strandgata 21b

Málsnúmer 1209043Vakta málsnúmer

Húseigendur að Kirkjuvegi 16 Ólafsfirði, óska eftir að gengið verði frá lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar Strandgötu 21b.

Erindi frestað.

12.Varðar Hvanneyrarbraut 32 Siglufirði

Málsnúmer 1105155Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseiganda að Hvanneyrarbraut 32b vegna ástands húss við Hvanneyrarbraut 32.

Erindi frestað.

13.Umsókn um byggingarleyfi-Gunnarsholt Ólafsfirði

Málsnúmer 1409051Vakta málsnúmer

Guðrún Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á nýstofnaðri lóð úr landi Ytri-Gunnólfsár II. Lagður er fram lóðarleigusamningur sem er í þinglýsingu, byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá.

Formaður leggur fram tölvupóst frá Júlí Ósk Antonsdóttur fyrir hönd landeigenda að Ytri-Gunnólfsá I. Í ljósi framkominna upplýsinga er málinu frestað til næsta fundar.

14.Umsókn um leyfi fyrir klæðningu-Eyrargata 12, Siglufirði

Málsnúmer 1409004Vakta málsnúmer

Þórir Stefánsson og Sigurlaug Guðjónsdóttir sækja um leyfi fyrir hönd AFL, sparisjóðs til að klæða eignina Eyrargötu 12, Siglufirði.

Erindi samþykkt.

15.Umsókn um leyfi fyrir klæðningu-Hvanneyrarbraut 3b Siglufirði

Málsnúmer 1409049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jóni Andrjesi Hinrikssyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að klæða neðri hæð húss síns með bárujárni.

Erindi samþykkt.

16.Fundargerðir starfshóps um búfjárhald í Fjallabyggð 2014

Málsnúmer 1409025Vakta málsnúmer

Fundargerð starfshóps um búfjárhald í Fjallabyggð 2014 lögð fram til kynningar.

17.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Í skipulagslögum nr.123/2010 kemur fram í 35. gr. laganna, að þegar að loknum kosningum til sveitarstjórna metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Í málefnasamningi meirihluta S-lista og F-lista kemur fram m.a. að ljúka þurfi endurmati á aðalskipulagi Fjallabyggðar og marka framtíðarsýn í þeim málum.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins og felur deildarstjóra tæknideildar að gera ráð fyrir þeim kostnaði í tillögum sínum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

18.Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 12 millj. kr. sem er 105% af áætlun tímabilsins sem var 11,4 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 11,8 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 12,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 61,7 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 66,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 39 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 36 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -76 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -59,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 13,5 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 15,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -1,3 millj. kr. sem er -34% af áætlun tímabilsins sem var 3,8 millj. kr.

Fundi slitið.