Hafnarstjórn Fjallabyggðar

121. fundur 01. júlí 2021 kl. 12:00 - 13:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Heimir Sverrisson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson hafnarstjóri
Andri Viðar Víglundsson H-lista mætti ekki né boðaði forföll.

1.Aflatölur 2021

Málsnúmer 2101067Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir landaðan afla með samanburði við fyrri ár. Á Siglufirði höfðu í lok júní 8.525 tonn borist á land í 763 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 6.534 tonn í 668 löndunum. Á Ólafsfirði hefur 279 tonnum verið landað í 166 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 305 tonnum verið landað í 206 löndunum.
Lagt fram

2.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði dagsett 25. júní 2021, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 27. maí sl.
Samþykkt
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Dýptarmælingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 2105040Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og kynnti niðurstöðu dýptarmælinga í báðum höfnum Fjallabyggðar sem unnin var í maí sl.
Lagt fram
Í ljósi þess að dýpi virðist vera gott suður af Óskarsbryggju þá telur nefndin að horfa ætti til þess að láta hanna lengingu á bryggjunni til suðurs.

4.Viðgerð á þekju við brimvarnargarð á Ólafsfirði

Málsnúmer 2105067Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir ástand á þekju við brimvarnargarðinn á Ólafsfirði.
Samþykkt
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að skoða málið betur og meta kostnað við lagfæringar á þekju.

5.Stigar og ljós við bryggjur Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 2105066Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir ástand stiga og bryggjuljósa sem að mestu eru í þokkalegu ástandi. Til stendur að mála þá á næstu dögum og þá verður hægt að skoða þá betur. Hvað varðar ljósin, þá er misjafnt ástandið á þeim og þarfnast þau frekari skoðunar, sem dæmi þá er lítið gagn af ljósum á Hafnarbryggjunni. Þegar hátt er í og gefur á bryggjuna springa perur, skoðað verður hvort mögulegt sé að skipta þeim út fyrir ljós sem eru betur lokuð og þola sjógang.
Staðfest
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að vinna málið áfram og eftir atvikum kynna fyrir stjórninni.

6.Fyrirspurn vegna stækkunar húss fiskmarkaðs á Hafnarbryggju og færslu á löndunarkrönum

Málsnúmer 2106033Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Ragnars H Kristjánssonar f.h. FMS dags. 9. júní 2021. Í erindinu er óskað viðhorfa hafnarstjórnar gagnvart hugmynd um stækkun húss fiskmarkaðarins, einnig er þess óskað að löndunarkranar verði færðir á nýjan viðlegukant við hús fiskmarkaðarins.
Staðfest
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og telur að það geti verið til bóta að færa krana nær fiskmarkaði. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram í samhengi við aðra umræðu sem hefur verið um langtímastefnumótun hafnarsvæðisins á Siglufirði.

7.Fyrirspurn vegna breytinga á Gránugötu 15B Siglufirði

Málsnúmer 2106070Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. til skipulags- og umhverfisnefndar dags. 26. júní 2021. Í erindinu er óskað umsagnar varðandi hugmynd að breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Einnig er lögð fyrir fundinn afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 270. fundi nefndarinnar þar sem m.a. óskað er eftir umsagnar hafnarstjórnar vegna hugmyndarinnar. Að síðustu er lagt fram minnisblað skipulags og tæknifulltrúa dags. 30. júní 2021 hvar farið er yfir málið og það skipulagslega ferli sem breyting á notum húsnæðisins útheimtir.
Staðfest
Hafnarstjórn fagnar þeirri hugmynd sem fram kemur í framlögðum gögnum og telur að vel sé mögulegt að samræma hana þeirri starfsemi sem er á svæðinu. Að því sögðu þá bendir hafnarstjórn á að mikilvægt er að vinna deiliskipulag með þeim hætti að líkur á núningi milli ólíkrar starfsemi verði lágmarkaðar.

Hafnarstjóra falið að koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri við skipulags- og umhverfisnefnd.

8.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar athugasemd við aðalskipulag sem formaður hafnarstjórnar sendi skipulags- og umhverfisnefnd, einnig er lögð fram afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar á athugasemdinni. Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar var að hafna tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggja til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.
Samþykkt
Hafnarstjórn harmar afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar mikilvægi þess að hafnarstjórn hafi hlutverk og ábyrgð þegar kemur að framtíðarþróun svæða þar sem hafnsækin starfsemi er einn af burðarásum atvinnu. Að því sögðu, sé ekki vilji til að breyta skilgreindri landnotkun í aðalskipulagi, þá leggur hafnarstjórn ríka áherslu á að skýrt verði kveðið á um það í skilmálum deiliskipulags hvert hlutverk og ábyrgð hafnarstjórnar er hvað varðar aðkomu að framtíðarþróun þeirra svæða sem liggja að skilgreindu hafnarsvæði.

9.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2103015Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, einnig eru lögð fram til kynningar drög að ársreikningi samtakanna vegna 2020.
Lagt fram

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2021

Málsnúmer 2101074Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram

11.Hafnarstjórn - Önnur mál 2021

Málsnúmer 2105006Vakta málsnúmer

1. Yfirhafnarvörður fór yfir fyrirhugaða vinnu við yfirferð viðbragðsáætlunar og velti því upp hvort mögulega megi bæta skipulag er varðar mengunarbúnað í samstarfi við slökkvilið og finna búnaðinum betri stað. Yfirhafnarverði falið að vinna málið áfram og leggja tillögu fyrir hafnarstjórn.
2. Rætt var um ágang vargfugls.

Fundi slitið - kl. 13:15.