Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

266. fundur 07. apríl 2021 kl. 16:30 - 19:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Skipulagsstofnunar vegna athugunar fyrir auglýsingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032. Einnig lögð fram leiðrétt tillaga þar sem brugðist er við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umhverfisverkefni 2021

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun vegna umhverfisverkefna sem nefndarmenn lögðu til á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar og rætt.

4.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting að Lindargötu 6b Siglufirði

Málsnúmer 2103002Vakta málsnúmer

Byggingafélagið Berg ehf. sækir um fyrir hönd Margrétar Einarsdóttur að setja hurð í stað glugga á suðurhlið Lindargötu 6b skv. meðfylgjandi mynd, einnig gera sólpall sunnan við húsið ca. 4,50 x breiddin á húsinu.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Tjaldsvæðahús í Ólafsfirði

Málsnúmer 2103037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Fjallabyggðar um byggingarleyfi aðstöðuhúss fyrir tjaldsvæðið í Ólafsfirði.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála - Bylgjubyggð 15

Málsnúmer 2103040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi garðskála við Bylgjubyggð 15 ásamt teikningum eftir Vilhjálm Guðlaugsson verkfræðing dags. 5.mars 2021. Einnig lagt fram samþykki nágranna.
Erindi samþykkt.
Undir þessum fundarlið vék Nanna Árnadóttir af fundi.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Aðalgata 38 Ólafsfjörður

Málsnúmer 2103057Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Nönnu Árnadóttur og Sigurlaugs Ágústssonar dagsett 22. mars 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að klæða suðurhlið bílskúrs við Aðalgötu 38 með bárujárni.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Gluggabreyting á Túngötu 7 Ólafsfirði

Málsnúmer 2103077Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Öddu Maríu Ólafsdóttur og Hilmars Símonarsonar dagsett 30. mars 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að síkka stofuglugga sem snýr út að Túngtötu um 42 cm.
Erindi samþykkt.

9.Fyrirspurn til skipulags- og bygginarfulltrúa - vegur milli Aðalgötu 36 og 38 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2103058Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn íbúa við Aðalgötu 38 þar sem farið er fram á að borið verði ofan í vegslóða milli Aðalgötu 36 og 38.
Nefndin vísar erindinu til tæknideildar.

10.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 61 Siglufirði

Málsnúmer 2103046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Selvíkur ehf. dagsett 18. mars 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamning við Suðurgötu 61.
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 40 Siglufirði

Málsnúmer 2103063Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Gests Þórs Guðmundssonar dagsett 24. mars 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar við Túngötu 40 skv. meðfylgjandi teikningu.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en hafnar stækkun á lóðinni vegna þess að sveitarfélagið þarf að hafa aðgengi að sjóvarnargarðinum.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi - Sundlaugargata 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2103047Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Kamillu Ragnarsdóttur dagsett 19 .mars 2021 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni Sundlaugargötu 6 sem Kamilla fékk úthlutað 15. október sl.
Erindi samþykkt.

13.Umsókn um leyfi fyrir gróðurhúsi - Lækjargata 6c Siglufirði

Málsnúmer 2103080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hálfdáns Sveinssonar f.h. Siglunes Guesthouse ehf. dagsett 16. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 14 fm gróðurhús á lóðinni Lækjargötu 6c sem Siglunes Guesthouse fékk úthlutað 15. október sl. Gróðurhúsið verður ekki upplýst og verður staðsett í norðaustur horni lóðarinnar, 3m frá lóðarmörkum.
Erindi samþykkt.

14.Endurbætur á Ólafsvegi 4 - Ólafsfirði

Málsnúmer 2103066Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af endurbótum og viðbyggingu á Ólafsvegi 4 sem gerðar voru árið 2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tæknideild yfirfari framlagðar teikningar og mögulega þörf á breytingum á þeim út frá nýtingu hússins nú og líklegum framtíðarþörfum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að kostnaðaráætlun frá 2014 verði uppfærð og að hönnunargögn sem og útboðsgögn verði yfirfarin með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá gerð þeirra. Nefndin óskar eftir því að yfirfarin gögn verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar að aflokinni yfirferð.

15.Lausaganga katta

Málsnúmer 2101098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju mál vegna lausagöngu katta sem nefndin samþykkti á síðasta fundi sínum að banna á tímabilinu frá 1. maí til 15. júlí ár hvert. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til nefndarinnar á fundi sínum þann 17. mars sl. Einnig lagt fyrir erindi Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar dagsett 5. mars þar sem fyrirhuguðu banni við lausagöngu katta er mótmælt.
Nefndin leggur til að 11. gr samþykktar um kattahald verði breytt þannig að hún verði svohljóðandi:
Eigendum katta ber skylda til þess að taka tillit til fuglalífs á varptíma, frá 1. maí til 15. júlí, og er lausaganga katta bönnuð á þeim tíma.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Hjördís Hjörleifsdóttir situr hjá og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir greiðir atkvæði á móti.

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
11. gr samþykktar um kattahald verður skerpt með dagsetningu á bjöllunotkun og takmörkun á lausagöngu katta. Þessu yrði svo fylgt eftir með auglýsingu og bréfum til kattareigenda.
14. greinin yrði útvíkkuð þannig að heimilt væri að handsama bjöllulausa ketti að undangengnu samþykki heilbrigðisnefndar.

16.Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorgríms Emilssonar fh. Hopp Mobility ehf, dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum, 25 hjólum í Fjallabyggð, aðallega á Siglufirði en mögulega líka í Ólafsfirði.

Þá er óskað eftir þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.

Bæjarráð hafnaði því á fundi sínum þann 16. mars sl.að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tók jákvætt í erindið og samþykkti að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur tæknideild að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund.

17.Búfjárhald að Flugvallarvegi 2, Siglufirði

Málsnúmer 1710102Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður vegna dóms í máli Fjallabyggðar gegn Ásgrími Gunnari Júlíussyni vegna kæru fyrir brot á lögum um búfjárhald og samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.
Nefndin beinir því til bæjarráðs að fram fari skoðun á þýðingu dómsins og þeim valkostum sem sveitarfélagið hefur til að framfylgja samþykkt um búfjárhald.

Fundi slitið - kl. 19:40.